Erlent

FIFA endurskoðar hæðarbann

Blatter og Morales fallast hér í faðma eftir að hafa rætt málin.
Blatter og Morales fallast hér í faðma eftir að hafa rætt málin. MYND/AFP

Forseti FIFA, Sepp Blatter, sagði í dag að hann myndi endurskoða ákvörðun sambandsins um að banna alþjóðlega knattspyrnuleiki 3.000 metrum yfir sjávarmáli og athuga hvort ætti að ógilda hana. Yfirlýsing Blatters kemur í kjölfar fundar með forseta Bólivíu, Evo Morales. Það var í gær sem að FIFA ákvað að hækka viðmiðið úr 2.500 metrum í 3.000. Lokaniðurstöðu í málinu verður að vænta í næstu viku.

Morales hefur gagnrýnt FIFA harkalega vegna bannsins en það myndi koma í veg fyrir að leikir í undankeppni heimsmeistaramótsins færu fram í höfuðborg Bólivíu, La Paz, sem er í 3.600 metra hæð yfir sjávarmáli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×