Áherslan á innanríkismál Guðjón Helgason skrifar 28. júní 2007 18:45 Töluverðar breytingar urðu á ráðherraliðinu í nýrri ríkisstjórn Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands, sem kynnt var í dag. Skipt var um utanríkisráðherra og kona í fyrsta sinn skipuð innanríkisráðherra. Breskur stjórnmálafræður sem staddur er á Íslandi telur að Brown leggi áherslu á mál sem komi við buddu almennra Breta og láti sérfróða um heimsmálin. Tilkynnt var um breytingar í ráðherraliðinu í morgun og í hádeginu stýrði Gordon Brown sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi. Ellefu ráðherrar úr síðustu ríkisstjórn Tonys Blairs fá ekki sæti í þeirri nýju. David Miliband, fer úr umhverfisráðuneytinu og verður utanríkisráðherra í stað Margaret Beckett, sá næst yngsti í því embætti frá upphafi, fjörutíu og eins árs. Hann er sagður helsta vonarstjarna Verkamannaflokksins. Hillary Benn, sonur gamla jálksins Tony Benn, tekur við umhverfisráðuneytinu. Jacqui Smith er nýr innanríkisráðherra, fyrst kvenna. Alistair Darling, náinn samstarfsmaður Browns, fjármálaráðherra og Jack Straw, fyrrverandi utanríkisráðherra, hækkaður í tign eftir að hann var færður til í embætti fyrir ári. Hann verður dómsmálaráðherra. Fyrir hópnum fer svo Skotinn Brown. Hann er fæddur í Glasgow árið 1951. Honum gekk vel í skóla og lauk Brown doktorsprófi í sagnfræði frá Edinborgarháskóla. Á háskólaárunum slasaðist Brown í rúgbíleik og missti fyrir vikið sjón á öðru auga og hélt þrjátíu prósent sjón á hinu. Brown var kosinn á þing árið 1983 og í stjórnarandstöðu var hann lengst af talsmaður flokksins í fjármálum. Brown gekk að eiga blaðafulltrúann Söruh Macauley árið 2000. Saman eiga þau tvo syni en dóttir þeirra lést aðeins nokkurra daga gömul. Clive Archer er prófessor í stjórnmálafræði við Manchester Metropolitan University og kennir nú við sumarskóla Rannsóknarseturs um smáríki við Háskóla Íslands. Hann segir að með Brown komi breyttar áherslur í stjórn Bretlands. Hann muni leggja mest upp úr innanlandsmálum þar sem hann sé á heimavelli. Tony Blair hafi líkað vel að baða sig í alþjóðlegum sviðsljósi sem hafi sýnt sig best í því að kveðjutúrinn hans ef svo megi segja hafi verið utan Bretlands. Archer telur að Brown muni láta sérfræðinga um utanríkismálin og gefa Miliband svigrúm til nýja starfsins. Archer bætir því þó við að Bretar séu í raun harla áhrifalitlir á alþjóðasviðinu. Þeir geti haft lítil áhrif á stórmál líkt og deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs - eitthvað geti þeir hjálpað við og við en það velti allt á því hvernig mál þróist. Erlent Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Töluverðar breytingar urðu á ráðherraliðinu í nýrri ríkisstjórn Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands, sem kynnt var í dag. Skipt var um utanríkisráðherra og kona í fyrsta sinn skipuð innanríkisráðherra. Breskur stjórnmálafræður sem staddur er á Íslandi telur að Brown leggi áherslu á mál sem komi við buddu almennra Breta og láti sérfróða um heimsmálin. Tilkynnt var um breytingar í ráðherraliðinu í morgun og í hádeginu stýrði Gordon Brown sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi. Ellefu ráðherrar úr síðustu ríkisstjórn Tonys Blairs fá ekki sæti í þeirri nýju. David Miliband, fer úr umhverfisráðuneytinu og verður utanríkisráðherra í stað Margaret Beckett, sá næst yngsti í því embætti frá upphafi, fjörutíu og eins árs. Hann er sagður helsta vonarstjarna Verkamannaflokksins. Hillary Benn, sonur gamla jálksins Tony Benn, tekur við umhverfisráðuneytinu. Jacqui Smith er nýr innanríkisráðherra, fyrst kvenna. Alistair Darling, náinn samstarfsmaður Browns, fjármálaráðherra og Jack Straw, fyrrverandi utanríkisráðherra, hækkaður í tign eftir að hann var færður til í embætti fyrir ári. Hann verður dómsmálaráðherra. Fyrir hópnum fer svo Skotinn Brown. Hann er fæddur í Glasgow árið 1951. Honum gekk vel í skóla og lauk Brown doktorsprófi í sagnfræði frá Edinborgarháskóla. Á háskólaárunum slasaðist Brown í rúgbíleik og missti fyrir vikið sjón á öðru auga og hélt þrjátíu prósent sjón á hinu. Brown var kosinn á þing árið 1983 og í stjórnarandstöðu var hann lengst af talsmaður flokksins í fjármálum. Brown gekk að eiga blaðafulltrúann Söruh Macauley árið 2000. Saman eiga þau tvo syni en dóttir þeirra lést aðeins nokkurra daga gömul. Clive Archer er prófessor í stjórnmálafræði við Manchester Metropolitan University og kennir nú við sumarskóla Rannsóknarseturs um smáríki við Háskóla Íslands. Hann segir að með Brown komi breyttar áherslur í stjórn Bretlands. Hann muni leggja mest upp úr innanlandsmálum þar sem hann sé á heimavelli. Tony Blair hafi líkað vel að baða sig í alþjóðlegum sviðsljósi sem hafi sýnt sig best í því að kveðjutúrinn hans ef svo megi segja hafi verið utan Bretlands. Archer telur að Brown muni láta sérfræðinga um utanríkismálin og gefa Miliband svigrúm til nýja starfsins. Archer bætir því þó við að Bretar séu í raun harla áhrifalitlir á alþjóðasviðinu. Þeir geti haft lítil áhrif á stórmál líkt og deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs - eitthvað geti þeir hjálpað við og við en það velti allt á því hvernig mál þróist.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira