Erlent

Öldungadeild Bandaríkjanna felldi innflytjendafrumvarpið

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Öldungadeild Bandaríkjanna felldi í dag frumvarp um innflytjendur. 60 atkvæði þurfti til frumvarpið yrði samþykkt en aðeins 46 kusu með því þannig að 14 atkvæði vantaði upp á.

Frumvarpið fól í sér ákvæði um að 12 milljónir ólöglegra innflytjenda fengu bandarískan ríkisborgararétt sem og að gæsla við landamærin yrðu aukin. Öldungadeildin fer brátt í sumarfrí þannig að ólíklegt er að frumvarpið komist aftur á dagskrá fyrr en eftir næstu forsetakosningar.

Þykir þessi niðurstaða mikið áfall fyrir Goeorg W. Bush, sem sagði þetta er vera helsta mál sitt í innanríkismálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×