Erlent

S-Kórea mun bæta verkamönnum upp tekjutap

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Suður-Kórea mun eyða 140,3 milljörðum dala til að bæta sjómönnum og bændum upp tap sem þeir verða fyrir vegna samnings um frjáls viðskipti við Bandaríkin. Samningurinn gildir til ársins 2013 og búist er við að efnahagur S-Kóreu styrkist til muna.

Þegar viðskipti verða frjáls á milli landanna er búist við að bændur og sjómenn munu verða af miklum tekjum. Þess vegna er gripið til þess að greiða þeim bætur. Búist er við að þjóðirnar skrifi undir samninginn á laugardaginn, eftir tíu mánaða samningsviðræður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×