Naglar, gas og bensín í sprengjunni í Lundúnum Jónas Haraldsson skrifar 29. júní 2007 07:39 Lögreglan í Lundúnum fann og gerði óvirka sprengju sem fannst í bíl nærri Piccadilly Circus í miðborginni í nótt. Sprengjan er sögð hafa verið stór. Sprengjusveit lögreglunnar var kölluð til og sprengdi hún hana í loft upp. Í bílnum fundust naglar og mikið af bensíni og gasi í kútum. Ein af heimildum BBC innan lögreglunnar sagði að um stórt tæki hefði verið að ræða og að allt hverfið í kring hefði verið í mikilli hættu vegna sprengjunnar. Vitni sögðu að þau hefðu séð lögreglu bera gaskúta úr bílnum, sem var silfurlitaður Mercedes Benz. Dyraverðir í næturklúbbi í hverfinu sögðu að bílnum hefði verið ekið óreglulega þangað til hann hefði klesst á ruslatunnu. Ökumaðurinn hefði þá látið sig hverfa. Sjúkrabíll var kallaður að næturklúbbi í hverfinu og sáu sjúkraflutningamenn reyk standa upp úr bílnum. Þeir létu lögregluna vita og kom hún þá á vettvang. Stuttu síðar var sprengjan gerð óvirk. Hryðjuverkadeild lögreglunnar í Lundúnum er nú að rannsaka málið. Mikill fjöldi rannsóknarmanna er á staðnum en bíllinn hefur verið fjarlægður af staðnum. Lögreglan lýsir nú eftir vitnum að mannaferðum við bílinn og er sem stendur að skoða myndbönd úr eftirlitsmyndavélum í miðbænum. Neðanjarðarlestarstöðin á Piccadilly Circus er lokuð vegna atburðanna og almenningsvögnum er beint inn á aðrar leiðir. Þúsundir komast ekki til vinnu sinnar vegna atburðarins. Ekkert er vitað um hver gæti borið ábyrgð á sprengjunni en yfirvöld segja ýmsa möguleika í stöðinni. Eftirlit hefur verið hert til muna í miðborg Lundúna vegna atviksins en lögreglan útilokar ekki að fleiri sprengjur gæti verið að finna í borginni. Neyðarnefnd breska ríkisins, COBRA, mun funda síðar í dag vegna málsins. Það var aðeins í gær sem ný ríkisstjórn Gordons Brown fundaði í fyrsta sinn. Erlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Lögreglan í Lundúnum fann og gerði óvirka sprengju sem fannst í bíl nærri Piccadilly Circus í miðborginni í nótt. Sprengjan er sögð hafa verið stór. Sprengjusveit lögreglunnar var kölluð til og sprengdi hún hana í loft upp. Í bílnum fundust naglar og mikið af bensíni og gasi í kútum. Ein af heimildum BBC innan lögreglunnar sagði að um stórt tæki hefði verið að ræða og að allt hverfið í kring hefði verið í mikilli hættu vegna sprengjunnar. Vitni sögðu að þau hefðu séð lögreglu bera gaskúta úr bílnum, sem var silfurlitaður Mercedes Benz. Dyraverðir í næturklúbbi í hverfinu sögðu að bílnum hefði verið ekið óreglulega þangað til hann hefði klesst á ruslatunnu. Ökumaðurinn hefði þá látið sig hverfa. Sjúkrabíll var kallaður að næturklúbbi í hverfinu og sáu sjúkraflutningamenn reyk standa upp úr bílnum. Þeir létu lögregluna vita og kom hún þá á vettvang. Stuttu síðar var sprengjan gerð óvirk. Hryðjuverkadeild lögreglunnar í Lundúnum er nú að rannsaka málið. Mikill fjöldi rannsóknarmanna er á staðnum en bíllinn hefur verið fjarlægður af staðnum. Lögreglan lýsir nú eftir vitnum að mannaferðum við bílinn og er sem stendur að skoða myndbönd úr eftirlitsmyndavélum í miðbænum. Neðanjarðarlestarstöðin á Piccadilly Circus er lokuð vegna atburðanna og almenningsvögnum er beint inn á aðrar leiðir. Þúsundir komast ekki til vinnu sinnar vegna atburðarins. Ekkert er vitað um hver gæti borið ábyrgð á sprengjunni en yfirvöld segja ýmsa möguleika í stöðinni. Eftirlit hefur verið hert til muna í miðborg Lundúna vegna atviksins en lögreglan útilokar ekki að fleiri sprengjur gæti verið að finna í borginni. Neyðarnefnd breska ríkisins, COBRA, mun funda síðar í dag vegna málsins. Það var aðeins í gær sem ný ríkisstjórn Gordons Brown fundaði í fyrsta sinn.
Erlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira