Erlent

Fréttamynd

Leitað að eldflaugaskotmönnum

Ísraelar hafa hert enn aðgerðir á Gaza ströndinni til þess að reyna að koma í veg fyrir að Palestínumenn skjóti þaðan eldflaugum og vörpusprengjum yfir landamærin.

Erlent
Fréttamynd

Hann er á leiðinni

Bandarískir öryggisverðir eru nú á ferð á flugi um Ísrael vegna heimsóknar Georges Bush forseta síðar í þessari viku.

Erlent
Fréttamynd

Upplýstur engill

Íslendingar eru með nokkrum rétti stoltir af því hvað þeir skjóta upp mörgum rakettum um áramótin. Voru það ekki eitthvað um 800 tonn í þetta skipti ?

Erlent
Fréttamynd

Ævintýrahöll úr klaka

Það er mikið vetrarríki í Kína. Í borginni Harbin í Norðausturhluta landsins nota listamenn ísinn til þess að búa til undraveröld sem er mikið sótt af ferðamönnum ár hvert.

Erlent
Fréttamynd

Karl í krapinu

Nístandi kaldur og bálhvass vetrarstormur gekk yfir Kaliforníu um síðustu helgi. Vegir tepptust og skriður féllu. Rafmagn fór af húsum og ástandið var allt hið ömurlegasta.

Erlent
Fréttamynd

Dauðadæmdum kastað fyrir björg

Hæstiréttur Írans hefur staðfest að tveir dauðadæmdir menn skuli teknir af lífi með því að kasta þeim fyrir björg. Þeir voru dæmdir fyrir að nauðga öðrum karlmönnum.

Erlent
Fréttamynd

Enn óróleiki á hlutabréfamörkuðum

Gengi hlutabréfa hélt áfram að lækka á helstu fjármálamörkuðum í dag og ljóst að fjárfestar hafa ekki átt láni að fagna á nýju ári. Margir telja að í ljósi meira atvinnuleysis í Bandaríkjunum í desember en reiknað hafi verið með séu um helmingslíkur á því að efnahagskreppa dynji yfir þar í landi á næstunni og geti það haft víðtæk áhrif um heim allan.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óttast hugsanlega efnahagskreppu

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum tóku snarpa dýfu á mörkuðum í dag eftir að í ljós kom að atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig þar í landi í síðasta mánuði nýliðins árs og mælist það nú 5,0 prósent. Þetta er nokku ð meiri aukning en greiningaraðilar spáðu fyrir um en þeir telja niðurstöðuna vísbendingu um hugsanlega harkalega lendingu bandaríska hagkerfisins og jafnvel að efnahagskreppa sé yfirvofandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mátturinn var með honum

Ellefu ára breskur strákur brást skjótt við þegar maður veittist að móður hans í Swardeston, skammt frá Norwich. Mæðginin voru að koma út úr bakaríi.

Erlent
Fréttamynd

Dakar rallinu aflýst vegna hryðjuverkahættu

Dakar rallinu hefur verið aflýst aðeins sólarhring áður en það átti að hefjast. Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Máritaníu. Í yfirlýsingu frá stjórnendum keppninnar segir að margt spili þarna inn í.

Erlent
Fréttamynd

Er Gro Harlem skattsvikari?

Norskir fjölmiðlar velta því mjög fyrir sér hvort Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra, sé stórfelldur skattsvikari.

Erlent
Fréttamynd

Fall í Japan á fyrsta degi

Nikkei-vísitalan féll um rúm fjögur prósent á fyrsta viðskiptadegi ársins í kauphöllinni í Japan í dag og hefur hún ekki verið lægri í um 17 mánuði. Inn í fallið spila áhyggjur japanskra fjárfesta um styrkingu jensins, sem geti komið niður á útflutningi, og hátt olíuverð, sem stendur í methæðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Passið ykkur útlendingar

Háttsettur flokksbróðir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, varaði innflytjendur í dag við því að þeir verði að laga sig að þýsku þjóðfélagi eða taka afleiðingunum.

Erlent
Fréttamynd

Sjö ára með sígarettur

Tyrkir eru með mestu reykingaþjóðum í heimi og þeim líst því illa á frumvarp til laga um að banna reykingar á opinberum stöðum.

Erlent
Fréttamynd

Krókódíllinn rotaður

Tveir breskir tannlæknar hafa unnið mál gegn tískurisanum Lacoste. Tannlæknarnir notuðu mynd af krókódíl til þess að auglýsa tannlæknastofu sína.

Erlent
Fréttamynd

Hópnauðganir í Kenía

Nauðgunum og þá sérstaklega hópnauðgunum á konum hefur stórlega fjölgað eftir að óeirðirnar vegna forsetakosninganna í Kenía hófust.

Erlent
Fréttamynd

Kallaðir heim ef samkomulag ógilt

Stjórnvöld á Srí Lanka ætla að ógilda fimm ára vopnahléssamkomulag sitt við skæruliða Tamíltígra. Íslendingar og Norðmenn hafa haft eftirlit með því. Kalla þarf eftirlitssveitina heim innan tveggja vikna frá ógildingu. 9 Íslendingar eru nú við vopnahléseftirlit á Srí Lanka.

Erlent
Fréttamynd

Þynnka í upphafi ársins

Fjárfestar upplifðu ekkert sérlega góðan dag við upphaf ársins á hlutabréfamörkuðum en lækkun var víða um heim. Árið byrjaði reyndar ágætlega en snerist við eftir að upplýsingar um framleiðslu í Bandaríkjunum. Tölurnar voru nokkuð undir væntingum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ný kjarnorkuver í Bretlandi

Búist er við að breska ríkisstjórnin samþykki í þessari viku að hefja smíði nýrrar kynslóðar kjarnorkuvera í landinu. Búast má við harðri andstöðu umhverfissinna.

Erlent
Fréttamynd

Svelti hund í hel í nafni listarinnar

Um 400 þúsund manns hafa skrifað undir mótmælalista á netinu gegn því að listamaður frá Costa Rica verði fulltrúi lands síns á listasýningu Miðameríkuríkja í Honduras á þessu ári.

Erlent