Passið ykkur útlendingar Óli Tynes skrifar 3. janúar 2008 16:14 Roland Koch. Háttsettur flokksbróðir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, varaði innflytjendur í dag við því að þeir verði að laga sig að þýsku þjóðfélagi eða taka afleiðingunum. Roland Koch er forsætisráðherra í Hesse sem er með auðugri héruðum landsins. Hann reitti innflytjendur til reiði fyrr í þessari vikuna þegar hann sakaði útlendinga um að eiga sök á aukinni afbrotatíðni unglinga. Koch dregur þó ekkert í landi í grein sem hann skrifar í blaðið Bild, í dag. Þar segir hann meðal annars; "Á svæðum þar sem er mikill fjöldi innflytjenda verða að vera skýrar reglur og auðvitað afleiðingar ef þeim er ekki fylgt. Þýska verður að vera tungumálið í daglegu lífi og það verður að vera ljóst að það er ekki í samræmi við okkar siði að drepa dýr í eldhúsinu. Né heldur undarlegar hugmyndir um hvernig á að losa sig við rusl." Aðspurður hvað hann meinti um ruslið, sagði aðstoðarmaður Kochs; "Það er fólk sem losar sig við rusl á annan hátt en við hin. Þeir sem lesa grein hans vita hvað hann á við. Ruslinu er bara hent hvar sem er." Mikil umræða hefur verið um innflytjendur í Þýskalandi frá því um hátíðarnar eftir að sást í öryggismyndavélum hvar tveir unglingar, annar grískur en hinn tyrkneskur misþyrmdu þýskum eftirlaunaþega á brautarpalli. Þýskar sjónvarpsstöðvar hafa sýnt þær myndir aftur og aftur. Það búa um 15 milljónir innflytjenda í Þýskalandi. Þar af eru 3.2 milljónir múslima sem flestir eru upprunnir í Tyrklandi. Opinberar tölur sýna að hlutdeild útlendinga í afbrotum í Þýskalandi minnkar stöðugt. Hún var 34 prósent árið 1993 en 22 prósent árið 2006. Þetta á við heildina. Engar sérstakar tölur eru til sem sýna sérstaklega afbrot unglinga af erlendum uppruna. Engu að síður birti Bild uppsláttarfrétt við hliðina á grein Kochs með fyrirsögninni; "Ungir útlendingar ofbeldisfyllri en þýskir." Fréttin byggði á rannsókn afbrotafræðings í Hanover. Erlent Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Háttsettur flokksbróðir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, varaði innflytjendur í dag við því að þeir verði að laga sig að þýsku þjóðfélagi eða taka afleiðingunum. Roland Koch er forsætisráðherra í Hesse sem er með auðugri héruðum landsins. Hann reitti innflytjendur til reiði fyrr í þessari vikuna þegar hann sakaði útlendinga um að eiga sök á aukinni afbrotatíðni unglinga. Koch dregur þó ekkert í landi í grein sem hann skrifar í blaðið Bild, í dag. Þar segir hann meðal annars; "Á svæðum þar sem er mikill fjöldi innflytjenda verða að vera skýrar reglur og auðvitað afleiðingar ef þeim er ekki fylgt. Þýska verður að vera tungumálið í daglegu lífi og það verður að vera ljóst að það er ekki í samræmi við okkar siði að drepa dýr í eldhúsinu. Né heldur undarlegar hugmyndir um hvernig á að losa sig við rusl." Aðspurður hvað hann meinti um ruslið, sagði aðstoðarmaður Kochs; "Það er fólk sem losar sig við rusl á annan hátt en við hin. Þeir sem lesa grein hans vita hvað hann á við. Ruslinu er bara hent hvar sem er." Mikil umræða hefur verið um innflytjendur í Þýskalandi frá því um hátíðarnar eftir að sást í öryggismyndavélum hvar tveir unglingar, annar grískur en hinn tyrkneskur misþyrmdu þýskum eftirlaunaþega á brautarpalli. Þýskar sjónvarpsstöðvar hafa sýnt þær myndir aftur og aftur. Það búa um 15 milljónir innflytjenda í Þýskalandi. Þar af eru 3.2 milljónir múslima sem flestir eru upprunnir í Tyrklandi. Opinberar tölur sýna að hlutdeild útlendinga í afbrotum í Þýskalandi minnkar stöðugt. Hún var 34 prósent árið 1993 en 22 prósent árið 2006. Þetta á við heildina. Engar sérstakar tölur eru til sem sýna sérstaklega afbrot unglinga af erlendum uppruna. Engu að síður birti Bild uppsláttarfrétt við hliðina á grein Kochs með fyrirsögninni; "Ungir útlendingar ofbeldisfyllri en þýskir." Fréttin byggði á rannsókn afbrotafræðings í Hanover.
Erlent Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira