Erlent

Búist við blóðbaði á Sri Lanka

Óli Tynes skrifar
Tamílar fagna fyrstu loftárás sinni, í mars á síðasta ári.
Tamílar fagna fyrstu loftárás sinni, í mars á síðasta ári.

Hernaðarsérfræðingar telja að yfirvofandi sé mesta blóðbað á Sri Lanka síðan Tamíl tígrar hófu uppreisn sína árið 1983.

Ríkisstjórnin segir að hún hafi ákveðið að rjúfa fjögurra ára vopnahlé þar sem tígrarnir hafi notað þennan tíma til þess að vopnast og endurskipuleggja bardagasveitir sínar.

Þar að auki hafi þeir þúsund sinnum brotið vopnahlésskilmálana.

Það er varla hægt að neita því að Tamílar hafi verið að vígbúast. Fyrir nokkrum mánuðum beittu þeir flugvélum í fyrsta skipti, þegar þeir gerðu loftárás á herstöð stjórnarhersins.

Tilkynning ríkisstjórnarinnar í gær kom aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tígrarnir gerðu sprengjuárás á strætisvagn í Colombo. Fjórir létu lífið og 24 særðust. Hundruð manna hafa fallið í slíkum árásum undanfarna mánuði.

Tamíl tígrarnir eru víðast skilgreindir sem hryðjuverkasamtök. Bæði hjá Evrópusambandinu og í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Sérfræðingur hjá Janes herfræðistofnuninni sagði um ákvörðun ríkisstjórnarinnar; "Þetta þýðir algert stríð."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×