Erlent

Frakkar segja svik í tafli í Kenya

Óli Tynes skrifar
Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands.
Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands.

Utanríkisráðherra Frakklands sagði í dag að hann teldi að svik hafi verið í tafli í forsetakosningunum í Kenya.

Þetta eru sterkustu ummæli sem komið hafa frá Vesturlöndum um til þessa. Á fjórða hundrað manns hafa látið lífið í óeirðunum sem hófust eftir kosningarnar.

Bernard Kouchner sagði við fréttamenn að það væri sagt að þetta væri ættbálkastríð. Það væri eflaust rétt, slíkt gerðist oft í Afríku.

Síðan sagði ráðherrann; "Voru brögð í tafli ? Ég held það. Bretar halda það, Bandaríkjamenn halda það. Og þeir þekkja landið vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×