Erlent Sensex í nýjum methæðum Indverska hlutabréfavísitalan Sensex náði nýjum methæðum í dag þegar hún rauf 14.000 stiga múrinn við upphaf viðskipta. Um sögulegt met er að ræða. Vísitalan seig nokkuð og fór niður fyrir 14.000 stig eftir því sem leið á daginn. Viðskipti innlent 5.12.2006 13:52 Mannskæðar árásir í Bagdad 30 hafa fallið í þremur sprengjutilræðum og einni skotárás í Írak í morgun. Árás var gerð á rútu sem var að flytja sjía-múslima í norðurhluta Bagdad. 14 týndu lífi og fjórir særðust. Stuttu síðar sprungu þrjár bílsprengjur í suðurhluta Bagdad. Þar féllu sextán manns og talið að vel á þriðja tug vegfarenda hafi særst. Erlent 5.12.2006 12:43 Leita aðstoðar í Rússlandi Breskir lögreglumenn hafa formlega beðið rússneska starfsfélaga sína um aðstoð við rannsókn á dauða rússneska njósnarans Alexanders Litvinekons. Eitrað var fyrir honum með geislavirku efni. Fyrrverandi leyniþjónustumaður í Rússlandi segir stjórnvöld í Moskvu hafa myrt Litvinenko og segist hafa mikilvægar sannanir þess efnis. Erlent 5.12.2006 12:35 Völdum rænt í fjórða sinn á 19 árum Herinn á Fídji-eyjum rændi völdum í nótt og hneppti forsætisráðherra landsins í stofufangelsi. Forseti Fiji-eyja segist ekki styðja valdaránsmenn. Erlent 5.12.2006 12:30 Rússar ekki samstarfsþýðir Saksóknari rússneska ríkisins, Yuri Chaika, hélt í dag fréttamannafund og sagði að ef einhverjir rússneskir ríkisborgarar verði grunaðir um græsku í eitrunarmálinu svokallaða muni rússnesk lögregla yfirheyra þá og það verði réttað yfir þeim í Rússlandi. Chaika sagði ennfremur að enginn myndi verða framseldur til Bretlands. Erlent 5.12.2006 13:11 Bandaríkin búast ekki við samkomulagi Háttsettur embættismaður Bandaríkjastjórnar sagði fyrir stórveldafund, sem fram fer í París í dag, að ekki væri búist við því að sátt myndi nást um hugsanlegar refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorkuáætlunar Írans. Erlent 5.12.2006 11:46 France 24 í loftið á morgun Á morgun mun alþjóðleg frönsk fréttastöð hefja útsendingar á netinu og daginn eftir í sjónvarpi. Mun hún slást um þann hóp fólk sem horfir á CNN International, BBC World Service og ensku útgáfu Al-Jazeera. Íslensk stúlka mun starfa við ensku útgáfu stöðvarinnar. Erlent 5.12.2006 10:53 Jólafrí setja strik í reikninginn Varautanríkisráðherra Rússlands, Alexander Alexeyev, sagði í dag að sexveldahópurinn svokallaði myndi sennilega ekki hittast fyrr en árið 2007. Sagði hann það vera vegna væntanlegra jólafría embættismanna. Erlent 5.12.2006 10:27 Durian kominn til Víetnam Hitabeltisstormurinn Durian lenti á suðurströnd Víetnam í dag. Að minnsta kosti 46 manns létu lífið vegna hans og talið er að fleiri en 300 hafi slasast. Þúsundir húsa eru einnig talin ónýt eftir storminn. Þrír sjómenn eru einnig taldir af eftir að bát þeirra hvolfdi í aðdragand stormsins. Erlent 5.12.2006 10:18 Íran varar Evrópu við að styðja refsiaðgerðir Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, varaði Evrópu við því í morgun að styðja refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Sagði hann að ef Evrópa myndi styðja hugsanlegar refsiaðgerðir myndi Íran bregðast við því með því að draga úr samskiptum við Evrópusambandið. Erlent 5.12.2006 09:10 Geimstöð byggð á tunglinu 2020 Geimferðastofnun Bandaríkjamanna, NASA, segist ætla að byggja varanlega geimstöð á tunglinu, að öllum líkindum á norðurpóli tunglsins. Erlent 5.12.2006 08:38 Mótmælin halda áfram Jarðarför mannsins sem lést í mótmælum Hizbolla í Líbanon á sunnudaginn fór fram í Beirút í gær. Fyrir utan manninn sem lést, meiddust alls 21 í átökum milli mótmælenda, sem eru að mestu shía-múslimar, og stjórnarsinna, sem eru aðallega súnní-múslimar. Erlent 5.12.2006 08:29 80 Talibanar létu lífið í átökum við hermenn NATO í Afganistan Talið er að allt að 80 vígamenn talibana hafi látið lífið í átökum við hermenn NATO í bardögum í suðurhluta Afganistans um helgina. Enginn hermaður NATO lét lífið. Bardagarnir hófust á laugardaginn og voru í rúman sólarhring en hermenn NATO segjast vera farnir að kunna betur á aðstæður í Afganistan. Erlent 5.12.2006 08:19 Breskir lögreglumenn komnir til Moskvu Breskir lögreglumenn hafa formlega beðið rússneska starfsfélaga sína um aðstoð í eitrunarmálinu svonefnda, en málið hefur valdið því að samskipti Breta og Rússa hafa kólnað til muna. Erlent 5.12.2006 08:12 Herinn á Fídjieyjum fremur valdarán Herinn á Fídjieyjum tók völdin í nótt auk þess að hneppa forsætisráðherra landsins, Laisenia Qarase, í stofufangelsi. Forseti Fídjieyja sagði í yfirlýsingu í nótt að hann styddi ekki aðgerðir hersins þrátt fyrir frásagnir um að hann hafi leyst upp þing landsins og samþykkt að Qarase yrði vikið úr embætti. Erlent 5.12.2006 08:03 30 fallið og 29 særst 30 manns hafa fallið í þremur sprengjutilræðum og einni skotárás í Írak í morgun. Árás var gerð á rútu í norðurhluta Bagdad, fulla af shía múslimum þar sem 14 létust og fjórir særðust. Rétt á eftir sprungu þrjár bílsprengjur í surðurhluta Bagdad. þar létust 16 manns og talið er að allt að 25 hafi særst. Erlent 5.12.2006 07:58 Sprenging í flugeldaverksmiðju kostar tvo lífið Tveir slökkviliðsmenn týndu lífi og 12 brenndust illa þegar eldur kviknaði í flugeldaverksmiðju í suðurhluta Englands í gærkvöldi. Erlent 4.12.2006 19:24 Valdarán virðist í uppsiglingu Svo virðist sem valdarán sé í uppsiglingu á Fiji-eyjum. Herinn afvopnaði í dag viðbragðssveitir lögreglu og einangraði höfuðborgina. Herforingi, sem hefur hótað því að ræna völdum, segir þetta aðeins gert til að koma í veg fyrir vopnuð átök á eyjunum. Erlent 4.12.2006 19:17 Fríverslunarviðræður eftir áramótin Viljayfirlýsing um upphaf fríverslunarviðræðna milli Íslands og Kína var undirrituð í Peking í dag. Í gær var fyrsti áfangi íslenskrar hitaveitu tekinn í notkun í Kína. Miklar vonir eru bundnar við hitaveituna og er stefnt að því að hún verði sú stærsta í heimi. Erlent 4.12.2006 19:05 Verra en borgarastyrjöld í Írak Fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ástandið í Írak mun verra en borgarastyrjöld og telur líf almennra Íraka verra nú en þegar Saddam Hússein réð ríkjum í landinu. Hann segir innrásina í Írak hafa verið mikið áfall fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Erlent 4.12.2006 18:57 Verra en borgarastyrjöld Kofi Annan, fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir ástandið í Írak mun verra en borgarastyrjöld. Hann segir jafnframt líf almennra Íraka verra nú en þegar Saddam Hussein stjórnaði landinu. Erlent 4.12.2006 12:15 Valdarán í uppsiglingu á Fiji-eyjum Herinn á Fiji-eyjum afvopnaði í morgun viðbragðssveitir lögreglunnar í höfuðborginni Suva. Búið er að koma upp vegatálmum og einangra höfuðborgina. Talið er að herforinginn Frank Bainimarama ætli að ræna völdum en hann hefur hótað því segi forsætisráðherra eyjanna ekki af sér. Erlent 4.12.2006 12:11 Líkur á hærri stýrivöxtum í Evrópu Evrópski seðlabankinn mun á fimmtudag ákveða hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi í Evrópu. Greiningardeild Glitnis segir sérfræðinga spá vaxtahækkun, þeirri sjöttu á árinu. Viðskipti erlent 4.12.2006 12:13 13 metra há jólageit Í sænska bænum Gavle er sá siður á að fyrir jólin er reist 13 metra há geit sem gerð er úr hálmi og er hún síðan aðalsmerki bæjarins á meðan jólahátíðinni stendur. Hún hefur hinsvegar aðeins lifað af tíu sinnum af þeim 40 skiptum sem þetta hefur verið gert enda kitlar marga brunavarga í puttana þegar þeir sjá geitina. Erlent 4.12.2006 11:48 EU og Kasakstan í samstarf Evrópusambandið samþykkti í dag samning um að hefja samstarf við Kasakstan í kjarnorkumálum en landið er þriðji stærsti framleiðandi úrans. Samningurinn kveður á um samstarf á friðsamlegri nýtingu kjarnorku á sviðum eins og öryggismálum, rannsóknum og þróunum sem og viðskiptum með kjarnaefni hvers konar. Erlent 4.12.2006 11:02 Um 70 talibanar felldir í Helmand-héraði í gær Talsmenn herja Atlantshafsbandlagsins í Afganistan segjast hafa fellt um 70 uppreisnarmenn úr röðum talibana í kjölfar þess að hermönnunum var gerð fyrirsát nærri bænum Musa Qala í Helmand-héraði í suðurhluta landsins í gær. Erlent 4.12.2006 10:54 Djúpt á ástinni Hvar myndir þú vilja gifta þig? Í kirkju, á fjallstoppi eða undir yfirborði jarðarinnar? 10 kínversk pör völdu það síðastnefnda og giftu sig í 300 metra djúpum námugöngum. "Að giftast manninum sem ég elska á vinnustað hans hefur mikla merkingu fyrir mér." sagði ein brúðurin aðspurð. Erlent 4.12.2006 10:25 40 ára fangelsi fyrir nauðgun Bandarískur hermaður hefur verið dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað filippeyskri konu þann 1. nóvember síðastliðinn. Konan sagði að hún hefði verið ölvuð og að á meðan hefði maðurinn nauðgað henni en hann bar því við að kynmökin hefðu verið með hennar samþykki. Erlent 4.12.2006 10:05 Gengi Pfizer féll Gengi hlutabréfa í bandaríska lyfjaframleiðandanum Pfizer féllu á mörkuðum í dag, ekki síst í þýsku kauphöllinni í Franfurt, í kjölfar fregna þess efnis að fyrirtækið hefði hætt þróun á hjarta og kólesteróllyfi. Andlát og sjúkdómar manna sem tóku lyfið í tilraunaskyni eru sögð tengjast lyfinu. Viðskipti erlent 4.12.2006 09:42 Óþekkt fórnarlömb flóðbylgjunnar lögð til grafar Stjórnvöld í Taílandi hafa ákveðið að grafa lík um 500 fórnarlamba flóðbylgjunnar sem gekk yfir svæðið fyrir nærri tveimur árum. Hingað til hafa þau verið geymd í kælibílum í þeirri von um að einhver eigi eftir að bera kennsl á þau en vegna mikils kostnaðar við það var ákveðið að grafa líkin í sérstökum kirkjugarði sem stjórnvöld hafa búið til. Erlent 4.12.2006 08:09 « ‹ 206 207 208 209 210 211 212 213 214 … 334 ›
Sensex í nýjum methæðum Indverska hlutabréfavísitalan Sensex náði nýjum methæðum í dag þegar hún rauf 14.000 stiga múrinn við upphaf viðskipta. Um sögulegt met er að ræða. Vísitalan seig nokkuð og fór niður fyrir 14.000 stig eftir því sem leið á daginn. Viðskipti innlent 5.12.2006 13:52
Mannskæðar árásir í Bagdad 30 hafa fallið í þremur sprengjutilræðum og einni skotárás í Írak í morgun. Árás var gerð á rútu sem var að flytja sjía-múslima í norðurhluta Bagdad. 14 týndu lífi og fjórir særðust. Stuttu síðar sprungu þrjár bílsprengjur í suðurhluta Bagdad. Þar féllu sextán manns og talið að vel á þriðja tug vegfarenda hafi særst. Erlent 5.12.2006 12:43
Leita aðstoðar í Rússlandi Breskir lögreglumenn hafa formlega beðið rússneska starfsfélaga sína um aðstoð við rannsókn á dauða rússneska njósnarans Alexanders Litvinekons. Eitrað var fyrir honum með geislavirku efni. Fyrrverandi leyniþjónustumaður í Rússlandi segir stjórnvöld í Moskvu hafa myrt Litvinenko og segist hafa mikilvægar sannanir þess efnis. Erlent 5.12.2006 12:35
Völdum rænt í fjórða sinn á 19 árum Herinn á Fídji-eyjum rændi völdum í nótt og hneppti forsætisráðherra landsins í stofufangelsi. Forseti Fiji-eyja segist ekki styðja valdaránsmenn. Erlent 5.12.2006 12:30
Rússar ekki samstarfsþýðir Saksóknari rússneska ríkisins, Yuri Chaika, hélt í dag fréttamannafund og sagði að ef einhverjir rússneskir ríkisborgarar verði grunaðir um græsku í eitrunarmálinu svokallaða muni rússnesk lögregla yfirheyra þá og það verði réttað yfir þeim í Rússlandi. Chaika sagði ennfremur að enginn myndi verða framseldur til Bretlands. Erlent 5.12.2006 13:11
Bandaríkin búast ekki við samkomulagi Háttsettur embættismaður Bandaríkjastjórnar sagði fyrir stórveldafund, sem fram fer í París í dag, að ekki væri búist við því að sátt myndi nást um hugsanlegar refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorkuáætlunar Írans. Erlent 5.12.2006 11:46
France 24 í loftið á morgun Á morgun mun alþjóðleg frönsk fréttastöð hefja útsendingar á netinu og daginn eftir í sjónvarpi. Mun hún slást um þann hóp fólk sem horfir á CNN International, BBC World Service og ensku útgáfu Al-Jazeera. Íslensk stúlka mun starfa við ensku útgáfu stöðvarinnar. Erlent 5.12.2006 10:53
Jólafrí setja strik í reikninginn Varautanríkisráðherra Rússlands, Alexander Alexeyev, sagði í dag að sexveldahópurinn svokallaði myndi sennilega ekki hittast fyrr en árið 2007. Sagði hann það vera vegna væntanlegra jólafría embættismanna. Erlent 5.12.2006 10:27
Durian kominn til Víetnam Hitabeltisstormurinn Durian lenti á suðurströnd Víetnam í dag. Að minnsta kosti 46 manns létu lífið vegna hans og talið er að fleiri en 300 hafi slasast. Þúsundir húsa eru einnig talin ónýt eftir storminn. Þrír sjómenn eru einnig taldir af eftir að bát þeirra hvolfdi í aðdragand stormsins. Erlent 5.12.2006 10:18
Íran varar Evrópu við að styðja refsiaðgerðir Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, varaði Evrópu við því í morgun að styðja refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Sagði hann að ef Evrópa myndi styðja hugsanlegar refsiaðgerðir myndi Íran bregðast við því með því að draga úr samskiptum við Evrópusambandið. Erlent 5.12.2006 09:10
Geimstöð byggð á tunglinu 2020 Geimferðastofnun Bandaríkjamanna, NASA, segist ætla að byggja varanlega geimstöð á tunglinu, að öllum líkindum á norðurpóli tunglsins. Erlent 5.12.2006 08:38
Mótmælin halda áfram Jarðarför mannsins sem lést í mótmælum Hizbolla í Líbanon á sunnudaginn fór fram í Beirút í gær. Fyrir utan manninn sem lést, meiddust alls 21 í átökum milli mótmælenda, sem eru að mestu shía-múslimar, og stjórnarsinna, sem eru aðallega súnní-múslimar. Erlent 5.12.2006 08:29
80 Talibanar létu lífið í átökum við hermenn NATO í Afganistan Talið er að allt að 80 vígamenn talibana hafi látið lífið í átökum við hermenn NATO í bardögum í suðurhluta Afganistans um helgina. Enginn hermaður NATO lét lífið. Bardagarnir hófust á laugardaginn og voru í rúman sólarhring en hermenn NATO segjast vera farnir að kunna betur á aðstæður í Afganistan. Erlent 5.12.2006 08:19
Breskir lögreglumenn komnir til Moskvu Breskir lögreglumenn hafa formlega beðið rússneska starfsfélaga sína um aðstoð í eitrunarmálinu svonefnda, en málið hefur valdið því að samskipti Breta og Rússa hafa kólnað til muna. Erlent 5.12.2006 08:12
Herinn á Fídjieyjum fremur valdarán Herinn á Fídjieyjum tók völdin í nótt auk þess að hneppa forsætisráðherra landsins, Laisenia Qarase, í stofufangelsi. Forseti Fídjieyja sagði í yfirlýsingu í nótt að hann styddi ekki aðgerðir hersins þrátt fyrir frásagnir um að hann hafi leyst upp þing landsins og samþykkt að Qarase yrði vikið úr embætti. Erlent 5.12.2006 08:03
30 fallið og 29 særst 30 manns hafa fallið í þremur sprengjutilræðum og einni skotárás í Írak í morgun. Árás var gerð á rútu í norðurhluta Bagdad, fulla af shía múslimum þar sem 14 létust og fjórir særðust. Rétt á eftir sprungu þrjár bílsprengjur í surðurhluta Bagdad. þar létust 16 manns og talið er að allt að 25 hafi særst. Erlent 5.12.2006 07:58
Sprenging í flugeldaverksmiðju kostar tvo lífið Tveir slökkviliðsmenn týndu lífi og 12 brenndust illa þegar eldur kviknaði í flugeldaverksmiðju í suðurhluta Englands í gærkvöldi. Erlent 4.12.2006 19:24
Valdarán virðist í uppsiglingu Svo virðist sem valdarán sé í uppsiglingu á Fiji-eyjum. Herinn afvopnaði í dag viðbragðssveitir lögreglu og einangraði höfuðborgina. Herforingi, sem hefur hótað því að ræna völdum, segir þetta aðeins gert til að koma í veg fyrir vopnuð átök á eyjunum. Erlent 4.12.2006 19:17
Fríverslunarviðræður eftir áramótin Viljayfirlýsing um upphaf fríverslunarviðræðna milli Íslands og Kína var undirrituð í Peking í dag. Í gær var fyrsti áfangi íslenskrar hitaveitu tekinn í notkun í Kína. Miklar vonir eru bundnar við hitaveituna og er stefnt að því að hún verði sú stærsta í heimi. Erlent 4.12.2006 19:05
Verra en borgarastyrjöld í Írak Fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ástandið í Írak mun verra en borgarastyrjöld og telur líf almennra Íraka verra nú en þegar Saddam Hússein réð ríkjum í landinu. Hann segir innrásina í Írak hafa verið mikið áfall fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Erlent 4.12.2006 18:57
Verra en borgarastyrjöld Kofi Annan, fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir ástandið í Írak mun verra en borgarastyrjöld. Hann segir jafnframt líf almennra Íraka verra nú en þegar Saddam Hussein stjórnaði landinu. Erlent 4.12.2006 12:15
Valdarán í uppsiglingu á Fiji-eyjum Herinn á Fiji-eyjum afvopnaði í morgun viðbragðssveitir lögreglunnar í höfuðborginni Suva. Búið er að koma upp vegatálmum og einangra höfuðborgina. Talið er að herforinginn Frank Bainimarama ætli að ræna völdum en hann hefur hótað því segi forsætisráðherra eyjanna ekki af sér. Erlent 4.12.2006 12:11
Líkur á hærri stýrivöxtum í Evrópu Evrópski seðlabankinn mun á fimmtudag ákveða hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi í Evrópu. Greiningardeild Glitnis segir sérfræðinga spá vaxtahækkun, þeirri sjöttu á árinu. Viðskipti erlent 4.12.2006 12:13
13 metra há jólageit Í sænska bænum Gavle er sá siður á að fyrir jólin er reist 13 metra há geit sem gerð er úr hálmi og er hún síðan aðalsmerki bæjarins á meðan jólahátíðinni stendur. Hún hefur hinsvegar aðeins lifað af tíu sinnum af þeim 40 skiptum sem þetta hefur verið gert enda kitlar marga brunavarga í puttana þegar þeir sjá geitina. Erlent 4.12.2006 11:48
EU og Kasakstan í samstarf Evrópusambandið samþykkti í dag samning um að hefja samstarf við Kasakstan í kjarnorkumálum en landið er þriðji stærsti framleiðandi úrans. Samningurinn kveður á um samstarf á friðsamlegri nýtingu kjarnorku á sviðum eins og öryggismálum, rannsóknum og þróunum sem og viðskiptum með kjarnaefni hvers konar. Erlent 4.12.2006 11:02
Um 70 talibanar felldir í Helmand-héraði í gær Talsmenn herja Atlantshafsbandlagsins í Afganistan segjast hafa fellt um 70 uppreisnarmenn úr röðum talibana í kjölfar þess að hermönnunum var gerð fyrirsát nærri bænum Musa Qala í Helmand-héraði í suðurhluta landsins í gær. Erlent 4.12.2006 10:54
Djúpt á ástinni Hvar myndir þú vilja gifta þig? Í kirkju, á fjallstoppi eða undir yfirborði jarðarinnar? 10 kínversk pör völdu það síðastnefnda og giftu sig í 300 metra djúpum námugöngum. "Að giftast manninum sem ég elska á vinnustað hans hefur mikla merkingu fyrir mér." sagði ein brúðurin aðspurð. Erlent 4.12.2006 10:25
40 ára fangelsi fyrir nauðgun Bandarískur hermaður hefur verið dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað filippeyskri konu þann 1. nóvember síðastliðinn. Konan sagði að hún hefði verið ölvuð og að á meðan hefði maðurinn nauðgað henni en hann bar því við að kynmökin hefðu verið með hennar samþykki. Erlent 4.12.2006 10:05
Gengi Pfizer féll Gengi hlutabréfa í bandaríska lyfjaframleiðandanum Pfizer féllu á mörkuðum í dag, ekki síst í þýsku kauphöllinni í Franfurt, í kjölfar fregna þess efnis að fyrirtækið hefði hætt þróun á hjarta og kólesteróllyfi. Andlát og sjúkdómar manna sem tóku lyfið í tilraunaskyni eru sögð tengjast lyfinu. Viðskipti erlent 4.12.2006 09:42
Óþekkt fórnarlömb flóðbylgjunnar lögð til grafar Stjórnvöld í Taílandi hafa ákveðið að grafa lík um 500 fórnarlamba flóðbylgjunnar sem gekk yfir svæðið fyrir nærri tveimur árum. Hingað til hafa þau verið geymd í kælibílum í þeirri von um að einhver eigi eftir að bera kennsl á þau en vegna mikils kostnaðar við það var ákveðið að grafa líkin í sérstökum kirkjugarði sem stjórnvöld hafa búið til. Erlent 4.12.2006 08:09
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent