Erlent

Mótmælin halda áfram

Fólkið hefur mótmælt síðan á föstudaginn.
Fólkið hefur mótmælt síðan á föstudaginn. MYND/AP

Jarðarför mannsins sem lést í mótmælum Hizbolla í Líbanon á sunnudaginn fór fram í Beirút í gær. Fyrir utan manninn sem lést, meiddust alls 21 í átökum milli mótmælenda, sem eru að mestu shía-múslimar, og stjórnarsinna, sem eru aðallega súnní-múslimar.

Mikil spenna hefur verið í Líbanon eftir að Hizbolla hófu mótmæli sín gegn stjórn Foud Siniora en hún er studd af Vesturlöndum. Hizbolla nýtur hins vegar stuðnings Írans og Sýrlands og vill að stjórnin segi af sér og myndi þjóðarstjórn. Siniora hefur þó sagt að hann mundi ekki segja af þér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×