Verra en borgarastyrjöld í Írak 4. desember 2006 19:00 Fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ástandið í Írak mun verra en borgarastyrjöld og telur líf almennra Íraka verra nú en þegar Saddam Hússein réð ríkjum í landinu. Hann segir innrásina í Írak hafa verið mikið áfall fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Kofi Annan lætur af embætti framkvæmdastjóra í lok árs eftir tíu ár í starfi. Hann er ómyrkur í máli í viðtali við BBC þar sem hann hvar spurður hvort borgarastyrjöld geisaði í Írak. Hann vísar til átaka í Líbanon og annars staðar, sem talist hafi borgarastyrjaldir. Annan segir ástandið í Írak mun verra en á þeimstöðum og mkilvægt að alþjóðasamfélagið aðstoði Íraka við endurbyggingu í landinu því hann eigi ekki von á að þeir geti staðið að henni einir og óstuddir. Ummæli Annans eru enn eitt áfallið fyrir stefnu stjórnar Bush Bandaríkjaforseta í málefnum Íraks. Um liðna helgi greindi bandaríska blaðið New York Times frá því að Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefði, tveimur dögum fyrir afsögn sína viðurkennt í minnisblaði að framganga hersins í Írak væri hvorki að skila skjótum né góðum árangri og því kominn tími til að gera róttækar breytingar á stefnunni. Annar bandamaður Bush er á leið úr valdamiklu embætti fast á hæla Rumsfelds. John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, afhenti forsetanum afsagnarbréf sitt í dag. Demókratar voru afar ósáttir við skipan Boltons sem tók við starfinu í fyrra þegar þinghlé var og því þurfti öldungadeild Bandaríkjaþings ekki að staðfesta skipan hans í embættið fyrr en í þessum mánuði. Nú er ljóst að það fæst ekki í gegn þar sem demókratar hafa þar meirihluta og því ákvað Bolton að taka pokann sinn. Erlent Fréttir Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ástandið í Írak mun verra en borgarastyrjöld og telur líf almennra Íraka verra nú en þegar Saddam Hússein réð ríkjum í landinu. Hann segir innrásina í Írak hafa verið mikið áfall fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Kofi Annan lætur af embætti framkvæmdastjóra í lok árs eftir tíu ár í starfi. Hann er ómyrkur í máli í viðtali við BBC þar sem hann hvar spurður hvort borgarastyrjöld geisaði í Írak. Hann vísar til átaka í Líbanon og annars staðar, sem talist hafi borgarastyrjaldir. Annan segir ástandið í Írak mun verra en á þeimstöðum og mkilvægt að alþjóðasamfélagið aðstoði Íraka við endurbyggingu í landinu því hann eigi ekki von á að þeir geti staðið að henni einir og óstuddir. Ummæli Annans eru enn eitt áfallið fyrir stefnu stjórnar Bush Bandaríkjaforseta í málefnum Íraks. Um liðna helgi greindi bandaríska blaðið New York Times frá því að Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefði, tveimur dögum fyrir afsögn sína viðurkennt í minnisblaði að framganga hersins í Írak væri hvorki að skila skjótum né góðum árangri og því kominn tími til að gera róttækar breytingar á stefnunni. Annar bandamaður Bush er á leið úr valdamiklu embætti fast á hæla Rumsfelds. John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, afhenti forsetanum afsagnarbréf sitt í dag. Demókratar voru afar ósáttir við skipan Boltons sem tók við starfinu í fyrra þegar þinghlé var og því þurfti öldungadeild Bandaríkjaþings ekki að staðfesta skipan hans í embættið fyrr en í þessum mánuði. Nú er ljóst að það fæst ekki í gegn þar sem demókratar hafa þar meirihluta og því ákvað Bolton að taka pokann sinn.
Erlent Fréttir Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira