Erlent

Valdarán í uppsiglingu á Fiji-eyjum

Hermaður við vegatálma í Suva, höfuðborg Fiji-eyja, í morgun.
Hermaður við vegatálma í Suva, höfuðborg Fiji-eyja, í morgun. MYND/AP

Herinn á Fiji-eyjum afvopnaði í morgun viðbragðssveitir lögreglunnar í höfuðborginni Suva. Búið er að koma upp vegatálmum og einangra höfuðborgina.

Talið er að herforinginn Frank Bainimarama ætli að ræna völdum en hann hefur hótað því segi forsætisráðherra eyjanna ekki af sér. Herforinginn og forsætisráðherrann hafa eldað grátt silfur saman í nokkra mánuði, en þeir hafa deilt um hvort náða eigi þá sem rændu völdum á eyjunum fyrir sex árum.

Ráðamenn í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi segja að gripið verði til refsiaðgerða ef herinn steypi lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn Fiji-eyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×