Erlent

80 Talibanar létu lífið í átökum við hermenn NATO í Afganistan

MYND/AP

Talið er að allt að 80 vígamenn talibana hafi látið lífið í átökum við hermenn NATO í bardögum í suðurhluta Afganistans um helgina. Enginn hermaður NATO lét lífið. Bardagarnir hófust á laugardaginn og voru í rúman sólarhring en hermenn NATO segjast vera farnir að kunna betur á aðstæður í Afganistan.

NATO hélt leiðtogaráðstefnu í Riga í Lettlandi fyrir viku síðan og sættust þá aðildarlöndin að nota fleiri hermenn til þess að berjast gegn uppreisnarmönnum talibana en bardagar í Afganistan um þessar mundir eru einhverjir þeir mestu síðan Bandaríkjamenn veltu stjórn talibana af stóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×