Erlent

Fréttamynd

Castro byrjaður að blogga

Fidel Castro, er ekki alveg risinn upp af sjúkrabeðinu en hann er byrjaður að blogga í dagblaðinu Granma, sem er málgagn kúbverska kommúnistaflokksins. Varla kemur á óvart að í hans fyrsta bloggi skammar hann Bandaríkin blóðugum skömmum. Hann fjallar um áætlun Bandaríkjamanna um etanol framleiðslu til að knýja bíla, en til framleiðslu þess er notað korn sem ella færi til manneldis.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarkall frá Karolinska -læknar þustu að úr öllum áttum

Neyðarástand skapaðist þegar allt rafmagn fór af Karólinska háskólasjúkrahúsinu í Huddinge, í Svíþjóð í gær. Sérstaklega átti það við um gjörgæsludeild fyrir nýfædd börn sem voru í súrefniskassa. Vararafhlöðurnar þar tæmdust á aðeins fimmtán mínútum. Sent var út neyðarkall um neyðarboðleiðir sjúkrahússins og læknar og hjúkrunarfólk þusti að úr öllum áttum til þess að halda súrefniskössunum gangandi með handdælum.

Erlent
Fréttamynd

Engin frí á kristnum hátíðum

Leiðtogi hægri manna í Noregi vill afnema frí á páskum og öðrum kristnum helgidögum ef kemur til aðskilnaðar ríkis og kirkju. Rune Aale Hansen segir að þá verði óeðlilegt að hafa sérstaka trúarlega sem aðeins tengist einni trú. Spurningin verði þá hvort Norðmenn fari eins að og Bandaríkjamenn og Frakkar, sem hafa afnumið frí á mörgum helgidögum.

Erlent
Fréttamynd

Flugvél forsætisráðherra gerð afturræk

Íranar neituðu að leyfa flugvél Nuris al-Malikis, forsætisráðherra Íraks, að fljúga um lofthelgi sína, í nótt. Forsætisráðherrann var á leið í opinbera heimsókn til Asíu. Flugvél hans var kominn inn í Íranska lofthelgi þegar flugmaðurinn fékk fyrirmæli um að snúa aftur og fara út úr lofthelginni.

Erlent
Fréttamynd

Vilja 1300 fanga fyrir ísraelska hermanninn

Hamas samtökin hafa lagt fram lista með nöfnum 1300 Palestínumanna sem þeir krefjast að verði látnir lausir í skiptum fyrir ísraelska hermanninn Gilad Shalit, sem var rænt fyrir tíu mánuðum. Talsmaður Hamas segir að listinn hafi verið afhentur Egyptum og að þetta sé skýr vísbending um að hreyfing sé að komast á málið.

Erlent
Fréttamynd

Sérsveit gegn þjófum frá Austur-Evrópu

Norska lögreglan er að stofna sérsveit sem hefur það verkefni að uppræta innbrots- og þjófagengi frá Austur-Evrópu. Mikið er um slík gengi í Noregi og Svíþjóð. Sum þeirra koma sér upp höfuðstöðvum á afskekktum stöðum í löndunum tveimur og fara þaðan í ránsleiðangra.

Erlent
Fréttamynd

Miskunsamir Rússar

Rússar gera um páskana lítillega undanþágu á flugbanni sínu á nágrannaríkið Georgíu. Þrem flugvélum er leyft að fljúga á milli Tblisi og Moskvu. Farþegarnir eru Georgíumenn sem fá að heimsækja ættingja sína í Rússlandi. Rússar settu flugbann á Georgíu fyrir sex mánuðum, eftir að þrír Rússar voru handteknir þar í landi, sakaðir um njósnir.

Erlent
Fréttamynd

Karlmenn umburðarlyndir gagnvart brjóstagjöf

Yfirgnæfandi meirihluti Dana telur að það sé ekkert athugavert við að mæður gefi börnum sínum brjóst á opinberum stöðum. Enginn er hissa á því, en það sem kannski kemur á óvart er að danskir karlmenn eru nokkuð umburðarlyndari í þessum málum en konur.

Erlent
Fréttamynd

Kommúnistar átu kanínurnar mínar

Þýski kanínuræktandinn Karl Szmolinsky hefur áhyggjur af því að háttsettir embættismenn í Norður-Kóreu hafi étið risakanínurnar sem hann seldi þeim til undaneldis, á síðasta ári. Karl hefur ræktað kanínur í 47 ár og unnið til fjölda verðlauna. Kanínurnar sem hann ræktar eru risastórar og mjög matarmiklar.

Erlent
Fréttamynd

Hatast við sænsku konungsfjölskylduna

Sænska konungsfjölskyldan hefur leitað lögfræðiráðgjafar vegna hatursfullrar heimasíðu sem bandarískur bókstafstrúarsöfnuði hefur haldið úti í tvö ár. Ástæðan fyrir þessu hatri er sú að fyrir tveim árum var sænskur prestur sakfelldur fyrir að espa til haturs gegn samkynhneigðum. Á heimasíðunni er Karl Gústaf meðal annars kallaður konungur kynvilltra hóra.

Erlent
Fréttamynd

Ungir Danir falla á ríkisborgaraprófi -vilt þú reyna ?

Tuttugu og tvö prósent Dana á aldrinum 18-25 ára falla á prófi sem innflytjendur þurfa að standast til þess að fá ríkisborgararétt. Leitað var til meira en 7000 Dana á þessum aldri og prófspurningarnar lagðar fyrir þá. Spurningarnar eru 40 talsins og menn þurfa að svara minnst 28 rétt til þess að standasst prófið.

Erlent
Fréttamynd

Banvæn forvitni

Sextán manns fórust og fjölmargir slösuðust þegar jeppi sprakk í loft upp í Tamil Nadu héraði á Indlangi í dag. Þetta er ekki hryðjuverk heldur slys. Jeppinn var að flytja sprengiefni og var yfirhlaðinn. Vélin ofhitnaði svo að það kviknaði í henni.

Erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi

Englandsbanki ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Greinendur voru ekki á einu máli hver næstu skref Englandsbanka yrðu og útilokuðu ekki 25 punkta hækkun. Mjög líklegt er talið að stýrivextir verði hækkaðir um fjórðung úr prósenti í næsta mánuði til að halda aftur af verðbólgu sem hækkaði á milli mánaða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tvísýnt um tilboð í Sainbury

Litlu munaði í gær að ekkert yrði úr yfirtökutilboði fjárfestahópsins CVC og fleiri sjóða í bresku matvörukeðjuna Sainsbury þegar nokkrir stórir hluthafar settu sig upp á móti tilboðinu. Reiknað er með að tilboðið hljóði upp á um 10 milljarða punda, jafnvirði um 1.300 milljarða íslenskra króna. Á sama tíma dró einn fjárfestasjóðanna sig úr tilboðsferlinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fyrrum fangar mega kjósa á ný

Yfirvöld í Flórídaríki í Bandaríkjunum hafa breytt lögum um borgaraleg réttindi fólks sem hefur verið dæmt fyrir glæpi. Hingað til máttu þeir sem höfðu verið dæmdir ekki kjósa, ekki vera í kviðdómi og máttu ekki sinna ýmsum störfum.

Erlent
Fréttamynd

Velgja hafmeyjunni undir uggum

Íslenskt listaverk á garðbekk í dönskum almenningsgarði velgja Litlu hafmeyjunni undir uggum. Danskur listaverkasali segir verkið, sem er eftir Steinunni Þórarinsdóttur, hafa hlotið meiri athygli undanfarna mánuði en frægasta kennimerki Danmerkur.

Erlent
Fréttamynd

Þrír handteknir vegna hryðjuverkaárása

Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir aðild sína að hryðjuverkaárásunum í Lundúnum þann sjöunda júlí árið 2005. Fimmtíu og tveir létu lífið í fjórum sjálfsmorðsprengjuárásum, en þrjár þeirra voru gerðar á neðanjarðarlestarkerfi Lundúna. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru á aldrinum tuttugu og þriggja ára til þrítugs. Rannsókn er enn í gangi og telur lögreglan líklegt að fleiri verði handteknir í tengslum við árásirnar.

Erlent
Fréttamynd

Rice ætlar að ræða við Írana

Condoleezza Rice, utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar sér að hefja beinar viðræður við Írana um hugsanlegt hlutverk þeirra í Írak þegar hún fer á fund sem verður haldinn í maí. Rice sagði líklegt að fundurinn yrði haldinn af ráðherrum en undirmenn utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Írans áttu fundi í mars síðastliðnum.

Erlent
Fréttamynd

Kerkorian gerir tilboð í Chrysler

Milljarðamæringurinn Kirk Kerkorian hefur gert 4,5 milljarða dollara tilboð í Chrysler bílamerkið. Chrysler er sem stendur hluti af DaimlerChrysler samsteypunni en Daimler hefur nú í nokkurn tíma reynt að losa sig við Chrysler þar sem mikið tap hefur verið á rekstri fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Páfinn minnist auðmýktar Jesú

Benedikt páfi þvoði og þurrkaði fætur 12 manna við hátíðlega Skírdagsathöfn í Vatíkaninu í dag. Athöfnin er haldin til þess að minnast þess hversu auðmjúkur Jesú var kvöldið áður en hann var krossfestur.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir breskir hermenn fórust í Írak í dag

Níu breskir hermenn hafa látið lífið í Írak síðastliðna tvo daga. Í dag létust fjórir breskir hermenn ásamt einum túlki þegar þeir lentu í umsátri uppreinsarmanna vestur fyrir borginni Basra. Árásin var sú alvarlegasta á breskt herlið í Írak síðan í nóvember á siðasta ári. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, lýsti yfir sorg sinni vegna dauðsfallanna í yfirlýsingu eftir heimkomu sjóliðanna 15 í dag.

Erlent
Fréttamynd

Voru að afla upplýsinga um Íran

Yfirmaður sjóliðanna 15 sagði í dag við Sky fréttastöðina að þeir hefðu verið í leiðangri til þess að afla upplýsinga um Íran. Jafnframt segir stöðin að hún hafi ekki birt fréttina fyrr en nú þar sem hún vildi ekki stofna öryggi sjóliðanna í hættu.

Erlent
Fréttamynd

4.000 manns dönsuðu á Victoria lestarstöðinni

Fleiri en 4.000 manns hittust í gærkvöldi klukkan hálfsex að íslenskum tíma á Victoria lestarstöðinni í Lundúnum til þess að dansa. Engin var þó tónlistin og ekkert var ballið. Fólkið mætti allt með iPod tónlistarspilara og dansaði því hvert eftir sínu lagi. Uppákoman er kölluð skyndi-múgæsing (Flash mobbing) og hefur rutt sér til rúms undanfarin ár.

Erlent
Fréttamynd

Talibanar rændu tveimur frönskum ríkisborgurum

Talibanar lýstu því yfir í dag að þeir hefðu rænt tveimur Frökkum og þremur Afgönum í suðvesturhluta Afganistan. Tilkynningin frá hópnum, sem kallar sig Uppreisnarher íslamsks ríkis, var birt á Internetinu. Í henni kom fram að í gær hefðu þeir rænt tveimur frönskum ríkisborgurum, karlmanni að nafni Eric og konu að nafni Salma. Einnig var tekið fram að þremur Afgönum hefði verið rænt en nöfn þeirra hafa ekki verið gefin upp.

Erlent
Fréttamynd

Skemmtiferðaskip strandar

Grískt skemmtiferðaskip, Sea Diamond, strandaði á ferð sinni um grísku eyjarnar í morgun. Gat kom á skrokk þess og verið að að selflytja hundruð farþega í land. Talið er að um 1.200 farþegar og 300 starfsmenn séu um borð í skipinu. Atvikið átti sér stað nærri eyjunni Santorini.

Erlent
Fréttamynd

Olmert bað Pelosi ekki fyrir friðarbón

Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, gaf frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann segir að hann hafi ekki falið Nancy Pelosi að færa Sýrlendingum friðarbón. Samkvæmt yfirlýsingunni sagði Olmert við Pelosi að „Þó svo Ísrael hafi áhuga á friðarsamkomulagi við Sýrland, er landið samt enn á lista yfir Öxulveldi hins illa og ýtir undir hryðjuverkaöfl í Mið-Austurlöndum.“

Erlent