Erlent

Engin frí á kristnum hátíðum

Leiðtogi hægri manna í Noregi vill afnema frí á páskum og öðrum kristnum helgidögum ef kemur til aðskilnaðar ríkis og kirkju. Rune Aale Hansen segir að þá verði óeðlilegt að hafa sérstaka trúarlega sem aðeins tengist einni trú. Spurningin verði þá hvort Norðmenn fari eins að og Bandaríkjamenn og Frakkar, sem hafa afnumið frí á mörgum helgidögum.

Hansen sér marga kosti við af afnema frí á helgidögum. Með því sé öllum greinum fjölmenningarþjóðfélagsins sýnd jöfn virðing. Frelsi einstaklinga aukist og hið hættulega helgidagaumferð heyri sögunni til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×