Erlent

Fjórir breskir hermenn fórust í Írak í dag

Bandarískir hermenn á vettvangi sprengingar í dag.
Bandarískir hermenn á vettvangi sprengingar í dag. MYND/AFP
Níu breskir hermenn hafa látið lífið í Írak síðastliðna tvo daga. Í dag létust fjórir breskir hermenn ásamt einum túlki þegar þeir lentu í umsátri uppreinsarmanna vestur fyrir borginni Basra. Árásin var sú alvarlegasta á breskt herlið í Írak síðan í nóvember á siðasta ári. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, lýsti yfir sorg sinni vegna dauðsfallanna í yfirlýsingu eftir heimkomu sjóliðanna 15 í dag.

Bandaríski herinn skýrði einnig frá því í dag að fimm hermenn á þeirra vegum hefðu látið lífið í árásum víðs vegar um Bagdad í dag. Tala látinna bandarískra hermanna í Írak hefur því náð 3.259.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×