Erlent

Vilja 1300 fanga fyrir ísraelska hermanninn

Jerúsalem.
Jerúsalem.

Hamas samtökin hafa lagt fram lista með nöfnum 1300 Palestínumanna sem þeir krefjast að verði látnir lausir í skiptum fyrir ísraelska hermanninn Gilad Shalit, sem var rænt fyrir tíu mánuðum. Talsmaður Hamas segir að listinn hafi verið afhentur Egyptum og að þetta sé skýr vísbending um að hreyfing sé að komast á málið.

Ísraelski ráðherrann Isaac Herzog varar þó við of mikilli bjartsýni. Ísraelar hafa löngum neitað að láta lausa fanga sem eru með "blóðugar hendur," eins og þeir kalla það. Það þýðir Palesstínumenn sem hafa tekið þátt í hryðjuverkum gegn Ísrael.

Hinsvegar leggja svo Ísraelar ofuráherslu á að fá hermenn sína heim, hvort sem þeir eru lífs eða liðnir. Mörg dæmi eru um að þeir hafa látið Palestínumenn lausa fyrir jarðneskar leifar hermanna sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×