Erlent

Flugvél forsætisráðherra gerð afturræk

Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks.
Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks.

Íranar neituðu að leyfa flugvél Nuris al-Malikis, forsætisráðherra Íraks, að fljúga um lofthelgi sína, í nótt. Forsætisráðherrann var á leið í opinbera heimsókn til Asíu. Flugvél hans var kominn inn í Íranska lofthelgi þegar flugmaðurinn fékk fyrirmæli um að snúa aftur og fara út úr lofthelginni.

Flugvél al-Malikis sneri þá til Dúbæ og lenti þar. Þar var beðið í þrjár klukkustundir meðan nú flugáætlun var gerð. Talsmaður forsætisráðherrans sagði að ekki væri vitað hvers vegna Íranar hefðu vísað flugvél hans úr lofthelginni.

Talsmaður Íranska utanríkisráðuneytisins gaf enga skýringu á þessu þegar hann var spurður. Hann sagði aðeins að allar flugvélar þyrftu leyfi til þess að fara um Íranska lofthelgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×