Erlent

Kommúnistar átu kanínurnar mínar

Karl Szmolinsky með eina kanínuna sína.
Karl Szmolinsky með eina kanínuna sína.

Þýski kanínuræktandinn Karl Szmolinsky hefur áhyggjur af því að háttsettir embættismenn í Norður-Kóreu hafi étið risakanínurnar sem hann seldi þeim til undaneldis, á síðasta ári. Karl hefur ræktað kanínur í 47 ár og unnið til fjölda verðlauna. Kanínurnar sem hann ræktar eru risastórar og mjög matarmiklar.

Mikil hungursneyð er í Norður-Kóreu og af góðsemi sinni seldi Karl norðamönnum tólf kanínur á stórlega niðursettu verði á síðasta ári. Ætlun hans var að ræktaður yrði stór kanínustofn til þess að lina hungursneyðina í landinu.

Samkomulag var um það að Karl færi til Norður-Kóreu til þess að fylgjast með skepnunum og gefa góð ráð. Ferðaleyfi hans hefur hinsvegar verið fresta ítrekað og honum finnst skýringarnar vera lítilfjörlegar.

Sá illi grunur hefur því læðst að kanínubóndanum að háttsettir embættismenn í Norður-Kóreska kommúnistaflokknum séu búnir að éta kanínurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×