Erlent Enn ein árásin á borgara 21 borgari er sagður hafa látið lífið í árásum Atlantshafsbandalagsins á búðir talibana í Helmand-héraði í Afganistan í morgun. Erlent 9.5.2007 12:11 Tap hjá EasyJet EasyJet, annað stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu, skilaði tapi upp á 12,7 milljónir punda, jafnvirði rétt rúmra 1,6 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er engu að síður betri afkoma en í fyrra en þá nam tap fyrirtækisins 28,9 milljónum punda, 3,7 millörðum króna.Félagið segir hærri álögur á farþega vegna síhækkandi stýrivaxta hafa skilað sér í fækkun farþega. Viðskipti erlent 9.5.2007 11:48 Allir bannfærðir Benedikt páfi sextándi segist sammála því að mexíkóskir stjórnmálamenn sem studdu lög sem leyfa fóstureyðingu verði bannfærðir. Slík lög voru sett í Mexíkóborg fyrir skömmu. Páfi lét þessi orð falla um borð í flugvél sem var að flytja hann í sína fyrstu pílagrímsferð til Suður-Ameríku. Erlent 9.5.2007 11:36 Elsku Arnold París Hilton hefur lagt blessun sína yfir bréf til Arnolds Schwarzeneggers ríkisstjóra í Kaliforníu þar sem henni er beðið griða. París hefur verið dæmd í 45 daga fangelsi í ríki Tortímandans fyrir að aka fyrst undir áhrifum og síðan próflaus. Í bréfinu er henni lýst sem fyrirmynd sem lífgi upp á gráan hversdagsleika milljóna manna. Erlent 9.5.2007 11:09 Heimskasti strokufanginn Norðmenn hafa valið heimskasta strokufanga ársins. Og það þótt það sé aðeins tæplega hálfnað. Norska útvarpið skýrði frá því að fanginn hefði strokið úr Indre Östfold fangelsinu fyrir rúmum þrem mánuðum, ásamt félaga sínum. Erlent 9.5.2007 10:46 Orðrómur um yfirtöku á Rio Tinto Gengi hlutabréfa í bresk-áströlsku námafélögunum Rio Tinto og BHP Biliton fór í methæðir við opnun kauphallarinnar í Sidney í Ástralíu í gær vegna orðróms um að BHP væri að búa sig undir að leggja fram risastórt yfirtökutilboð í Rio Tinto. Bæði félögin voru fyrr á þessu ári orðuð við hugsanlega yfirtöku á bandaríska álrisanum Alcoa. Viðskipti erlent 9.5.2007 09:58 Banaslys og lömun á trampólínum Ellefu ára norskur strákur lést og sextán ára landi hans er lamaður eftir slys á trampólínum, í gær. Að sögn lögreglunnar var ellefu ára strákurinn einn að leika sér. Hann fannst látinn við trampólín við heimili sitt. Dánarorsök verður ekki kunn fyrr en eftir krufningu. Hinn sextán ára var í fylgd með félögum sínum. Hann var að reyna að fara heljarstökk, en lenti illa á hnakkanum. Erlent 9.5.2007 09:44 Hagnaður Carlsberg umfram væntingar Danski bjórframleiðandinn Carlsberg, sem einnig framleiðir mjöð undir merkjum Tuborg, skilaði hagnaði upp á 45 milljónir danskra króna, jafnvirði 525,4 milljóna íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Þetta er umtalsvert betri afkoma en á sama tíma í fyrra en þá skilaði fyrirtækið tapi upp á 219 milljónir danskra króna, eða rúma 2,5 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 9.5.2007 09:15 Erótíkin bjargar bókasafninu Borgaryfirvöld í Vín í Austurríki hafa tekið upp á óvenjulegri aðferð til þess að afla fjár fyrir bókasöfnin. Þau réðu stúlku til þess að hvísla. Hún hvíslast á við viðskiptavini kynlífslínu sem borgin stofnaði. Erlent 8.5.2007 22:16 Árás bandarískrar herþyrlu veldur dauða íraskra barna Árás bandarískrar herþyrlu á grunaða uppreisnarmenn varð til þess að fjöldi barna lét lífið í dag. Árásin átti sér stað í Diyala héraði norðaustur af Bagdad. Þetta fullyrtu íraskar öryggissveitir. Erlent 8.5.2007 22:02 Fékk kóngulær í eyrað Læknar í Oregon í Bandaríkjunum segja enga furðu að níu ára drengur þar hafi þjáðst af eyrnaverk á dögunum, þar sem tvær köngulær höfðu hreiðrað um sig í eyra hans. Erlent 8.5.2007 19:15 Merki ekki fengið að láni Höfundur merkis Íslandshreyfingarinnar segir einskæra tilviljun að það sé sláandi líkt merki bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins ESS. Unnið hafi verið með grunnliti sjálfbærrar þróunar og hringinn sem frumform við gerð þess. Merki ESS hafi ekki verið fengið að láni við hönnunina. Erlent 8.5.2007 19:05 Von á Norður-Írlandi Ný heimastjórn tók við völdum á Norður-Írlandi í dag þegar svarnir andstæðingar sóru embættiseiða. Tæp fimm ár eru frá því að heimastjórn í héraðinu var leyst upp vegna njósnahneykslis. Sambandssinnar og mótmælendur eru vongóðir um að stjórnin haldi í þetta sinn. Erlent 8.5.2007 18:54 Portúgalska lögreglan setur upp vegatálma vegna Maddýar Portúgalska lögreglan hefur sett vegatálma í kringum smábæ í Portúgal, skammt þaðan sem hinni þriggja ára gömlu Madelene var rænt í síðustu viku. Portúgalska sjónvarpið segir að lögreglan hafi fengið vísbendingar um að þar sé maður sem hafi með sér barn sem líkist bresku telpunni. Erlent 8.5.2007 16:26 Konurnar hafa eyðilagt BBC Hinn heimsfrægi stjörnufræðingur Sir Patrick Moore segir að konur séu að eyðileggja BBC sjónvarpsstöðina. Þær séu þar nú í æðstu stöðum og framleiði ekkert nema drasl. Sir Patrick lét þessi orð falla í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin síðan hann byrjaði með sjónvarpsþátt sinn "The Sky at Night." Erlent 8.5.2007 16:17 Grunur um innherjasvik í Bandaríkjunum Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur nú til rannsóknar viðskipti með hlutabréf í Dow Jones & Co., útgáfufélagi samnefndrar fréttaveitu og viðskiptadagblaðsins Wall Street Journal. Viðskiptin fóru fram nokkru áður en fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch gerði fimm milljarða dala yfirtökutilboð í félagið á fyrsta degi maímánaðar. Viðskipti erlent 8.5.2007 15:03 Áformuðu að drepa bandaríska hermenn Sex íslamskir öfgamenn voru handteknir í gærkvöldi fyrir samsæri um að myrða bandaríska hermenn. Áform voru uppi meðal sexmenningana að drepa hermennina í Fort Dix í New Jersey, en þar eru þjálfunarbúðir fyrir hermenn. Fréttastofa CNN hefur þetta eftir dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Erlent 8.5.2007 14:43 Hefur þú heyrt þennan? Það er sjaldan létt yfir fundum milli herforingja Norður- og Suður-Kóreu. Oftast er þar skipst á ásökunum og svívirðingum. Fulltrúar Suður-Kóreu vissu því varla hvernig þeir áttu að bregðast við þegar yfirsamningamaður norðanmanna byrjaði fund í dag á því að segja brandara. Brandarinn fjallaði náttúrlega um George Bush. Erlent 8.5.2007 14:21 Eins og 150 sólir spryngju - jörðin væri horfin Stjörnufræðingar hafa náð myndum af stærstu og skærustu sprengistjörnu sem þeir hafa nokkrusinnum séð. Stjarnan sem sprakk er 150 sinnum stærri en sólin. Kraftinn er hreinlega ekki hægt að ímynda sér. Sem betur fer er stjarnan 240 milljón ljósár frá jörðinni, og hún því ekki í neinni hættu. Erlent 8.5.2007 13:28 Enn slegist á taívanska þinginu Það var handagangur í öskjunni á taívanska þinginu í morgun þegar stjórnarþingmenn reyndu að koma í veg fyrir að þingforsetinn kæmist í sæti sitt. Það embætti skipar einn þekktasti þingmaður stjórnarandstöðunnar í Taívan, sem hefur nauman meirihluta á þingi og minnihlutastjórn við völd. Erlent 8.5.2007 12:30 Englandsdrottning í Hvíta húsinu Það voru prúðbúnir gestir sem settust til borðs þegar stórveisla var haldin í Hvíta húsinu í Washington í gær. Heiðursgesturinn var Elísabet Englandsdrottning. Slegist hafði verið um hvert sæti við veisluborðin enda vildu margir mætir Bandaríkjamenn blanda geði við drottninguna. Erlent 8.5.2007 12:23 Svarnir andstæðingar sóru embættiseiða Heimastjórn tók til starfa á ný á Norður-Írlandi í morgun þegar svarnir andstæðingar sóru eiða í Stormont kastala. Tæp fimm ár eru frá því að heimastjórnin var aflögð vegna njósnahneykslis og málefni Norður-Íra færð í hendur ráðherra í Lundúnum. Erlent 8.5.2007 12:03 Lánshæfiseinkunnir Alcoa og Alcan lækkaðar Alþjóðalegu matsfyrirtækin Fitch Ratings, Moody's og Standard & Poor's segja öll að svo geti farið að lánshæfiseinkunnir álfyrirtækjanna Alcoa og Alcan verði lækkaðar nokkuð, allt upp undir þrjá flokka, í kjölfar þess að fyrirtækin eru komin í yfirtökuferli. Viðskipti erlent 8.5.2007 10:24 Göran Persson almannatengill Göran Persson fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar hefur fengið nýtt starf sem almannatengill. Hann mun hefja störf hjá almannatengslaskrifstofunni JKL hinn fyrsta ágúst næstkomandi. JKL mun vera ein af stærstu stofum Norðurlanda á þessu sviði. Erlent 8.5.2007 09:30 Reuters í yfirtökuviðræðum Breska fréttastofan Reuters hefur staðfest að það eigi í samrunaviðræðum við kanadíska upplýsingatæknifyrirtækið Thomson. Thomson er sagt íhuga að leggja fram yfirtökutilboð í Reuters sem hljóðar upp á 8,8 milljarða punda, jafnvirði 1.117 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 8.5.2007 09:17 Stærsta sprengistjarna sem sést hefur Risastór sprengistjarna, sem er sú bjartasta sem vísindamenn hafa nokkru sinni séð, hefur leitt til þess að vísindamenn velta nú fyrir sér hvort að möguleiki sé á því að slík stjarna eigi eftir að sjást mun nær jörðu á næstunni. Vísindamenn hjá NASA skýrðu frá því í dag að þeir hefðu séð sprengistjörnuna. Fyrst var tekið eftir henni síðastliðið haust og hafa þeir fylgst með henni síðan. Erlent 7.5.2007 23:15 Yfir 20 létu lífið í Ramadi í Írak í dag Tvær sjálfsmorðssprengingar urðu að minnsta kosti 20 manns að bana og særðu yfir 40 nálægt borginni Ramadi í Írak í dag. Fyrri árásin átti sér stað á markaði og sú seinni í nánd við varðstöð lögreglu. Erlent 7.5.2007 22:54 Zille segir flokk sinn ekki of hvítan Nýkjörinn leiðtogi Bandalags demókrata í Suður-Afríku, Helen Zille, neitaði því í dag flokkur hennar sé of hvítur og of miðstéttarsinnaður. Zille, sem er borgarstjóri í Höfðaborg, sagði að minnsta kosti helmingur þeirra sem kusu hana sem leiðtoga í gær hefðu ekki verið hvítir. Hún segir ásakanirnar vera áróður ANC flokksins, sem er við völd í Suður-Afríku. Erlent 7.5.2007 22:36 Hermann fallinn í fjórða sinn Charlton féll í kvöld úr ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 tap gegn Tottenham á heimavelli sínum. Hermann Hreiðarsson var í liði Charlton í kvöld og þarf nú að bíta í það súra epli að falla úr efstu deild á Englandi í fjórða sinn á ferlinum. Dimitar Berbatov kom gestunum yfir í byrjun leiks og Jermain Defoe innsiglaði sigurinn á lokamínútunum. Þessi úrslit þýða jafnframt að Fulham er öruggt með að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. Erlent 7.5.2007 22:02 592 handteknir vegna mótmæla í Frakklandi Franska lögreglan handtók alls 592 einstaklinga um land allt vegna mótmæla í gær. Mótmælin voru vegna sigurs Sarkozy í frönsku forsetakosningunum. Lögreglan sagði einnig að kveikt hefði verið í 730 bifreiðum og að 28 lögregluþjónar hefðu slasast í átökum við mótmælendur. Lögreglan beitt táragasi í átökunum. Barist var í París, Toulouse, Marseille og Lyon. Erlent 7.5.2007 21:55 « ‹ 114 115 116 117 118 119 120 121 122 … 334 ›
Enn ein árásin á borgara 21 borgari er sagður hafa látið lífið í árásum Atlantshafsbandalagsins á búðir talibana í Helmand-héraði í Afganistan í morgun. Erlent 9.5.2007 12:11
Tap hjá EasyJet EasyJet, annað stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu, skilaði tapi upp á 12,7 milljónir punda, jafnvirði rétt rúmra 1,6 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er engu að síður betri afkoma en í fyrra en þá nam tap fyrirtækisins 28,9 milljónum punda, 3,7 millörðum króna.Félagið segir hærri álögur á farþega vegna síhækkandi stýrivaxta hafa skilað sér í fækkun farþega. Viðskipti erlent 9.5.2007 11:48
Allir bannfærðir Benedikt páfi sextándi segist sammála því að mexíkóskir stjórnmálamenn sem studdu lög sem leyfa fóstureyðingu verði bannfærðir. Slík lög voru sett í Mexíkóborg fyrir skömmu. Páfi lét þessi orð falla um borð í flugvél sem var að flytja hann í sína fyrstu pílagrímsferð til Suður-Ameríku. Erlent 9.5.2007 11:36
Elsku Arnold París Hilton hefur lagt blessun sína yfir bréf til Arnolds Schwarzeneggers ríkisstjóra í Kaliforníu þar sem henni er beðið griða. París hefur verið dæmd í 45 daga fangelsi í ríki Tortímandans fyrir að aka fyrst undir áhrifum og síðan próflaus. Í bréfinu er henni lýst sem fyrirmynd sem lífgi upp á gráan hversdagsleika milljóna manna. Erlent 9.5.2007 11:09
Heimskasti strokufanginn Norðmenn hafa valið heimskasta strokufanga ársins. Og það þótt það sé aðeins tæplega hálfnað. Norska útvarpið skýrði frá því að fanginn hefði strokið úr Indre Östfold fangelsinu fyrir rúmum þrem mánuðum, ásamt félaga sínum. Erlent 9.5.2007 10:46
Orðrómur um yfirtöku á Rio Tinto Gengi hlutabréfa í bresk-áströlsku námafélögunum Rio Tinto og BHP Biliton fór í methæðir við opnun kauphallarinnar í Sidney í Ástralíu í gær vegna orðróms um að BHP væri að búa sig undir að leggja fram risastórt yfirtökutilboð í Rio Tinto. Bæði félögin voru fyrr á þessu ári orðuð við hugsanlega yfirtöku á bandaríska álrisanum Alcoa. Viðskipti erlent 9.5.2007 09:58
Banaslys og lömun á trampólínum Ellefu ára norskur strákur lést og sextán ára landi hans er lamaður eftir slys á trampólínum, í gær. Að sögn lögreglunnar var ellefu ára strákurinn einn að leika sér. Hann fannst látinn við trampólín við heimili sitt. Dánarorsök verður ekki kunn fyrr en eftir krufningu. Hinn sextán ára var í fylgd með félögum sínum. Hann var að reyna að fara heljarstökk, en lenti illa á hnakkanum. Erlent 9.5.2007 09:44
Hagnaður Carlsberg umfram væntingar Danski bjórframleiðandinn Carlsberg, sem einnig framleiðir mjöð undir merkjum Tuborg, skilaði hagnaði upp á 45 milljónir danskra króna, jafnvirði 525,4 milljóna íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Þetta er umtalsvert betri afkoma en á sama tíma í fyrra en þá skilaði fyrirtækið tapi upp á 219 milljónir danskra króna, eða rúma 2,5 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 9.5.2007 09:15
Erótíkin bjargar bókasafninu Borgaryfirvöld í Vín í Austurríki hafa tekið upp á óvenjulegri aðferð til þess að afla fjár fyrir bókasöfnin. Þau réðu stúlku til þess að hvísla. Hún hvíslast á við viðskiptavini kynlífslínu sem borgin stofnaði. Erlent 8.5.2007 22:16
Árás bandarískrar herþyrlu veldur dauða íraskra barna Árás bandarískrar herþyrlu á grunaða uppreisnarmenn varð til þess að fjöldi barna lét lífið í dag. Árásin átti sér stað í Diyala héraði norðaustur af Bagdad. Þetta fullyrtu íraskar öryggissveitir. Erlent 8.5.2007 22:02
Fékk kóngulær í eyrað Læknar í Oregon í Bandaríkjunum segja enga furðu að níu ára drengur þar hafi þjáðst af eyrnaverk á dögunum, þar sem tvær köngulær höfðu hreiðrað um sig í eyra hans. Erlent 8.5.2007 19:15
Merki ekki fengið að láni Höfundur merkis Íslandshreyfingarinnar segir einskæra tilviljun að það sé sláandi líkt merki bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins ESS. Unnið hafi verið með grunnliti sjálfbærrar þróunar og hringinn sem frumform við gerð þess. Merki ESS hafi ekki verið fengið að láni við hönnunina. Erlent 8.5.2007 19:05
Von á Norður-Írlandi Ný heimastjórn tók við völdum á Norður-Írlandi í dag þegar svarnir andstæðingar sóru embættiseiða. Tæp fimm ár eru frá því að heimastjórn í héraðinu var leyst upp vegna njósnahneykslis. Sambandssinnar og mótmælendur eru vongóðir um að stjórnin haldi í þetta sinn. Erlent 8.5.2007 18:54
Portúgalska lögreglan setur upp vegatálma vegna Maddýar Portúgalska lögreglan hefur sett vegatálma í kringum smábæ í Portúgal, skammt þaðan sem hinni þriggja ára gömlu Madelene var rænt í síðustu viku. Portúgalska sjónvarpið segir að lögreglan hafi fengið vísbendingar um að þar sé maður sem hafi með sér barn sem líkist bresku telpunni. Erlent 8.5.2007 16:26
Konurnar hafa eyðilagt BBC Hinn heimsfrægi stjörnufræðingur Sir Patrick Moore segir að konur séu að eyðileggja BBC sjónvarpsstöðina. Þær séu þar nú í æðstu stöðum og framleiði ekkert nema drasl. Sir Patrick lét þessi orð falla í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin síðan hann byrjaði með sjónvarpsþátt sinn "The Sky at Night." Erlent 8.5.2007 16:17
Grunur um innherjasvik í Bandaríkjunum Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur nú til rannsóknar viðskipti með hlutabréf í Dow Jones & Co., útgáfufélagi samnefndrar fréttaveitu og viðskiptadagblaðsins Wall Street Journal. Viðskiptin fóru fram nokkru áður en fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch gerði fimm milljarða dala yfirtökutilboð í félagið á fyrsta degi maímánaðar. Viðskipti erlent 8.5.2007 15:03
Áformuðu að drepa bandaríska hermenn Sex íslamskir öfgamenn voru handteknir í gærkvöldi fyrir samsæri um að myrða bandaríska hermenn. Áform voru uppi meðal sexmenningana að drepa hermennina í Fort Dix í New Jersey, en þar eru þjálfunarbúðir fyrir hermenn. Fréttastofa CNN hefur þetta eftir dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Erlent 8.5.2007 14:43
Hefur þú heyrt þennan? Það er sjaldan létt yfir fundum milli herforingja Norður- og Suður-Kóreu. Oftast er þar skipst á ásökunum og svívirðingum. Fulltrúar Suður-Kóreu vissu því varla hvernig þeir áttu að bregðast við þegar yfirsamningamaður norðanmanna byrjaði fund í dag á því að segja brandara. Brandarinn fjallaði náttúrlega um George Bush. Erlent 8.5.2007 14:21
Eins og 150 sólir spryngju - jörðin væri horfin Stjörnufræðingar hafa náð myndum af stærstu og skærustu sprengistjörnu sem þeir hafa nokkrusinnum séð. Stjarnan sem sprakk er 150 sinnum stærri en sólin. Kraftinn er hreinlega ekki hægt að ímynda sér. Sem betur fer er stjarnan 240 milljón ljósár frá jörðinni, og hún því ekki í neinni hættu. Erlent 8.5.2007 13:28
Enn slegist á taívanska þinginu Það var handagangur í öskjunni á taívanska þinginu í morgun þegar stjórnarþingmenn reyndu að koma í veg fyrir að þingforsetinn kæmist í sæti sitt. Það embætti skipar einn þekktasti þingmaður stjórnarandstöðunnar í Taívan, sem hefur nauman meirihluta á þingi og minnihlutastjórn við völd. Erlent 8.5.2007 12:30
Englandsdrottning í Hvíta húsinu Það voru prúðbúnir gestir sem settust til borðs þegar stórveisla var haldin í Hvíta húsinu í Washington í gær. Heiðursgesturinn var Elísabet Englandsdrottning. Slegist hafði verið um hvert sæti við veisluborðin enda vildu margir mætir Bandaríkjamenn blanda geði við drottninguna. Erlent 8.5.2007 12:23
Svarnir andstæðingar sóru embættiseiða Heimastjórn tók til starfa á ný á Norður-Írlandi í morgun þegar svarnir andstæðingar sóru eiða í Stormont kastala. Tæp fimm ár eru frá því að heimastjórnin var aflögð vegna njósnahneykslis og málefni Norður-Íra færð í hendur ráðherra í Lundúnum. Erlent 8.5.2007 12:03
Lánshæfiseinkunnir Alcoa og Alcan lækkaðar Alþjóðalegu matsfyrirtækin Fitch Ratings, Moody's og Standard & Poor's segja öll að svo geti farið að lánshæfiseinkunnir álfyrirtækjanna Alcoa og Alcan verði lækkaðar nokkuð, allt upp undir þrjá flokka, í kjölfar þess að fyrirtækin eru komin í yfirtökuferli. Viðskipti erlent 8.5.2007 10:24
Göran Persson almannatengill Göran Persson fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar hefur fengið nýtt starf sem almannatengill. Hann mun hefja störf hjá almannatengslaskrifstofunni JKL hinn fyrsta ágúst næstkomandi. JKL mun vera ein af stærstu stofum Norðurlanda á þessu sviði. Erlent 8.5.2007 09:30
Reuters í yfirtökuviðræðum Breska fréttastofan Reuters hefur staðfest að það eigi í samrunaviðræðum við kanadíska upplýsingatæknifyrirtækið Thomson. Thomson er sagt íhuga að leggja fram yfirtökutilboð í Reuters sem hljóðar upp á 8,8 milljarða punda, jafnvirði 1.117 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 8.5.2007 09:17
Stærsta sprengistjarna sem sést hefur Risastór sprengistjarna, sem er sú bjartasta sem vísindamenn hafa nokkru sinni séð, hefur leitt til þess að vísindamenn velta nú fyrir sér hvort að möguleiki sé á því að slík stjarna eigi eftir að sjást mun nær jörðu á næstunni. Vísindamenn hjá NASA skýrðu frá því í dag að þeir hefðu séð sprengistjörnuna. Fyrst var tekið eftir henni síðastliðið haust og hafa þeir fylgst með henni síðan. Erlent 7.5.2007 23:15
Yfir 20 létu lífið í Ramadi í Írak í dag Tvær sjálfsmorðssprengingar urðu að minnsta kosti 20 manns að bana og særðu yfir 40 nálægt borginni Ramadi í Írak í dag. Fyrri árásin átti sér stað á markaði og sú seinni í nánd við varðstöð lögreglu. Erlent 7.5.2007 22:54
Zille segir flokk sinn ekki of hvítan Nýkjörinn leiðtogi Bandalags demókrata í Suður-Afríku, Helen Zille, neitaði því í dag flokkur hennar sé of hvítur og of miðstéttarsinnaður. Zille, sem er borgarstjóri í Höfðaborg, sagði að minnsta kosti helmingur þeirra sem kusu hana sem leiðtoga í gær hefðu ekki verið hvítir. Hún segir ásakanirnar vera áróður ANC flokksins, sem er við völd í Suður-Afríku. Erlent 7.5.2007 22:36
Hermann fallinn í fjórða sinn Charlton féll í kvöld úr ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 tap gegn Tottenham á heimavelli sínum. Hermann Hreiðarsson var í liði Charlton í kvöld og þarf nú að bíta í það súra epli að falla úr efstu deild á Englandi í fjórða sinn á ferlinum. Dimitar Berbatov kom gestunum yfir í byrjun leiks og Jermain Defoe innsiglaði sigurinn á lokamínútunum. Þessi úrslit þýða jafnframt að Fulham er öruggt með að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. Erlent 7.5.2007 22:02
592 handteknir vegna mótmæla í Frakklandi Franska lögreglan handtók alls 592 einstaklinga um land allt vegna mótmæla í gær. Mótmælin voru vegna sigurs Sarkozy í frönsku forsetakosningunum. Lögreglan sagði einnig að kveikt hefði verið í 730 bifreiðum og að 28 lögregluþjónar hefðu slasast í átökum við mótmælendur. Lögreglan beitt táragasi í átökunum. Barist var í París, Toulouse, Marseille og Lyon. Erlent 7.5.2007 21:55