Erlent

Göran Persson almannatengill

Óli Tynes skrifar
Göran Persson og Mona Sahlin, á góðri stundu.
Göran Persson og Mona Sahlin, á góðri stundu.

Göran Persson fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar hefur fengið nýtt starf sem almannatengill. Hann mun hefja störf hjá almannatengslaskrifstofunni JKL hinn fyrsta ágúst næstkomandi. JKL mun vera ein af stærstu stofum Norðurlanda á þessu sviði.

Einn af framkvæmdastjórum JKL segir að Persson sé draumastarfsmaður. Fyrirtækið starfi á landamærum atvinnulífs og stjórnmála og því sé mikilvægt að hafa starfsfólk sem þekki til beggja vegna landamæranna. Enginn geri það betur en Göran Persson.

Persson segir að hann vilji gjarnan vinna á þessum landamærum. Hann verði þó að stíga varlega til jarðar. Það væri til dæmis ekki ásættanlegt að reyndi að hafa áhrif á fólk sem hann hefði unnið með, eða jafnvel skipað í embætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×