Erlent

Elsku Arnold

Óli Tynes skrifar
París Hilton
París Hilton

París Hilton hefur lagt blessun sína yfir bréf til Arnolds Schwarzeneggers ríkisstjóra í Kaliforníu þar sem henni er beðið griða. París hefur verið dæmd í 45 daga fangelsi í ríki Tortímandans fyrir að aka fyrst undir áhrifum og síðan próflaus. Í bréfinu er henni lýst sem fyrirmynd sem lífgi upp á gráan hversdagsleika milljóna manna.

Þar að auki gefi hún milljónum ungra Bandaríkjamanna von um betra líf. Í bréfinu segir einnig að fyrst Gerald Ford hafi í hjarta sínu fundið ástæðu til þess að náða Richard Nixon, hljóti að vera hægt að fyrirgefa París mistök hennar.

Lögfræðingar Parísar hafa raunar sagt að dóminum verði áfrýjað. Hann sé fáránlega óréttlátur. Blaðafulltrúi Schwarzeneggers segir að ríkisstjórinn skipti sér aldrei af dómsmálum fyrr en öll lagaleg úrræði reynd til þrautar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×