Erlent

Fréttamynd

Gabb í beinni útsendingu

Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Þetta kom fram á lokamínútum þáttarins í hollensku sjónvarpi í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

G8 mótmæli í dag

Mótmælendur víða að streyma nú til hafnarborgarinnar Rostock í norðurhluta Þýskalands þar sem leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda í næstu viku. 13 þúsund lögreglumenn eru í viðbragðsstöðu í borginni en búist er við allt að hundrað þúsund mótmælendum í dag. Mótmæli eru einnig fyrirhuguð í Lundúnum í dag og hafa mótmælendur safnast þangað í stórum hópum í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Frakkar vilja senda herlið til Tsjad

Frakkar íhuga nú að biðja aðildarlönd í Evrópusambandinu um að senda allt að 12.000 hermenn til Tsjad til þess að aðstoða flóttamenn frá Darfúr-héraði Súdan. Talsmaður franska utanríkisráðuneytsins staðfesti í morgun að það væri að reyna að safna utanríkisráðherrum G8 ríkjanna, auk þess kínverska, fyrir viðræður um ástandið í Darfúr.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar gera lítið úr auknum hernaðarumsvifum

Kínverjar freistuðu þess að róa Bandaríkjamenn á herráðstefnu sem fram fer í Singapore í dag. Þar sagði talsmaður kínverska hersins að stækkun hans væri eingöngu í varnartilgangi og að þeir ætluðu sér ekki að ráðast gegn neinu landi. Á meðal hlustenda var Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælendur fjölmenna til Rostock vegna G8 fundar

Mótmælendur komu sér fyrir í þýsku borginni Rostock í morgun til þess að mótmæla fundi G8 ríkja sem fram fer í Heiligendamm, smáþorpi rétt hjá Rostock, í byrjun næstu viku. Lögregla býst við allt að 100.000 mótmælendum en 40 samkomur á þeirra vegum verða haldnar víðsvegar um borgina um helgina. Búist er við því að mótmælin fari friðsamlega fram.

Erlent
Fréttamynd

Varaforsætisráðherra Kína látinn

Húang Jú, varaforsætisráðherra Kína, lést í gær, sextíu og átta ára að aldri. Ekki hefur verið greint frá því formlega hvert banamein hans var en vitað er að hann hafði þjáðst af krabbameini síðan í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Kastró hefur að mestu náð sér

Fídel Kastró, forseti Kúbu, hefur náð sér að mestu eftir magaaðgerði í fyrra. Þetta segir Ricardo Alarcon, þingforseti landsins. Þetta upplýsti hann í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð. Hann gaf þó ekkert upp um hvenær Kastró tæki aftur við stórnartaumunum.

Erlent
Fréttamynd

Samþykktu þingkosningar í haust

Úkraínska þingið samþykkti í gær lagabreytingar sem gera það mögulegt að boða til þingkosninga í haust, nokkru fyrr en áætlað var. Viktor Júsjenkó, forseti, og Viktor Janúkóvits, forsætisráðherra, hafa samið um að kosið verði þrítugasta september næstkomandi. Ráðamennirnir hafa eldað grátt silfur síðan þeir börðust hatrammlega um forsetaembættið 2004.

Erlent
Fréttamynd

Hart barist í Líbanon

Líbanski herinn hélt í morgun áfram árásum á palestínskar flóttamannabúðir í norðurhluta Líbanons. Stjórnvöld í Beirút vilja með aðgerðum sínum knýja fram uppgjöf liðsmanna Fatah al-Islam samtakanna sem halda til í búðunum. Samtökin eru sögð nátengd al-Kaída hryðjuverkasamtökunum.

Erlent
Fréttamynd

Nýrnaþátturinn var gabb

Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Þetta kom fram á lokamínútum þáttarins í hollensku sjónvarpi í gærkvöldi. Sú dauðvona reyndist heilsuhraust leikkona en keppendur hins vegar raunverulegir sjúklingar. Þeir vissu þó af gabbinu áður en þeir samþykktu að taka þátt.

Erlent
Fréttamynd

Sérhanna barn til lækninga

Richardsson-hjónin í Svíþjóð eygja nú von í baráttu fjögurra ára sonar þeirra við alvarlegan arfgengan sjúkdóm. Þau hafa fyrst Svía fengið leyfi að velja fósturvísa til að sérhanna barn til glasafrjóvgunar. Íslenskur kvensjúkdómalæknir segir Vísindasiðanefnd ákveða hvort slíkt yrði leyft hér.

Erlent
Fréttamynd

Með kúlu í höfðinu í 64 ár

Læknar í Kína fjarlægðu á dögunum þriggja sentimetra langa byssukúlu úr höfuðkúpu tæplega áttræðrar konu. Kúlan hafði setið þar föst í 64 ár.

Erlent
Fréttamynd

Velta minni eftir bann

Reykingabann á opinberum stöðum er í gildi víða. Bannið hefur haft áhrif á veltu veitingastaða í Noregi og knæpurekstur í dreifbýli á Írlandi.

Erlent
Fréttamynd

Skelfilegt kjarnorkuslys vofir yfir Evrópu

Gríðarstórir geymar fullir af notuðum eldsneytis-stjórnstöngum úr vélum rússneskra kjarnorkukafbáta geta sprungið hvenær sem er. Þeir eru aðeins 50 kílómetra frá landamærunum við Noreg. Það yrði hrein kjarnorkumatröð, margfallt verri en kjarnorkuslysið í Chernobyl á sínum tíma.

Erlent
Fréttamynd

Venesúelska sjónvarpsstöðin sendir út á YouTube

Venesúelska sjónvarpsstöðin RCTV sendir nú fréttaþátt sinn "El Observador" út á YouTube. Þannig fundu stjórnendur hennar leið til að koma efni fréttamanna til hluta áhorfenda sinna, þrátt fyrir að hafa misst útsendingarleyfið. Hugo Chavez forseti hafnaði endurnýjun leyfisins sem rann út á sunnudag. Fjöldamótmæli hafa verið haldin á götum Venesúela vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Lucy in the Sky er fundin

Bresk kona sagði í dag að hún hafi verið innblástur Johns Lennon að laginu Lucy in the Sky with Diamonds. Margir aðdáendur Bítlanna hafa talið að nafnið hafi verið lítt dulin lofgjörð um ofskynjunarlyfið LSD. Vegna þess var skífan ritskoðuð í mörgum íhaldssamari löndum og laginu um Lucy sleppt. Það var t.d. gert víða í Asíu.

Erlent
Fréttamynd

Átökin í Líbanon: Hræðilegt ástand í flóttamannabúðum

Mannúðarsamtök segja ástandið í palestínsku flóttamannabúðunum Nahr al-Bared í Líbanon vera hræðilegt. Ekkert lát er á átökum meðlima hryðjuverkasamtakanna Fatah al-Islam og líbanskra hermanna sem staðið hafa í 13 daga. Sameinuðu þjóðirnar segja 31 þúsund manns vera innilokaða í búðunum, en 25 þúsund hafi flúið. Mannúðarsamtök segja ástandið hræðilegt. Um 80 manns hafa látið lífið í átökunum.

Erlent
Fréttamynd

Belja í fjöldagröf

Bosnískur bóndi á í málaferlum við yfirvöld vegna belju sinnar. Hann segir að hún hafi drukknað í fjöldagröf sem yfirvöldum hafði láðst að fylla uppí eftir að líkin höfðu verið fjarlægð. Í gröfinni voru lík 50 múslima sem Serbar myrtu í Bosníustríðinu. Bóndinn segir að uxakleggi hafi stungið beljuna sem hafi brugðið svo að hún stökk út í vatnsfyllta fjöldagröfina. Uxakleggi er flugnategund sem leggst á nautgripi.

Erlent
Fréttamynd

Fréttamaður BBC segist við góða heilsu

Breski fréttamaðurinn Alan Johnston sagði að ræningjar hans hafi komið vel fram við sig, í myndbandsupptöku á netinu, sem sýnd var í dag. Upptakan var ekki dagsett. Johnston var rænt á Gazaströndinni 12. mars síðastliðinn. Hann er fréttamaður BBC. Ræningjar hans kalla sig Her islams. Þeir krefjast þess að múslimar í breskum fangelsum verði látnir lausir í skiptum fyrir Johnston.

Erlent
Fréttamynd

Dell segir upp 7.000 manns

Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell hefur ákveðið að segja upp allt að 7.000 manns á heimsvísu í hagræðingarskyni. Þetta jafngildir því að 10 prósentum af starfsliði fyrirtækisins fær uppsagnarbréf á næstunni. Þrátt fyrir þetta batnaði hagnaður fyrirtækisins á fyrsta fjórðungi ársins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skoða sölu á Dow Jones

Bandaríska Bancroft-fjölskyldan, sem á meirihluta í útgáfufélaginu Dow Jones og gefur meðal annars út samnefnda fréttaveitu og dagblaðið Wall Street Journal, segist munu hugleiða yfirtökutilboð fjölmiðlajöfursins Ruperts Murdoch í félagið. Hún muni sömuleiðis skoða önnur tilboð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bush hvetur til langtímamarkmiða gegn hlýnun jarðar

Bandaríkjamenn hvetja þjóðir heims að samþykkja langtímaáætlun gegn losun gróðurhúsalofttegunda. George Bush Bandaríkjaforseti sagðist í dag stefna á fund með 14 öðrum þjóðum sem losa hvað mest af gróðurhúsalofttegundum. Þeirra á meðal eru nokkur þróunarlönd. Með fundinum vill Bush setja markmið sem hamla hlýnun jarðar.

Erlent
Fréttamynd

Tyrkneska þingið samþykkir umbætur á stjórnarskrá

Tyrkneska þingið samþykkti í dag umdeildar umbætur á stjórnarskrá landsins. Með því sniðgekk þingið neitun forsetans Ahmec Necdet Sezer. Hann hafði beitt neitunarvaldi gegn umbótunum sem meðal annars fela í sér að forsetinn verði kosinn beint af kjósendum, en ekki þinginu. Umbæturnar eru ætlaðar til að binda enda á pólitíska krísu í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Yfirmaður NASA blæs á loftslagsbreytingar

Yfirmaður bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, segir að það sé hrokafullt að skilgreina loftslagsbreytingar sem vandamál sem þurfi að takast á við. Dr. Micael Griffin lét þessi orð falla í útvarpsviðtali í Bandaríkjunum. Hann kvaðst ekki draga í efa að loftslagið væri að breytast.

Erlent
Fréttamynd

Bretar samþykkja lyf gegn tóbaksfíkn

Einum mánuði áður en tóbaksbann tekur gildi í Bretlandi hefur nýtt lyf gegn tóbaksfíkn verið samþykkt og er nú fáanlegt í gegnum heilbrigðisyfirvöld. Pillan Champix er tekin tvisvar á dag. Rannsóknir sýna að eftir 12 vikur reynist lyfið tvöfalt áhrifaríkara gegn fíkninni en nikótíntyggjó og lyfið Zyban sem fæst meðal annars á Íslandi.

Erlent
Fréttamynd

Hvernig var Rúdí ?

Þýski múrarinn Werner Brenner þoldi ekki Rúdí, naggrísinn sem kærastan hans hún Lara Hochner var alltaf að kela við. Þau Lara voru búin að vera saman í þrjú ár og rifrildum þeirra um Rúdí fjölgaði stöðugt. Werner fannst Lara sýna Rúdí miklu meiri ást og umhyggju en sjálfum sér. Loks var svo illa komið að það stefndi í sambandsslit.

Lífið
Fréttamynd

Alltaf eru Danir ráðagóðir

Í lögum um reykingabann á dönskum veitingahúsum segir að ef veitingastaðurinn sé yfir 40 fermetrar, séu reykingar bannaðar. Þó er heimilt að útbúa þar sérstakt reykherbergi. Þetta gladdi mjög veitingamann á Vesterbrogade í Kaupmannahöfn. Hann á veitingastað sem er 200 fermetrar. Hann er nú að innrétta 50 fermetra matsal og 150 fermetra reykherbergi.

Erlent
Fréttamynd

Ítalskir fangar vilja dauðadóma

Hundruðir fanga sem sitja lífstíðardóma í ítölskum fangelsum hafa farið fram á það við stjórnvöld að þau taki aftur upp dauðadóma. Bréf fanganna þess efnis var sent forsetanum Giorgio Napolitano og birt í dagblaðinu La Republica. Næstum 1.300 fangar með lífstíðardóma sitja nú í ítölskum fangelsum. Rúmlega 200 þeirra hafa setið inni í meira en tvo áratugi.

Erlent
Fréttamynd

Bandarískur hagvöxtur undir væntingum

Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er minnsti hagvöxtur á einum ársfjóðungi sem mælst hefur vestanhafs í rúm fjögur ár enda talsvert undir væntingum.

Viðskipti erlent