Erlent

Samþykktu þingkosningar í haust

Úkraínska þingið samþykkti í gær lagabreytingar sem gera það mögulegt að boða til þingkosninga í haust, nokkru fyrr en áætlað var. Viktor Júsjenkó, forseti, og Viktor Janúkóvits, forsætisráðherra, hafa samið um að kosið verði þrítugasta september næstkomandi. Ráðamennirnir hafa eldað grátt silfur síðan þeir börðust hatrammlega um forsetaembættið 2004.

Deilur þeirra hörnuðu í apríl síðastliðnum þegar Júsjenkó fyrirskipaði að þing skyldi leyst upp þar sem samsteypustjórn Janúkóvits væri að reyna að hrifsa til sín öll völd í landinu. Ríkisstjórnin viðurkenndi ekki ákvörðun forsetans og barðist gegn henni. Niðurstaðan er svo þingkosningarnar eftir tæpa fjóra mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×