Erlent

Belja í fjöldagröf

Óli Tynes skrifar
Kunna beljur ekki að synda ?
Kunna beljur ekki að synda ?

Bosnískur bóndi á í málaferlum við yfirvöld vegna belju sinnar. Hann segir að hún hafi drukknað í fjöldagröf sem yfirvöldum hafði láðst að fylla uppí eftir að líkin höfðu verið fjarlægð. Í gröfinni voru lík 50 múslima sem Serbar myrtu í Bosníustríðinu. Bóndinn segir að uxakleggi hafi stungið beljuna sem hafi brugðið svo að hún stökk út í vatnsfyllta fjöldagröfina. Uxakleggi er flugnategund sem leggst á nautgripi.

Bóndinn var búinn að fá sér dæmdar bætur vegna hinnar fjörsvæfðu belju. Saksóknarar sem sjá um uppgröft á fjöldagröfum hafa hinsvegar áfrýjað. Þá grunar að beljan hafi þegar verið dauð og að bóndinn hafi dregið hana út í gröfina til þess að reyna að svíkja sér fé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×