Viðskipti erlent

Bandarískur hagvöxtur undir væntingum

Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er minnsti hagvöxtur á einum ársfjóðungi sem mælst hefur vestanhafs í rúm fjögur ár enda talsvert undir væntingum.

Gert hafði verið ráð fyrir vexti upp á 0,8 til 1,3 prósent á tímabilinu. En mikill innflutningur og samdráttur á fasteignamarkaði setti skarð í reikninginn. Einkaneysla jókst á sama tíma um 4,4 prósent á milli ára.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir greinendum að botninum sé náð og sé gert ráð fyrir öllu betri hagvexti á öðrum ársfjórðungi, eða allt frá 2,5 til 3 prósenta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×