Erlent

Fréttamynd

Sarkozy efast um afturhvarf til Kalda stríðsins

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði við fréttamenn á leiðtogafundi G8 ríkjanna í Heiligendamm í Þýskalandi í dag, að hann hefði enga trú á því Vladimir Putin, forseti Rússlands, vildi snúa aftur til tíma Kalda stríðsins.

Erlent
Fréttamynd

Kosovo tilbúið að lýsa yfir sjálfstæði

Stjórnvöld í Kosovo eru reiðubúin til þess að lýsa einhliða yfir sjálfstæði héraðsins. Á sama tíma hvetja þau Vesturlönd til þess að boða til atkvæðagreiðslu um málið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir að Rússar eigi að öllum líkindum eftir beita neitunarvaldi gegn slíkri stuðningsyfirlýsingu.

Erlent
Fréttamynd

Háhraða laxaferja

Fyrirtækið Drammen havn í Noregi hefur pantað laxaflutningaferju sem er svo hraðskreið að hún er helmingi fljótari frá Noregi til Frakklands en flutningabílar. Ferjan á að flytja ferskan lax frá Drammen til Boulogne sur Mer í Frakklandi. Á heimleiðinni flytur hún ferska ávexti og grænmeti.

Erlent
Fréttamynd

Putin býður samstarf um eldflaugavarnir

Vladimir Putin og George Bush virðast hafa náð eitthvað saman um eldflaugavarnarkerfið sem Bandaríkjamenn hyggjast setja upp í Austur-Evrópu. Eftir fund með Bush í Þýskalandi höfðu rússneskar fréttastofur eftir Putin að honum fyndist að Bandaríkin og Rússland ættu að nota ratsjárkerfi í Azerbadjan til þess að reisa eldflaugavarnaskjöld sem næði yfir alla Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Fannst eftir tæpt ár

Lögreglan í Connecticut í Bandaríkjunum fann í gær 15 ára unglingsstúlku sem hvarf fyrir tæpu ári. Stúlkan var enn á lífi en töluvert þjökuð. Henni hafði verið haldið í gíslingu í litlu herbergi undir stiga á heimili pars sem foreldrar stúlkunnar þekktu. Stúlkan hafði nokkrum sinnum reynt að strjúka að heiman áður en hún hvarf sporlaust í júní í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Varnar- og umhverfismál ber hæst

Búist er við að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands ræði umdeilt eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu einslega í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims hefja tveggja daga stífa fundarlotu í Þýskalandi í dag þar sem varnar- og umhverfismál ber hæst.

Erlent
Fréttamynd

Hlutabréf hækkuðu í Kína

Gengi hlutabréfa hækkaði um þrjú prósent við lokun hlutabréfamarkaðarins í Sjanghæ í Kína í dag eftir að stjórnvöld vísuðu því á bug að þau ætli að hækka fjármagnstekjurskatt í því augnamiði að kæla kínverskan hlutabréfamarkað.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lúmskir lyklaþjófar

Hafa talibanar fundið nýja leið til þess að berjast gegn hernámsliðinu ? Talsmaður pólska varnarmálaráðuneytisins segir að 1200 manna pólsk hersveit sem send var til Afganistans geti ekki hafið eftirlitsstörf fyrr en eftir nokkrar vikur. Ástæðan er sú að það er búið að stela bíllyklunum þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Sendiherra afhendir blóðpeninga

Sendiherra Bandaríkjanna á Filipseyjum mætti í dag með skjalatöskur troðfullar af peningum til þess að verðlauna fjóra múslima. Þeir gáfu upplýsingar sem leiddu til þess að tveir leiðtogar Abu Sayyaf hryðjuverkasamtakanna voru drepnir.

Erlent
Fréttamynd

Ætlaði ekki að gera honum mein

Maðurinn sem reyndi að stökkva upp í bíl Benedikts páfa á ferð á Péturstorginu í Róm í morgun hefur átt við geðræn vandamál að stríða og vildi með athæfinu vekja athygli á sjálfum sér. Hann mun ekki hafa ætlaði að gera páfa mein.

Erlent
Fréttamynd

Ætla ekki að skrifa undir loftslagssamninga

Bandaríkjamenn ætla ekki að skrifa undir neina loftslagssamninga á leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims sem hófst í Þýskalandi í dag. Deilan um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu hangir einnig yfir fundinum eins og dökkt þrumuský.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að Sýrlendingar stefni á stríð

Forsætisráðherra Ísraels reyndi í dag að róa þjóðina vegna þráláts orðróms um að Sýrlendingar séu að búa sig undir stríð til þess að endurheimta Golan hæðirnar. Ehud Olmert sagði að Ísrael vildi frið við Sýrland og að forðast yrði allan misskilning sem gæti leitt til átaka. Ísraelskir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að Sýrlendingar séu að fjölga eldflaugaskotpöllum og hermönnum við landamæri ríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Sýknuð af morðinu á bankastjóra Guðs

Dómstóll í Róm sýknaði í dag fjóra karlmenn og eina konu sem voru sökuð um að hafa myrt ítalska bankamanninn Roberto Calvi fyrir 25 árum. Calvi sem var kallaður bankastjóri Guðs vegna tengsla sinna við páfagarð, fannst hengdur undir Blackfriars brúnni í hjarta Lundúna árið 1982. Vasar hans voru úttroðnir af múrsteinum og peningaseðlum.

Erlent
Fréttamynd

Taktu rútu druslan þín

Hinn 26 ára gamli Tom Sogheim fékk kaldar kveðjur þegar hann flaug með SAS flugfélaginu frá Osló til heimabæjarins Bodö síðastliðinn sunnudag. Tom var í götóttum gallabuxum, skeggjaður og með rasta-hárgreiðslu. Flugþjónn í SAS vélinni lét hann heyra að þetta

Erlent
Fréttamynd

Komu hjálpargögnum í búðirnar

Hjálparsamtökum tókst í gær að koma hjálpargögnum inn Nahr el-Bared flóttamannabúðirnar í Líbanon. Það er í fyrsta sinn frá því að sókn líbanska hersins gegn herskáum múslimum, sem halda þar til, hófst í síðasta mánuði. Um hundrað manns hafa fallið í átökunum aðallega almennir borgarar.

Erlent
Fréttamynd

Búist við deilum á G8 fundi

Búast má við að deilur Rússa og Bandaríkjamanna um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu setji svip sinn á fund leiðtoga átta helstu iðnríkja heims sem hefst í Þýskalandi í dag. Gríðarleg öryggisgæsla er viðhöfð vegna heimsóknar helstu þjóðarleiðtoga.

Erlent
Fréttamynd

Stýrivextir hækka á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta í fjögur prósent. Þetta er í takt við væntingar markaðsaðila. Stýrivextir á evrusvæðinu eru tvöfalt hærri nú en fyrir einu og hálfi ári síðan og hafa ekki verið hærri í sex ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Alcoa skoðar álver á Grænlandi

Norska ál- og olíufyrirtækið Norsk Hydro staðfesti í dag að það hefði hætt við áform um að byggja álver á Vestur-Grænlandi. Viðræður hafa staðið yfir frá byrjun árs en heimastjórn Grænlands ákvað hins vegar að hefja viðræður við bandaríska álrisann Alcoa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hengd fyrir framhjáhald

Um sexhundruð manns fylgdust með þegar þrjár konur og einn karlmaður var tekinn af lífi fyrir framhjáhald í bænum Bara í Pakistan. Það var öldungaráð þorpsins sem kvað upp dauðadóminn. Talsmaður þess Jan Gul sagði í samtali við AP fréttastofuna að refsingar í bænum færu eftir hefðum og venjum. Auk þess að halda framhjá hefði fólkið neytt áfengis.

Erlent
Fréttamynd

Reyndi að stökkva upp í bílinn til páfa

Maður nokkur reyndi að stökkva upp í bílinn hjá Benedikt páfa fyrir stundu. Hann var kominn alveg að bílnum þegar öryggisverðir réðust á hann og sneru hann niður. Ekki er enn vitað hver maðurinn er eða hvað honum gekk til.

Erlent
Fréttamynd

Líkur á hærri stýrivöxtum á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn segir miklar líkur á að stýrivextir verði hækkaðir um 25 punkta að loknum fundi bankastjórnarinnar í dag til að sporna gegn aukinni verðbólgu á svæðinu. Gangi það eftir fara stýrivextir í 4,0 prósent og hafa aldrei verið hærri. Gengi hlutabréfa lækkaði á evrópsku hlutabréfamörkuðum í kjölfarið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Íslendingar áberandi í Stokkhólmi

Íslendingar gerðu sig gildandi á götum Stokkhólms í dag en karlalið Íslendinga og Svía í knattspyrnu mætast þar í undankeppni EM á morgun. Upphitunarhátíð var haldin á Norrmalstorgi um miðjan dag þar sem keppt var í ýmsum aflraunaþrautum. Síðdegis hófust svo tónleikar við Berzelii garð þar sem fólk fær að heyra eitthvað íslenskt. Stuðmenn, Björgvinn Halldórsson, KK og Ragnheiður Gröndal skemmta og búa landann og Svía undir tuðruspark morgundagsins.

Erlent
Fréttamynd

Svört skýrsla um bráðnun

Lífsviðurværi hundruð milljóna manna er ógnað vegna snjó- og ísbráðununar af völdum hlýnunar jarðar. Að óbreyttu skerðist aðgangur fólks að drykkjarvatni um leið og sjávarborð hækkar.

Erlent
Fréttamynd

Dregin marga kílómetra undir sendiferðabíl

Tveir menn hafa verið handteknir í Flórída fyrir að draga konu margra kílómetra leið undir sendiferðabíl sínum. Lögreglan hafði upp á sendiferðabílnum með því að fylgja blóðslóðinni á veginum. Þegar hún fann bílinn var konan látin og mennirnir flúnir af vettvangi.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að sýna Díönu deyja

Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 mun ekki að verða við beiðni prinsanna Williams og Harrys um að sleppa myndum af síðustu augnablikunum í lífi móður þeirra, í sjónvarpsþætti um lát Díönu prinsessu.

Erlent
Fréttamynd

Með samúðarkveðjum -bin Laden

Bróðir talibanaforingja sem féll í Afganistan í maí, segist hafa fengið samúðarbréf frá Osama bin Laden. Mullah Dadullah féll í árás Bandaríkjamanna. Fall hans er talið mesta áfall sem talibanar hafa orðið fyrir síðan þeim var steypt af stóli árið 2001.

Erlent