Erlent

Putin býður samstarf um eldflaugavarnir

Óli Tynes skrifar
Vladimir Putin; þurfum þá ekki að miða eldflaugum á Evrópu.
Vladimir Putin; þurfum þá ekki að miða eldflaugum á Evrópu. MYND/AP

Vladimir Putin og George Bush virðast hafa náð eitthvað saman um eldflaugavarnarkerfið sem Bandaríkjamenn hyggjast setja upp í Austur-Evrópu. Eftir fund með Bush í Þýskalandi höfðu rússneskar fréttastofur eftir Putin að honum fyndist að Bandaríkin og Rússland ættu að nota ratsjárkerfi í Azerbadjan til þess að reisa eldflaugavarnaskjöld sem næði yfir alla Evrópu.

Rússneski forsetinn sagði að ef þetta yrði gert þyrftu Rússar ekki að beina kjarnorkueldflaugum sínum að Evrópu á nýjan leik, eins og hann hafði hótað. Þvert á móti myndi það skapa tækifæri til samvinnu.

Putin sagði að hægt væri að tengja ratsjárkerfið í Azerbadjan við ratsjárkerfið sem Bandaríkjamenn ætla að reisa í Tékklandi. Með því væri ekki bara hluti af Evrópu varin heldur álfan öll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×