Erlent

Háhraða laxaferja

Óli Tynes skrifar
Laxaferjan er óneitanlega rennileg.
Laxaferjan er óneitanlega rennileg.

Fyrirtækið Drammen havn í Noregi hefur pantað laxaflutningaferju sem er svo hraðskreið að hún er helmingi fljótari frá Noregi til Frakklands en flutningabílar. Ferjan á að flytja ferskan lax frá Drammen til Boulogne sur Mer. Á heimleiðinni flytur hún ferska ávexti og grænmeti.

Ferjan lítur út eins og eitthvað úr Star Wars enda verður siglingahraðinn 35 hnútar eða um 65 kílómetrar á klukkustund. Slæmt veður á ekki að tefja ferð hennar.

Hún getur haldið fullum hraða í gegnum allt nema verstu fárviðri. Ferjan verður smíðuð í Frakklandi og áætlað er að hún hefji siglingar árið 2009.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×