Erlent

Hengd fyrir framhjáhald

Óli Tynes skrifar

Um sexhundruð manns fylgdust með þegar þrjár konur og einn karlmaður voru tekin af lífi fyrir framhjáhald í bænum Bara í Pakistan. Það var öldungaráð þorpsins sem kvað upp dauðadóminn. Talsmaður þess Jan Gul sagði í samtali við AP fréttastofuna að refsingar í bænum færu eftir hefðum og venjum. Auk þess að halda framhjá hefði fólkið neytt áfengis.

Hann sagði að einn mannanna og konan hefðu einnig viðurkennt að hafa stundað vændi til þess að greiða upp skuldir. Embættismaður í héraðsstjórninni staðfesti við AP að aftökurnar hefðu farið fram en vildi ekki tjá sig nánar.

Bara er í sjálfstjórnarhéraði og þar gilda ekki venjnuleg pakistönsk lög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×