Erlent

Libby í 30 mánaða fangelsi

Óli Tynes skrifar
Lewis Libby.
Lewis Libby.

Lewis Libby fyrrverandi aðstoðarmaður Dicks Cheneys varaforseta Bandaríkjanna var í dag dæmdur í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að ljúga og hindra framgang réttvísinnar í máli sem tengist stríðinu í Írak. Libby laug fyrir rétti þegar verið var að rannsaka hver hefði lekið nafni CIA konunnar Valerie Plame til fjölmiðla.

Samkvæmt bandarískum lögum er bannað að upplýsa um nöfn starfsmanna CIA. Talið er að í tilvelli Valerie Plame hafi það verið gert til að hefna fyrir gjörðir eiginmanns hennar. Eiginmaðurinn er fyrrverandi sendiherra. Hann hafði sakað Bush stjórnina um að hagræða staðreyndum í leyniskýrslum til þess að afla fylgis við innrásina í Írak.

Afhjúpun Valerie Plame hefur verið í meira lagi óþægileg fyrir George Bush. Ýmsir helstu ráðgjafar hans verið bendlaðir við málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×