Erlent

Drap sjálfan sig og tvö börn sín eftir að hafa komist að framhjáhaldi konunnar

Aron Örn Þórarinsson skrifar
mynd/SkyNews

Iain Varma, 34 ára kokkur frá norðurhluta Devon í Bretlandi, sem lést ásamt tveimur börnum sínum í eldsvoða er talinn hafa stungið börnin sín tvö og sjálfan sig áður en hann kveikti svo í húsinu.

Varma er talinn hafa reiðst mjög þegar sonur hans, Zak, sagði honum að hann hefði séð móður sína uppi í rúmi með öðrum manni. Við þessar fréttir brjálaðist Varma og stakk Zak sem var átta ára og fjögurra ára dóttur sína, Chloe. Konan hans og tveggja ára sonur þeirra voru ekki á staðnum þegar þetta gerðist. Lögreglan segir að konan hans sé alveg eyðilögð eftir atburðinn.

Samkvæmt vitnisburði nágranna hjónanna hringdi Varma í konu sína, Alison, rétt áður en hann kveikti í húsinu, og sagt henni frá áætlunum sínum.

Móðir Varma sagði lögreglunni að Zak hefði sagt föður sínum að hann hafði komið að móður sinni með öðrum manni uppi í rúmi. Þegar Zak spurði móðir sína hvað þau væru að gera hafði hún svarað því, að gera þyrfti við rúmið.

Faðir Varma var handtekinn tveimur tímum eftir atburðinn en var síðar sleppt án kæru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×