Ætla ekki að skrifa undir loftslagssamninga Guðjón Helgason skrifar 6. júní 2007 18:45 Bandaríkjamenn ætla ekki að skrifa undir neina loftslagssamninga á leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims sem hófst í Þýskalandi í dag. Deilan um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu hangir einnig yfir fundinum eins og dökkt þrumuský. Þeir komu til Rostock í austur hluta Þýskalands í gær og í dag, hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum. Þaðan héldu þeir til nærliggjandi strandbæjar, Heiligendamm, þar sem fundað verður fram á föstudag. Svæðið er afgirt með tæplega þriggja kílómetra hárri og tólf kílómetra langri girðingu sem vafin er gaddavír að ofan. Henni er ætlað að varna því að harðsnúnir andstæðingar alþjóðavæðingar og aðrir mótmælendur streymi að fundarstaðnum til að viðra skoðanir sínar með góðu eða illu. Mótmælendur létu í sér heyra þegar upp úr sauð í Rostock um síðustu helgi og í dag streymdu þeir í þúsunda tali eins nálægt fundarstaðnum og þeir komust. Lögregla notaði vatsnþrýstidælur til að dreifa mannfjöldanum og handtók einhverja. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi særst alvarlega í átökum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur gert metnaðarfullar tillögur um að nýjum loftslagssamning. Hún ætlar að reyna hvað hún getur til að sannfæra aðra leiðtoga á fundinum um að samþykkja það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur 50% frá mælingu árið 1990 og það fyrir árið 2050. Merkel vill einnig að markið verði sett hátt hvað orkunýtni varðar og hún aukin um 20%. Bush Bandaríkjaforseti þakkað kanslaranum fyrir forystu í málinu og sagðist hlakka til að vinna að þessu máli með leiðtogum annarra iðnríkja. Þrátt fyrir þessi orð hafa Bandaríkjamenn lýst því yfir að þeir ætli ekki að skrifa undir neinn loftslagssamning á fundi leiðtoganna - hann sé ekki vettvangur til þess. Í nýrri umhverfisstefnu Bandaríkjaforseta er boðað til fundarraða helstu mengunarríkja þar sem stefnt verði að samkomulagi um takmörkun á útblæstri fyrir 2008. Deilur Rússa og Bandaríkjamanna um eldfalugavarnarkerfi þeirra síðarnefndu í Austur-Evrópu hangir einnig yfir fundinum sem þrumuský. Pútín Rússlandsforseti hótaði því fyrr í vikunni að beina kjarnorkuvopnum Rússa að Evrópu ef áformin gengju eftir en Bush Bandaríkjaforseti reyndi í gær að róa hann. Leiðtogum Bretlands og Frakklands er ekki skemmt vegna málsins og hyggjast eiga opinskáar viðræður við Pútín um hótanir hans. Erlent Fréttir Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Bandaríkjamenn ætla ekki að skrifa undir neina loftslagssamninga á leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims sem hófst í Þýskalandi í dag. Deilan um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu hangir einnig yfir fundinum eins og dökkt þrumuský. Þeir komu til Rostock í austur hluta Þýskalands í gær og í dag, hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum. Þaðan héldu þeir til nærliggjandi strandbæjar, Heiligendamm, þar sem fundað verður fram á föstudag. Svæðið er afgirt með tæplega þriggja kílómetra hárri og tólf kílómetra langri girðingu sem vafin er gaddavír að ofan. Henni er ætlað að varna því að harðsnúnir andstæðingar alþjóðavæðingar og aðrir mótmælendur streymi að fundarstaðnum til að viðra skoðanir sínar með góðu eða illu. Mótmælendur létu í sér heyra þegar upp úr sauð í Rostock um síðustu helgi og í dag streymdu þeir í þúsunda tali eins nálægt fundarstaðnum og þeir komust. Lögregla notaði vatsnþrýstidælur til að dreifa mannfjöldanum og handtók einhverja. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi særst alvarlega í átökum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur gert metnaðarfullar tillögur um að nýjum loftslagssamning. Hún ætlar að reyna hvað hún getur til að sannfæra aðra leiðtoga á fundinum um að samþykkja það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur 50% frá mælingu árið 1990 og það fyrir árið 2050. Merkel vill einnig að markið verði sett hátt hvað orkunýtni varðar og hún aukin um 20%. Bush Bandaríkjaforseti þakkað kanslaranum fyrir forystu í málinu og sagðist hlakka til að vinna að þessu máli með leiðtogum annarra iðnríkja. Þrátt fyrir þessi orð hafa Bandaríkjamenn lýst því yfir að þeir ætli ekki að skrifa undir neinn loftslagssamning á fundi leiðtoganna - hann sé ekki vettvangur til þess. Í nýrri umhverfisstefnu Bandaríkjaforseta er boðað til fundarraða helstu mengunarríkja þar sem stefnt verði að samkomulagi um takmörkun á útblæstri fyrir 2008. Deilur Rússa og Bandaríkjamanna um eldfalugavarnarkerfi þeirra síðarnefndu í Austur-Evrópu hangir einnig yfir fundinum sem þrumuský. Pútín Rússlandsforseti hótaði því fyrr í vikunni að beina kjarnorkuvopnum Rússa að Evrópu ef áformin gengju eftir en Bush Bandaríkjaforseti reyndi í gær að róa hann. Leiðtogum Bretlands og Frakklands er ekki skemmt vegna málsins og hyggjast eiga opinskáar viðræður við Pútín um hótanir hans.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira