Innlendar Stjarnan upp að hlið Valsstúlkna Stjörnustúlkur komust í dag upp að hlið Valsstúlkna á toppi DHL-deildar kvenna í handbolta með því að leggja Hauka af velli á heimavelli sínum, 21-15. Um sannkallaðan toppslag var að ræða því fyrir leikinn voru liðin með jafnmörg stig. Valur, Stjarnan og Grótta hafa öll fengið 18 stig en Grótta hefur spilað tveimur leikjum meira en tvö fyrstnefndu liðin. Handbolti 13.1.2007 19:32 Mögnuð tilþrif í stjörnuleikjunum í dag Fullt var út úr dyrum í DHL-Höllinni í Frostaskjóli í dag þar sem fram fóru hinir árlegu stjörnuleikir úrvalsdeildar karla og kvenna í körfubolta. Hjá körlunum höfðu erlendir leikmenn betur gegn þeim íslensku en hjá konunum laut Esso-liðið í lægra haldi fyrir Shell-liðinu. Körfubolti 13.1.2007 19:24 Íslendingar töpuðu fyrir Tékkum Íslenska landsliðið í handbolta beið lægri hlut, 29-27, í æfingaleik gegn Tékklandi í Laugardalshöllinni í dag. Íslenska liðið lék langt undir getu í leiknum en megin munurinn á liðunum lá í markvörslunni. Liðin mætast öðru sinni á morgun. Handbolti 13.1.2007 17:42 Ísland einu marki yfir í hálfleik Íslenska landsliðið í handbolta hefur forystu, 16-15, í æfingaleik liðsins við Tékkland sem fram fer í Laugardalshöllinni. Íslenska liðið hefur verið nokkuð frá sínu besta í leiknum en jafnt hefur verið á nánast öllum tölum. Handbolti 13.1.2007 17:03 Örn kominn aftur á A-styrk Á blaðamannafundi í hádeginu var tilkynnt að ÍSÍ ætlaði að úthluta 63 milljónum króna til afreksstarfs á árinu 2007. Tæpar 48 milljónir af þessum peningum koma úr afrekssjóði og rúmar 9 milljónir úr sjóði ungra og efnilegra íþróttamanna. Sport 12.1.2007 17:12 Evrópukeppni B-liða haldin á Íslandi Stærsta alþjóðlega badmintonmót sem haldið hefur verið á Íslandi frá upphafi, Evrópukeppni B-þjóða, fer fram í Laugardalshöll dagana 17. til 21. janúar næstkomandi. Sport 11.1.2007 20:23 Snæfell vann Keflavík Snæfell og Njarðvík komust í dag upp að hlið KR á topp Iceland Express-deildar karla í körfubolta með því að sigra í sínum leikjum í dag. Snæfell hafði betur í stórslagnum gegn Keflavík, 80-67, en Njarðvík marði sigur gegn Þór Þ. á heimavelli sínum, 105-100. Körfubolti 30.12.2006 18:05 KR vann en Skallagrímur tapaði KR vann mjög mikilvægan útisigur á Grindavík í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld. KR skoraði 89 stig gegn 78 stigum heimamanna og náði með sigrinum tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Skallagrímur tapaði óvænt fyrir ÍR í Breiðholtinu. Körfubolti 29.12.2006 21:09 Sigurður Ragnar valdi 40 stúlkur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, nýráðinn landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, valdi í dag sinn fyrir landsliðshóp. Um er að ræða æfingahóp sem kemur saman helgina 6.-7. janúar og undirbýr sig fyrir Algarve Cup sem fram fer í mars. Fótbolti 29.12.2006 17:50 Guðjón Valur: Kemur mér á óvart “Þetta er búið að ganga ágætlega í ár en ég get ekki sagt annað en að þetta komi mér á óvart,” sagði Guðjón Valur Sigurðsson, nýkrýndur Íþróttamaður ársins, í sjónvarpsviðtali eftir kjörið. Guðjón Valur ráðleggur ungum íþróttaiðkendum að hlusta á þjálfara sinn til að ná árangri. Sport 28.12.2006 20:39 Guðjón Valur íþróttamaður ársins Handknattleiksmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson var nú rétt í þessu valinn íþróttamaður ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðjón Valur verður þessa heiðurs aðnjótandi. Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen, sigurvegari síðustu tveggja ára, varð í öðru sæti og handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson þriðji. Sport 28.12.2006 20:27 Brenton og Helena best hjá KKÍ Brenton Birmingham hjá Njarðvík og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuboltamaður og körfuboltakona ársins 2006, en þetta var tilkynnt í morgun. Það er stjórn Körfuknattleikssambandsins sem stendur að valinu. Körfubolti 28.12.2006 14:12 Eiður Smári og Margrét Lára best Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir voru valin knattspyrnumaður og knattspyrnukona ársins á hófi sem fram fór á Nordica nú í kvöld. Þetta er annað árið í röð sem Eiður Smári hreppir titilinn en Margrét Lára er að vinna hann í fyrsta sinn. Fótbolti 27.12.2006 20:06 Kristinn þjálfari U-19 ára landsliðsins Kristinn R. Jónsson var í dag ráðinn þjálfari U-19 ára landsliðs karla í fótbolta. Kristinn tekur við starfi Guðna Kjartanssonar, sem nýlega var ráðinn aðstoðarmaður A-landsliðs kvenna. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ í dag. Fótbolti 22.12.2006 18:42 Dagný Linda í 36. sæti Skíðakonan Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri varði í 36. sæti á heimsbikarmóti í bruni í Val d´Isere í dag og fékk fyrir það 50,11 FIS punkta. Sport 20.12.2006 15:13 Dagný Linda féll úr keppni Dagný Linda Kristjánsdóttir tók þátt í heimsbikarmóti í bruni í Val d'Isere í Frakklandi í dag. Dagnýju tókst ekki að ljúka keppninni því hún sleppti porti og varð því úr leik. Aðstæður voru nokkuð erfiðar í Val d'Isere og olli það keppendum töluverðum vandræðum. Sport 19.12.2006 16:34 Máli ÍR og KA/Þórs lokið Sameinað lið KA og Þórs frá Akureyri leikur í Landsbankadeild kvenna næsta sumar en ekki ÍR. Þetta úrskurðaði áfrýjunardómstóll ÍSÍ í dag. ÍR vann einvígi liðanna samanlagt 3-2 í september, en tefldi fram ólöglegum leikmanni og því var norðanliðinu dæmdur 3-0 sigur. Íslenski boltinn 19.12.2006 15:17 Hamar/Selfoss mætir KR Í dag var dregið í 8-liða úrslit bikarkeppni Lýsingar í körfubolta í karla- og kvennaflokki, en bikardrátturinn fór fram í húsakynnum Lýsingar. Í karlaflokki verða tvær viðureignir úrvalsdeildarliða þar sem ÍR mætir Skallagrími og Hamar/Selfoss tekur á móti KR. Körfubolti 18.12.2006 15:20 Njarðvík og Keflavík halda sínu striki Það er að verða ansi þröngt á þingi á toppnum í Iceland Express deild karla í körfubolta, en í dag komst Njarðvík upp að hlið Skallagríms, Snæfells og KR á toppi deildarinnar með sigri á botnliði Hauka 104-99. Keflvíkingar geta komist upp að hlið toppliðanna með sigri í leiknum sem liðið á til góða en liðið lagði granna sína í Grindavík í dag 90-86. Körfubolti 17.12.2006 20:56 Sigurganga Hauka stöðvuð í Keflavík Íslandsmeistarar Hauka í körfubolta töpuðu sínum fyrsta leik í IE deild kvenna í körfubolta í dag þegar liðið lá fyrir Keflavík 92-85. Keflvíkingar eru því komnir á topp deildarinnar en Haukaliðið á leik til góða. Körfubolti 17.12.2006 19:38 Birgir Leifur lauk keppni á pari Birgir Leifur Hafþórsson lauk keppni á SA Airlines mótinu í golfi í morgun á sléttu pari. Hann lék lokahring sinn á mótinu á þremur höggum yfir pari og endaði í 82. sæti á mótinu sem var partur af Evrópumótaröðinni og verður það að teljast mjög góður árangur á þessu sterka móti. Golf 17.12.2006 13:47 Valur lagði HK Valur lagði HK 25-22 í uppgjöri liðanna á toppi DHL deildarinnar í handbolta í dag eftir að Valsmenn höfðu yfir 14-10 í hálfleik. Markús Máni Michaelsson skoraði 8 mörk fyrir Val og Davíð Höskuldsson og Arnór Gunnarsson skoruðu 5 hvor. Valdimar Þórsson skoraði 8 mörk fyrir HK og Ragnar Hjaltested 6 mörk Handbolti 16.12.2006 17:44 Valur yfir í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem standa yfir í DHL deild karla í handbolta, en þetta eru síðustu leikirnir fyrir jólafrí. Valsmenn hafa yfir 14-10 gegn HK í toppslag liðanna í Laugardalshöll. Markús Máni Michaelsson hefur skorað 4 mörk fyrir Val og Davíð Höskuldsson og Ingvar Árnason 3 hvor, en Valdimar Þórsson 5 og Ragnar Hjaltested 4 fyrir HK. Handbolti 16.12.2006 16:46 Birgir Leifur í þremur undir pari Birgir Leifur Hafþórsson heldur áfram að spila vel á SA Airlines mótinu í golfi í Portl Elizabeth í Suður-Afríku, en hann lauk þriðja hringnum í morgun á 70 höggum eða tveimur undir pari. Hann er því á samtals þremur höggum undir pari á mótinu og er í kring um 57. sæti í mótinu. Golf 16.12.2006 13:49 Skallagrímur á toppinn Skallagrímsmenn komust í kvöld upp að hlið Snæfells og KR á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta með sigri á grönnum sínum í Snæfelli í uppgjöri vesturlandsliðanna í Borgarnesi 83-77. KR vann auðveldan sigur á Tindastól 109-89, Hamar lagði Fjölni á útivelli 88-83 og Þór Þorlákshöfn lagði ÍR 82-78. Körfubolti 15.12.2006 21:25 Sævar Þór hættur hjá Fylki Sævar Þór Gíslason verður ekki með Fylkismönnum í Landsbankadeildinni á næsta keppnistímabili eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins í dag. Sævar starfar á Selfossi og gaf þá skýringu að hann treysti sér ekki til að spila með liði Fylkis næsta sumar vegna anna í starfi. Íslenski boltinn 15.12.2006 18:03 Heimildarmyndin um Jón Pál sló öll met Heimildarmyndin Þetta er ekkert mál um Jón Pál Sigmarsson aflraunakappa var í dag sæmd viðurkenningu frá útgáfufyrirtækinu Senu eftir að ljóst varð að myndin er aðsóknarmesta heimildarmynd sem gerð hefur verið hér á landi. Hátt í tólf þúsund manns sáu myndina í bíó og þegar hafa tæplega fimm þúsund eintök selst af myndinni sem nýlega kom út á DVD. Sport 15.12.2006 16:22 Sjöland efstur - Birgir Leifur áfram Sænski kylfingurinn Patrik Sjöland er í efsta sæti á SA Airways mótinu í golfi sem fram fer í Suður-Afríku þegar tveimur fyrstu hringjunum er lokið. Sjöland er samtals á 12 höggum undir pari eftir að hann lék á 8 undir í dag. Birgir Leifur tryggði sér naumlega áframhaldandi keppni eftir góðan leik í dag. Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu sem halda áfram í fyrramálið. Golf 15.12.2006 16:15 Birgir Leifur í góðri stöðu Birgir Leifur Hafþórsson er kominn með annan fótinn í gegn um niðurskurðinn á SA Airways mótinu í golfi sem fram fer í Suður-Afríku eftir að hann lauk öðrum hring í dag á þremur höggum undir pari og er því á höggi undir pari samanlagt. Hann er sem stendur í 58. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum þegar skammt er eftir af öðrum hring og komast 70 efstu menn áfram á mótinu. Golf 15.12.2006 15:44 Naumt tap hjá Keflavík Keflvíkingar luku keppni í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld og eru úr leik líkt og grannar þeirra úr Njarðvík eftir 113-109 tap gegn sænska liðinu Norrköping í kvöld. Thomas Soltau skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst fyrir Keflvíkinga og Jermaine Williams skoraði 20 stig. Keflvíkingar unnu einn leik í riðli sínum sem hljóta að teljast mikil vonbrigði fyrir liðið, sem ætlaði sér alla leið í keppninni. Körfubolti 14.12.2006 20:21 « ‹ 34 35 36 37 38 39 40 41 42 … 75 ›
Stjarnan upp að hlið Valsstúlkna Stjörnustúlkur komust í dag upp að hlið Valsstúlkna á toppi DHL-deildar kvenna í handbolta með því að leggja Hauka af velli á heimavelli sínum, 21-15. Um sannkallaðan toppslag var að ræða því fyrir leikinn voru liðin með jafnmörg stig. Valur, Stjarnan og Grótta hafa öll fengið 18 stig en Grótta hefur spilað tveimur leikjum meira en tvö fyrstnefndu liðin. Handbolti 13.1.2007 19:32
Mögnuð tilþrif í stjörnuleikjunum í dag Fullt var út úr dyrum í DHL-Höllinni í Frostaskjóli í dag þar sem fram fóru hinir árlegu stjörnuleikir úrvalsdeildar karla og kvenna í körfubolta. Hjá körlunum höfðu erlendir leikmenn betur gegn þeim íslensku en hjá konunum laut Esso-liðið í lægra haldi fyrir Shell-liðinu. Körfubolti 13.1.2007 19:24
Íslendingar töpuðu fyrir Tékkum Íslenska landsliðið í handbolta beið lægri hlut, 29-27, í æfingaleik gegn Tékklandi í Laugardalshöllinni í dag. Íslenska liðið lék langt undir getu í leiknum en megin munurinn á liðunum lá í markvörslunni. Liðin mætast öðru sinni á morgun. Handbolti 13.1.2007 17:42
Ísland einu marki yfir í hálfleik Íslenska landsliðið í handbolta hefur forystu, 16-15, í æfingaleik liðsins við Tékkland sem fram fer í Laugardalshöllinni. Íslenska liðið hefur verið nokkuð frá sínu besta í leiknum en jafnt hefur verið á nánast öllum tölum. Handbolti 13.1.2007 17:03
Örn kominn aftur á A-styrk Á blaðamannafundi í hádeginu var tilkynnt að ÍSÍ ætlaði að úthluta 63 milljónum króna til afreksstarfs á árinu 2007. Tæpar 48 milljónir af þessum peningum koma úr afrekssjóði og rúmar 9 milljónir úr sjóði ungra og efnilegra íþróttamanna. Sport 12.1.2007 17:12
Evrópukeppni B-liða haldin á Íslandi Stærsta alþjóðlega badmintonmót sem haldið hefur verið á Íslandi frá upphafi, Evrópukeppni B-þjóða, fer fram í Laugardalshöll dagana 17. til 21. janúar næstkomandi. Sport 11.1.2007 20:23
Snæfell vann Keflavík Snæfell og Njarðvík komust í dag upp að hlið KR á topp Iceland Express-deildar karla í körfubolta með því að sigra í sínum leikjum í dag. Snæfell hafði betur í stórslagnum gegn Keflavík, 80-67, en Njarðvík marði sigur gegn Þór Þ. á heimavelli sínum, 105-100. Körfubolti 30.12.2006 18:05
KR vann en Skallagrímur tapaði KR vann mjög mikilvægan útisigur á Grindavík í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld. KR skoraði 89 stig gegn 78 stigum heimamanna og náði með sigrinum tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Skallagrímur tapaði óvænt fyrir ÍR í Breiðholtinu. Körfubolti 29.12.2006 21:09
Sigurður Ragnar valdi 40 stúlkur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, nýráðinn landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, valdi í dag sinn fyrir landsliðshóp. Um er að ræða æfingahóp sem kemur saman helgina 6.-7. janúar og undirbýr sig fyrir Algarve Cup sem fram fer í mars. Fótbolti 29.12.2006 17:50
Guðjón Valur: Kemur mér á óvart “Þetta er búið að ganga ágætlega í ár en ég get ekki sagt annað en að þetta komi mér á óvart,” sagði Guðjón Valur Sigurðsson, nýkrýndur Íþróttamaður ársins, í sjónvarpsviðtali eftir kjörið. Guðjón Valur ráðleggur ungum íþróttaiðkendum að hlusta á þjálfara sinn til að ná árangri. Sport 28.12.2006 20:39
Guðjón Valur íþróttamaður ársins Handknattleiksmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson var nú rétt í þessu valinn íþróttamaður ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðjón Valur verður þessa heiðurs aðnjótandi. Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen, sigurvegari síðustu tveggja ára, varð í öðru sæti og handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson þriðji. Sport 28.12.2006 20:27
Brenton og Helena best hjá KKÍ Brenton Birmingham hjá Njarðvík og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuboltamaður og körfuboltakona ársins 2006, en þetta var tilkynnt í morgun. Það er stjórn Körfuknattleikssambandsins sem stendur að valinu. Körfubolti 28.12.2006 14:12
Eiður Smári og Margrét Lára best Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir voru valin knattspyrnumaður og knattspyrnukona ársins á hófi sem fram fór á Nordica nú í kvöld. Þetta er annað árið í röð sem Eiður Smári hreppir titilinn en Margrét Lára er að vinna hann í fyrsta sinn. Fótbolti 27.12.2006 20:06
Kristinn þjálfari U-19 ára landsliðsins Kristinn R. Jónsson var í dag ráðinn þjálfari U-19 ára landsliðs karla í fótbolta. Kristinn tekur við starfi Guðna Kjartanssonar, sem nýlega var ráðinn aðstoðarmaður A-landsliðs kvenna. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ í dag. Fótbolti 22.12.2006 18:42
Dagný Linda í 36. sæti Skíðakonan Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri varði í 36. sæti á heimsbikarmóti í bruni í Val d´Isere í dag og fékk fyrir það 50,11 FIS punkta. Sport 20.12.2006 15:13
Dagný Linda féll úr keppni Dagný Linda Kristjánsdóttir tók þátt í heimsbikarmóti í bruni í Val d'Isere í Frakklandi í dag. Dagnýju tókst ekki að ljúka keppninni því hún sleppti porti og varð því úr leik. Aðstæður voru nokkuð erfiðar í Val d'Isere og olli það keppendum töluverðum vandræðum. Sport 19.12.2006 16:34
Máli ÍR og KA/Þórs lokið Sameinað lið KA og Þórs frá Akureyri leikur í Landsbankadeild kvenna næsta sumar en ekki ÍR. Þetta úrskurðaði áfrýjunardómstóll ÍSÍ í dag. ÍR vann einvígi liðanna samanlagt 3-2 í september, en tefldi fram ólöglegum leikmanni og því var norðanliðinu dæmdur 3-0 sigur. Íslenski boltinn 19.12.2006 15:17
Hamar/Selfoss mætir KR Í dag var dregið í 8-liða úrslit bikarkeppni Lýsingar í körfubolta í karla- og kvennaflokki, en bikardrátturinn fór fram í húsakynnum Lýsingar. Í karlaflokki verða tvær viðureignir úrvalsdeildarliða þar sem ÍR mætir Skallagrími og Hamar/Selfoss tekur á móti KR. Körfubolti 18.12.2006 15:20
Njarðvík og Keflavík halda sínu striki Það er að verða ansi þröngt á þingi á toppnum í Iceland Express deild karla í körfubolta, en í dag komst Njarðvík upp að hlið Skallagríms, Snæfells og KR á toppi deildarinnar með sigri á botnliði Hauka 104-99. Keflvíkingar geta komist upp að hlið toppliðanna með sigri í leiknum sem liðið á til góða en liðið lagði granna sína í Grindavík í dag 90-86. Körfubolti 17.12.2006 20:56
Sigurganga Hauka stöðvuð í Keflavík Íslandsmeistarar Hauka í körfubolta töpuðu sínum fyrsta leik í IE deild kvenna í körfubolta í dag þegar liðið lá fyrir Keflavík 92-85. Keflvíkingar eru því komnir á topp deildarinnar en Haukaliðið á leik til góða. Körfubolti 17.12.2006 19:38
Birgir Leifur lauk keppni á pari Birgir Leifur Hafþórsson lauk keppni á SA Airlines mótinu í golfi í morgun á sléttu pari. Hann lék lokahring sinn á mótinu á þremur höggum yfir pari og endaði í 82. sæti á mótinu sem var partur af Evrópumótaröðinni og verður það að teljast mjög góður árangur á þessu sterka móti. Golf 17.12.2006 13:47
Valur lagði HK Valur lagði HK 25-22 í uppgjöri liðanna á toppi DHL deildarinnar í handbolta í dag eftir að Valsmenn höfðu yfir 14-10 í hálfleik. Markús Máni Michaelsson skoraði 8 mörk fyrir Val og Davíð Höskuldsson og Arnór Gunnarsson skoruðu 5 hvor. Valdimar Þórsson skoraði 8 mörk fyrir HK og Ragnar Hjaltested 6 mörk Handbolti 16.12.2006 17:44
Valur yfir í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem standa yfir í DHL deild karla í handbolta, en þetta eru síðustu leikirnir fyrir jólafrí. Valsmenn hafa yfir 14-10 gegn HK í toppslag liðanna í Laugardalshöll. Markús Máni Michaelsson hefur skorað 4 mörk fyrir Val og Davíð Höskuldsson og Ingvar Árnason 3 hvor, en Valdimar Þórsson 5 og Ragnar Hjaltested 4 fyrir HK. Handbolti 16.12.2006 16:46
Birgir Leifur í þremur undir pari Birgir Leifur Hafþórsson heldur áfram að spila vel á SA Airlines mótinu í golfi í Portl Elizabeth í Suður-Afríku, en hann lauk þriðja hringnum í morgun á 70 höggum eða tveimur undir pari. Hann er því á samtals þremur höggum undir pari á mótinu og er í kring um 57. sæti í mótinu. Golf 16.12.2006 13:49
Skallagrímur á toppinn Skallagrímsmenn komust í kvöld upp að hlið Snæfells og KR á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta með sigri á grönnum sínum í Snæfelli í uppgjöri vesturlandsliðanna í Borgarnesi 83-77. KR vann auðveldan sigur á Tindastól 109-89, Hamar lagði Fjölni á útivelli 88-83 og Þór Þorlákshöfn lagði ÍR 82-78. Körfubolti 15.12.2006 21:25
Sævar Þór hættur hjá Fylki Sævar Þór Gíslason verður ekki með Fylkismönnum í Landsbankadeildinni á næsta keppnistímabili eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins í dag. Sævar starfar á Selfossi og gaf þá skýringu að hann treysti sér ekki til að spila með liði Fylkis næsta sumar vegna anna í starfi. Íslenski boltinn 15.12.2006 18:03
Heimildarmyndin um Jón Pál sló öll met Heimildarmyndin Þetta er ekkert mál um Jón Pál Sigmarsson aflraunakappa var í dag sæmd viðurkenningu frá útgáfufyrirtækinu Senu eftir að ljóst varð að myndin er aðsóknarmesta heimildarmynd sem gerð hefur verið hér á landi. Hátt í tólf þúsund manns sáu myndina í bíó og þegar hafa tæplega fimm þúsund eintök selst af myndinni sem nýlega kom út á DVD. Sport 15.12.2006 16:22
Sjöland efstur - Birgir Leifur áfram Sænski kylfingurinn Patrik Sjöland er í efsta sæti á SA Airways mótinu í golfi sem fram fer í Suður-Afríku þegar tveimur fyrstu hringjunum er lokið. Sjöland er samtals á 12 höggum undir pari eftir að hann lék á 8 undir í dag. Birgir Leifur tryggði sér naumlega áframhaldandi keppni eftir góðan leik í dag. Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu sem halda áfram í fyrramálið. Golf 15.12.2006 16:15
Birgir Leifur í góðri stöðu Birgir Leifur Hafþórsson er kominn með annan fótinn í gegn um niðurskurðinn á SA Airways mótinu í golfi sem fram fer í Suður-Afríku eftir að hann lauk öðrum hring í dag á þremur höggum undir pari og er því á höggi undir pari samanlagt. Hann er sem stendur í 58. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum þegar skammt er eftir af öðrum hring og komast 70 efstu menn áfram á mótinu. Golf 15.12.2006 15:44
Naumt tap hjá Keflavík Keflvíkingar luku keppni í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld og eru úr leik líkt og grannar þeirra úr Njarðvík eftir 113-109 tap gegn sænska liðinu Norrköping í kvöld. Thomas Soltau skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst fyrir Keflvíkinga og Jermaine Williams skoraði 20 stig. Keflvíkingar unnu einn leik í riðli sínum sem hljóta að teljast mikil vonbrigði fyrir liðið, sem ætlaði sér alla leið í keppninni. Körfubolti 14.12.2006 20:21