Íslendingar töpuðu fyrir Tékkum 13. janúar 2007 17:42 Leikmenn íslenska landsliðsins náðu sér ekki á strik gegn Tékkum í dag. MYND/AFP Íslenska landsliðið í handbolta beið lægri hlut, 29-27, í æfingaleik gegn Tékklandi í Laugardalshöllinni í dag. Íslenska liðið lék langt undir getu í leiknum en megin munurinn á liðunum lá í markvörslunni. Liðin mætast öðru sinni á morgun. Ísland hafði yfir í hálfleik, 16-15, en skelfilegur leikkafli í stöðunni 20-20 varð til þess að tékkneska liðið náði undirtökunum. Á stuttum tíma náðu Tékkarnir fjögurra marka forystu, 21-25, þar sem hvorki gekk né rak hjá íslenska liðinu. Þetta forskot hélst allt þar til fimm mínútur voru eftir þegar íslenska liðið náði að minnka muninn niður í tvö mörk, 25-27. Munurinn fór síðan niður í eitt mark þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, 27-28, en lengra komust íslensku leikmennirnir ekki. Lokatölur urðu 29-27, Tékkum í vil. Það sem skildi á milli liðanna í Laugardalshöllinni í dag var fyrst og fremst markvarslan en Martin Galia í marki Tékka varði alls 26 skot, þar af mörg þeirra úr algjörum dauðafærum, á meðan íslensku markverðirnir vörðu samanlagt 12 skot. Enginn einn leikmaður skaraði fram úr í íslenska liðinu, flestir léku langt undir getu og er ljóst að liðið getur spilað mun betur - ekki síst í vörninni sem var hriplek í dag. "Ég er mjög óánægður með þennan leik. Varnarleikurinn var hörmulegur í fyrri hálfleik en skánaði í síðari hálfleik. Sóknin er mikið áhyggjuefni og við gerum varla mark utan af velli. Það gerir sóknarleikinn mun erfiðari og það er ljóst að eitthvað þarf að breytast," sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari eftir leikinn í viðtali við RÚV. "Tékkarnir voru einfaldlega betri en við í dag," bætti hann við. "Við höfum ekki þessar langskyttur í hópnum eins og staðan er í dag. Við höfum misst Garcia og Einar Hólmgeirsson og Ólafur er ekki með öxlina í lagi. Og þetta þýðir að við höfum ekki menn til að skjóta fyrir utan. Við þurfum því að finna aðrar leiðir til að skora mörkin," sagði Alfreð jafnframt. "Þetta var ekki nægilega góður leikur af okkar hálfu - á öllum sviðum. Vörnin og sóknin var ekki góð og strákarnir þurfa að koma miklu grimmari í þetta á morgun. Við þurfum að fara yfir mörg atriði fyrir leikinn á morgun," sagði Guðmundur Guðmundsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, einnig í samtali við RÚV. "Það vantar miklu meiri neista og baráttu í liðið, sérstaklega í vörninni. Við áttum ekki góðan dag," bætti Guðmundur við. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur íslenska liðsins með 7 mörk en Snorri Guðjónsson og Logi Geirsson skoruðu fjögur. Hjá Tékklandi var Filip Jicha markahæstur með átta mörk en David Juricek skoraði sjö. Í markinu varði Galia 21 skot, eins og áður sagði. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta beið lægri hlut, 29-27, í æfingaleik gegn Tékklandi í Laugardalshöllinni í dag. Íslenska liðið lék langt undir getu í leiknum en megin munurinn á liðunum lá í markvörslunni. Liðin mætast öðru sinni á morgun. Ísland hafði yfir í hálfleik, 16-15, en skelfilegur leikkafli í stöðunni 20-20 varð til þess að tékkneska liðið náði undirtökunum. Á stuttum tíma náðu Tékkarnir fjögurra marka forystu, 21-25, þar sem hvorki gekk né rak hjá íslenska liðinu. Þetta forskot hélst allt þar til fimm mínútur voru eftir þegar íslenska liðið náði að minnka muninn niður í tvö mörk, 25-27. Munurinn fór síðan niður í eitt mark þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, 27-28, en lengra komust íslensku leikmennirnir ekki. Lokatölur urðu 29-27, Tékkum í vil. Það sem skildi á milli liðanna í Laugardalshöllinni í dag var fyrst og fremst markvarslan en Martin Galia í marki Tékka varði alls 26 skot, þar af mörg þeirra úr algjörum dauðafærum, á meðan íslensku markverðirnir vörðu samanlagt 12 skot. Enginn einn leikmaður skaraði fram úr í íslenska liðinu, flestir léku langt undir getu og er ljóst að liðið getur spilað mun betur - ekki síst í vörninni sem var hriplek í dag. "Ég er mjög óánægður með þennan leik. Varnarleikurinn var hörmulegur í fyrri hálfleik en skánaði í síðari hálfleik. Sóknin er mikið áhyggjuefni og við gerum varla mark utan af velli. Það gerir sóknarleikinn mun erfiðari og það er ljóst að eitthvað þarf að breytast," sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari eftir leikinn í viðtali við RÚV. "Tékkarnir voru einfaldlega betri en við í dag," bætti hann við. "Við höfum ekki þessar langskyttur í hópnum eins og staðan er í dag. Við höfum misst Garcia og Einar Hólmgeirsson og Ólafur er ekki með öxlina í lagi. Og þetta þýðir að við höfum ekki menn til að skjóta fyrir utan. Við þurfum því að finna aðrar leiðir til að skora mörkin," sagði Alfreð jafnframt. "Þetta var ekki nægilega góður leikur af okkar hálfu - á öllum sviðum. Vörnin og sóknin var ekki góð og strákarnir þurfa að koma miklu grimmari í þetta á morgun. Við þurfum að fara yfir mörg atriði fyrir leikinn á morgun," sagði Guðmundur Guðmundsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, einnig í samtali við RÚV. "Það vantar miklu meiri neista og baráttu í liðið, sérstaklega í vörninni. Við áttum ekki góðan dag," bætti Guðmundur við. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur íslenska liðsins með 7 mörk en Snorri Guðjónsson og Logi Geirsson skoruðu fjögur. Hjá Tékklandi var Filip Jicha markahæstur með átta mörk en David Juricek skoraði sjö. Í markinu varði Galia 21 skot, eins og áður sagði.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira