Íþróttir Haukastúlkur bikarmeistarar í fjórða sinn Haukastúlkur tryggðu sér sigur í SS-bikarkeppni kvenna í dag með því að bera sigurorð af Gróttu í úrslitaleik í Laugardalshöllinni, 25-22. Sigur Hauka var sanngjarn en liðið hafði yfirhöndina allan leikinn, ef fyrstu 10 mínúturnar eru undanskildar. Þetta er í fjórða sinn í sögunni sem Haukastúlkur verða bikarmeistarar. Handbolti 10.3.2007 15:01 Þorey Edda kominn í gang á ný Stangarstökkvarinn Þórey Edda Elíasdóttir stökk 4,25 metra á sínu fyrsta móti í 18 mánuði í Þýskalandi í gærkvöldi. Þórey Edda segist á bloggsíðu vera mjög sátt með árangur sinn á mótinu og að axlarmeiðslin hafi ekki háð henni að viti. Það gerðu hins vegar eymslu í hásinum, sem urðu á endanum til þess að Þórey Edda hætti keppni. Sport 10.3.2007 14:36 Jol ætlar að vinna titla með Tottenham Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, mun ekki una sér hvíldar fyrr en hann hefur unnið einhverja titla með félaginu. Jol hefur verið nefndur sem hugsanlegur arftaki Jose Mourinho hjá Chelsea en sjálfur segist hann ekki ætla að fara frá Tottenham fyrr en hann hefur náð þessu markmiði sínu. Enski boltinn 10.3.2007 14:21 Haukar í góðri stöðu í hálfleik Haukastúlkur hafa forystu gegn Gróttu, 12-10, þegar flautað hefur verið til hálfleiks í úrslitaleik liðanna í SS-bikarkeppni kvenna í handbolta. Grótta byrjaði mun betur í leiknum og náði meðal annars 3-0 foyrustu, en eftir því sem liðið hefur á hálfleikinn hafa Haukar smám saman náð yfirhöndinni. Handbolti 10.3.2007 13:57 Goðsagnir Man. Utd. dásama Ronaldo Bobby Charlton og David Beckham, tveir af þekktustu leikmönnum Manchester United frá upphafi, hafa nú bæst í hóp þeirra sem segja Cristiano Ronaldo einfaldlega vera besta leikmann heims um þessar mundir. Báðir eru þeir sammála um að Ronaldo geri hluti sem hafi aldrei sést áður í sögu knattspyrnunnar. Enski boltinn 10.3.2007 13:20 Thierry Henry: Hrikaleg vonbrigði "Þetta eru hrikaleg vonbrigði fyrir mig og ég er algjörlega eyðilagður,” segir Thierry Henry hjá Arsenal, en stjóri liðsins, Arsene Wenger, hefur sem kunnugt er staðfest að franski sóknarmaðurinn spilar ekki með liðinu það sem eftir er tímabilsins. Henry sættir sig hins vegar við orðin hlut og ætlar að mæta sterkur til leiks á næsta tímabili. Enski boltinn 10.3.2007 12:53 Shaq stendur sig vel í fjarveru Wade Tröllið Shaquille O´Neal hjá Miami lék einn sinn besta leik á tímilinu í nótt þegar meistarar Miami lögðu Minnesota í NBA-deildinni í nótt, 105-91. O´Neal skoraði 32 stig, þar af 15 í fyrsta fjórðung, og hitti úr 13 af 16 skotum sínum í leiknum. Körfubolti 10.3.2007 12:47 Grindavík vann Keflavík 116 - 99 Grindvíkingar sigruðu Keflvíkinga í suðurnesjaslag í Iceland Express deildinni í körfuknattleik í kvöld, 116 - 99. Leikurinn fór fram í Grindavík. Keflvíkingar byrjuðu leikinn betur en eftir fyrsta leikhluta tóku Grindvíkingar við sér og voru brátt skrefi á undan Keflavík og voru það það sem eftir lifði leiks. Körfubolti 5.3.2007 21:48 KR bar siguorð af Tindastól KR bar sigur úr býtum í viðureign sinni við Tindastól í Iceland Express deildinni í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram á Sauðarkróki og endaði 81 - 99. Leikurinn byrjaði með látum og í upphafi var Tindastóll með forustuna. Kr-ingar tóku þó fljótlega við sér og voru skrefinu á undan það allt þangað til í þriðja leikhluta en þá varð jafnt á milli liðanna. Í upphafi fjórða leikhluta lokuðu KR-ingar vörninni og því fór sem fór. Körfubolti 5.3.2007 21:18 Unnu Tékka 30 - 25 A-landslið kvenna sigraði nú í kvöld Tékka á æfingarmóti í Tékklandi. Leikurinn endaði 30-25 fyrir Íslandi en staðan í hálfleik var 12-11 fyrir Íslandi. Handbolti 2.3.2007 23:21 ÍR bar sigurorð af Haukum í æsispennandi leik ÍR bar sigurorð af Haukum í æsispennandi leik í Iceland Express deildinni í körfuknattleik í kvöld, 95 - 97. Marel Guðlaugsson spilaði í liði Hauka og varð þar með leikjahæsti maður deildarinnar. Hann var heiðraður fyrir leikinn. Leikurinn var jafn allt frá fyrstu mínútu en ÍR-ingar voru þó skrefinu á undan. Körfubolti 2.3.2007 21:15 KR bar sigurorð af Hamar/Selfoss KR bar sigurorð af Hamar/Selfoss í 21. umferð Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik í kvöld með 75 stigum gegn 52 stigum. KR-ingar leiddu allan leikinn með um tveimur til tíu stigum. Leiðir fóru síðan að skiljast í seinni hálfleik en þá fóru KR-ingar að hitta betur og herða vörnina hjá sér. Hamar/Selfoss komst lítt áleiðis og sést það best á því að þeir skoruðu aðeins eina þriggja stiga körfu í öllum leiknum. Körfubolti 2.3.2007 20:45 Fowler vill nýjan samning hjá Liverpool Enski framherjinn Robbie Fowler vonast til þess að fá samning sinn við Liverpool framlengdan þrátt fyrir að hann fái ekki mörg tækifæri hjá liðinu um þessar undir. Hinn 31 árs gamli Fowler skoraði um síðustu helgi sín fyrstu deildarmörk frá því í ágúst, en hann hefur engu að síður mikla trú á sjálfum sér. Enski boltinn 26.2.2007 21:14 Njarðvík hafði betur í toppslagnum gegn KR Njarðvíkingar þurfa einn sigur til viðbótar til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir sigur á helstu keppinautunum í KR í kvöld, 83-73. Njarðvík er nú komið með 34 stig eftir 19 leiki en næstu lið, KR og Skallagrímur, eru með 30. Alls eru leiknar 22 umferðir. Körfubolti 26.2.2007 20:59 Federer: Ég mun aldrei toppa Connors Svisslendingurinn Roger Federer segist aldri munu toppa feril hins goðsagnarkennda Jimmy Connors, en í dag sló Federer 30 ára gamalt met hans með því að vera í efsta sæti heimslista karla 161. vikuna í röð. Federer segir að afrek Connors að vinna 109 mót á ferli sínum sé met sem líklega verði aldrei slegið. Sport 26.2.2007 16:48 Arsenal og Chelsea áfrýja gegn rauðum spjöldum Arsenal og Chelsea hafa ákveðið að áfrýja gegn rauðu spjöldunum sem leikmenn þeirra Emmanuel Adebayor og John Obi Mikel.fengu í bikarúrslitaleik liðanna í gær. Tvímenningarnir fengu reisupassann fyrir sinn þátt í uppákomunni sem átti sér stað undir lok leiksins ásamt Kolo Toure. Arsenal sættir sig hins vegar við spjaldið sem hann fékk. Enski boltinn 26.2.2007 19:44 Terry man ekkert eftir síðari hálfleik John Terry, fyrirliði Chelsea, man ekkert eftir höfuðhögginu sem hann varð fyrir í úrslitaleik deildabikarsins gegn Arsenal í gær. Það síðasta sem Terry man var þegar hann gekk út úr búningsklefanum í hálfleik en síðan vissi hann ekki af sér fyrr en hann kominn á sjúkrahús. Allur tími þar á milli, eða rúm klukkustund, er horfið úr minni Terry. Enski boltinn 26.2.2007 19:43 Ullrich hættir keppni Þýski hjólreiðakappinn Jan Ullrich hefur tilkynnt að hann sé hættur að keppa opinberlega. Ullrich, sem er 33 ára, bindur þannig enda á nokkurra vikna vangaveltur sem hafa verið á kreiki í heimalandi hans. Ullrich er þekktastur fyrir að hafa unnið Tour de France hjólreiðakeppnina árið 1997. Sport 26.2.2007 16:46 Beckham fær fjórfalt hærri laun en næsti maður Launin sem David Beckham mun fá hjá LA Galaxy fyrir það eitt að spila fótbolta eru um 370 milljónir á ári, eða rúmlega fjórum sinnum meira en næstlaunahæsti leikmaður deildarinnar, Juan Francisco Palencia hjá Chivas USA, fær á þessu tímabili. Fótbolti 26.2.2007 13:06 Radmanovic laug til um meiðsli Vladimir Radmanovic, framherji LA Lakers, sagði ósatt þegar hann útskýrði fyrir forráðamönnum félagsins hvernig hann hefði hlotið axlarmeiðslin sem hann varð fyrir um síðustu helgi. Radmanovic sagðist hafa dottið en sannleikurinn er að hann datt á snjóbretti. Hann verður frá í tvo mánuði og má búast við sekt frá félaginu fyrir uppátækið. Körfubolti 26.2.2007 13:03 Mauresmo vill lengja leiki kvenna í tennis Amelie Mauresmo, stigahæsta tenniskona heims, telur að viðureignir kvenna á stórmótum í tennis eigi að geta farið upp í fimm sett ef þörf er á, rétt eins venja er í karlaflokki. Í kvennaflokki er það iðulega sá spilari sem fyrr vinnur tvær lotur sem fer með sigur af hólmi. Sport 26.2.2007 16:42 Stenson algjörlega búinn á því “Ég er of þreyttur til að geta fagnað,” sagði hinn sænski Henrik Stenson, nýkrýndur heimsmeistari í holukeppni, eftir að hafa lagt Ástralann Geoff Ogilvy af velli í úrslitum í gær. Stenson spilaði 120 holur á fimm dögum í Arizona og segir sá sænski að mótið hafi verið hans mesta þolraun til þessa á ferlinum. Golf 26.2.2007 13:04 Arsenal bauð í Robinho Umboðsmaður brasilíska sóknarmannsins Robinho hjá Real Madrid hefur greint frá því að Arsenal og AC Milan hafi viljað fá leikmanninn í sínar raðir þegar leikmannaglugginn var opinn í upphafi ársins. Forráðamenn Real Madrid komu hins vegar í veg fyrir að Robinho færi því félagið ku ekki vera tilbúið að selja Brasilíumanninn. Fótbolti 26.2.2007 13:00 Sigurður valdi 20 stúlkur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið 20 stúlkur til að taka þátt í Algarve-mótinu í knattspyrnu sem hefst í Portgúal þann 5. mars nk. Átta leikmenn Vals eru í hópi Sigurðar. Fótbolti 26.2.2007 15:00 Lewis mun ekki stíga aftur í hringinn Lennox Lewis, fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, hefur útilokað endurkomu í hringinn á þessu ári, en sögusagnir þess efnis fóru eins og eldur um sinu í hnefaleikaheiminum í gær. Þungavigtarkappinn fyrrverandi, sem er orðinn 41 árs að aldri, segist aldrei hafa gengið á bak orða sinna – og því ætli hann ekki að byrja á nú. Sport 26.2.2007 12:58 Carl Lewis óánægður með þróun mála Fyrrum frjálsíþróttakappinn Carl Lewis segir að íþróttin eigi við mikinn vanda að stríða um þessar mundir og fer hann ekki fögrum orðum um þá íþróttamenn sem neyta ólöglegra lyfja til að bæta árangur sinn. Lewis segir þá örfáu útvöldu, sem kjósa að eyðileggja fyrir öllum hinum, eiga ekkert gott skilið. Sport 26.2.2007 12:56 Ibanez: Real Madrid er lélegt lið Pablo Ibanez, varnarmaður Atletico Madrid, segist sjaldan hafa séð eins lélega frammistöðu hjá Real Madrid eins og þegar liðin mættust á föstudagskvöld í spænsku úrvalsdeildinni. Ibanez segir með ólíkindum að Atletico hafi ekki náð að vinna leikinn, en hann endaði með 1-1 jafntefli. Fótbolti 26.2.2007 12:54 Totti heldur áfram að klúðra vítaspyrnum Francesco Totti, fyrirliði Roma á Ítalíu, mun halda áfram að taka vítaspyrnur liðsins þrátt fyrir að hafa klúðrað sinni sjöttu vítaspyrnu á leiktíðinni gegn Reggina um helgina. Á sama tíma hefur Totti aðeins skorað úr fjórum vítaspyrnum. Eins ótrúlegt og það hljómar þá ætlar þjálfari liðsins ekki að breyta um vítaskyttu. Fótbolti 26.2.2007 12:36 Ronaldinho: Ég hef aldrei verið í betra formi Ronaldinho, brasilíski snillingurinn hjá Barcelona, kveðst aldrei hafa verið í betra formi og að hann hafi verið staðráðinn í að sýna það í leiknum gegn Atletico Bilbao í gær. Ronaldinho var stórkostlegur í leiknum, en fyrir nokkrum dögum voru birtar myndir sem gáfu til kynna að hann hefði fitnað um nokkur kíló. Fótbolti 26.2.2007 12:28 Adebayor: Ég gerði ekkert rangt Emmanuel Adebayor, framherji Arsenal, kveðst ekki skilja af hverju hann fékk að líta rauða spjaldið fyrir þátt sinn í ryskingunum sem áttu sér stað undir lok bikarúslitaleiksins gegn Chelsea í gær. Adebayor segist ekki hafa gert neitt rangt. Enski boltinn 26.2.2007 11:49 « ‹ 61 62 63 64 65 66 67 68 69 … 334 ›
Haukastúlkur bikarmeistarar í fjórða sinn Haukastúlkur tryggðu sér sigur í SS-bikarkeppni kvenna í dag með því að bera sigurorð af Gróttu í úrslitaleik í Laugardalshöllinni, 25-22. Sigur Hauka var sanngjarn en liðið hafði yfirhöndina allan leikinn, ef fyrstu 10 mínúturnar eru undanskildar. Þetta er í fjórða sinn í sögunni sem Haukastúlkur verða bikarmeistarar. Handbolti 10.3.2007 15:01
Þorey Edda kominn í gang á ný Stangarstökkvarinn Þórey Edda Elíasdóttir stökk 4,25 metra á sínu fyrsta móti í 18 mánuði í Þýskalandi í gærkvöldi. Þórey Edda segist á bloggsíðu vera mjög sátt með árangur sinn á mótinu og að axlarmeiðslin hafi ekki háð henni að viti. Það gerðu hins vegar eymslu í hásinum, sem urðu á endanum til þess að Þórey Edda hætti keppni. Sport 10.3.2007 14:36
Jol ætlar að vinna titla með Tottenham Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, mun ekki una sér hvíldar fyrr en hann hefur unnið einhverja titla með félaginu. Jol hefur verið nefndur sem hugsanlegur arftaki Jose Mourinho hjá Chelsea en sjálfur segist hann ekki ætla að fara frá Tottenham fyrr en hann hefur náð þessu markmiði sínu. Enski boltinn 10.3.2007 14:21
Haukar í góðri stöðu í hálfleik Haukastúlkur hafa forystu gegn Gróttu, 12-10, þegar flautað hefur verið til hálfleiks í úrslitaleik liðanna í SS-bikarkeppni kvenna í handbolta. Grótta byrjaði mun betur í leiknum og náði meðal annars 3-0 foyrustu, en eftir því sem liðið hefur á hálfleikinn hafa Haukar smám saman náð yfirhöndinni. Handbolti 10.3.2007 13:57
Goðsagnir Man. Utd. dásama Ronaldo Bobby Charlton og David Beckham, tveir af þekktustu leikmönnum Manchester United frá upphafi, hafa nú bæst í hóp þeirra sem segja Cristiano Ronaldo einfaldlega vera besta leikmann heims um þessar mundir. Báðir eru þeir sammála um að Ronaldo geri hluti sem hafi aldrei sést áður í sögu knattspyrnunnar. Enski boltinn 10.3.2007 13:20
Thierry Henry: Hrikaleg vonbrigði "Þetta eru hrikaleg vonbrigði fyrir mig og ég er algjörlega eyðilagður,” segir Thierry Henry hjá Arsenal, en stjóri liðsins, Arsene Wenger, hefur sem kunnugt er staðfest að franski sóknarmaðurinn spilar ekki með liðinu það sem eftir er tímabilsins. Henry sættir sig hins vegar við orðin hlut og ætlar að mæta sterkur til leiks á næsta tímabili. Enski boltinn 10.3.2007 12:53
Shaq stendur sig vel í fjarveru Wade Tröllið Shaquille O´Neal hjá Miami lék einn sinn besta leik á tímilinu í nótt þegar meistarar Miami lögðu Minnesota í NBA-deildinni í nótt, 105-91. O´Neal skoraði 32 stig, þar af 15 í fyrsta fjórðung, og hitti úr 13 af 16 skotum sínum í leiknum. Körfubolti 10.3.2007 12:47
Grindavík vann Keflavík 116 - 99 Grindvíkingar sigruðu Keflvíkinga í suðurnesjaslag í Iceland Express deildinni í körfuknattleik í kvöld, 116 - 99. Leikurinn fór fram í Grindavík. Keflvíkingar byrjuðu leikinn betur en eftir fyrsta leikhluta tóku Grindvíkingar við sér og voru brátt skrefi á undan Keflavík og voru það það sem eftir lifði leiks. Körfubolti 5.3.2007 21:48
KR bar siguorð af Tindastól KR bar sigur úr býtum í viðureign sinni við Tindastól í Iceland Express deildinni í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram á Sauðarkróki og endaði 81 - 99. Leikurinn byrjaði með látum og í upphafi var Tindastóll með forustuna. Kr-ingar tóku þó fljótlega við sér og voru skrefinu á undan það allt þangað til í þriðja leikhluta en þá varð jafnt á milli liðanna. Í upphafi fjórða leikhluta lokuðu KR-ingar vörninni og því fór sem fór. Körfubolti 5.3.2007 21:18
Unnu Tékka 30 - 25 A-landslið kvenna sigraði nú í kvöld Tékka á æfingarmóti í Tékklandi. Leikurinn endaði 30-25 fyrir Íslandi en staðan í hálfleik var 12-11 fyrir Íslandi. Handbolti 2.3.2007 23:21
ÍR bar sigurorð af Haukum í æsispennandi leik ÍR bar sigurorð af Haukum í æsispennandi leik í Iceland Express deildinni í körfuknattleik í kvöld, 95 - 97. Marel Guðlaugsson spilaði í liði Hauka og varð þar með leikjahæsti maður deildarinnar. Hann var heiðraður fyrir leikinn. Leikurinn var jafn allt frá fyrstu mínútu en ÍR-ingar voru þó skrefinu á undan. Körfubolti 2.3.2007 21:15
KR bar sigurorð af Hamar/Selfoss KR bar sigurorð af Hamar/Selfoss í 21. umferð Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik í kvöld með 75 stigum gegn 52 stigum. KR-ingar leiddu allan leikinn með um tveimur til tíu stigum. Leiðir fóru síðan að skiljast í seinni hálfleik en þá fóru KR-ingar að hitta betur og herða vörnina hjá sér. Hamar/Selfoss komst lítt áleiðis og sést það best á því að þeir skoruðu aðeins eina þriggja stiga körfu í öllum leiknum. Körfubolti 2.3.2007 20:45
Fowler vill nýjan samning hjá Liverpool Enski framherjinn Robbie Fowler vonast til þess að fá samning sinn við Liverpool framlengdan þrátt fyrir að hann fái ekki mörg tækifæri hjá liðinu um þessar undir. Hinn 31 árs gamli Fowler skoraði um síðustu helgi sín fyrstu deildarmörk frá því í ágúst, en hann hefur engu að síður mikla trú á sjálfum sér. Enski boltinn 26.2.2007 21:14
Njarðvík hafði betur í toppslagnum gegn KR Njarðvíkingar þurfa einn sigur til viðbótar til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir sigur á helstu keppinautunum í KR í kvöld, 83-73. Njarðvík er nú komið með 34 stig eftir 19 leiki en næstu lið, KR og Skallagrímur, eru með 30. Alls eru leiknar 22 umferðir. Körfubolti 26.2.2007 20:59
Federer: Ég mun aldrei toppa Connors Svisslendingurinn Roger Federer segist aldri munu toppa feril hins goðsagnarkennda Jimmy Connors, en í dag sló Federer 30 ára gamalt met hans með því að vera í efsta sæti heimslista karla 161. vikuna í röð. Federer segir að afrek Connors að vinna 109 mót á ferli sínum sé met sem líklega verði aldrei slegið. Sport 26.2.2007 16:48
Arsenal og Chelsea áfrýja gegn rauðum spjöldum Arsenal og Chelsea hafa ákveðið að áfrýja gegn rauðu spjöldunum sem leikmenn þeirra Emmanuel Adebayor og John Obi Mikel.fengu í bikarúrslitaleik liðanna í gær. Tvímenningarnir fengu reisupassann fyrir sinn þátt í uppákomunni sem átti sér stað undir lok leiksins ásamt Kolo Toure. Arsenal sættir sig hins vegar við spjaldið sem hann fékk. Enski boltinn 26.2.2007 19:44
Terry man ekkert eftir síðari hálfleik John Terry, fyrirliði Chelsea, man ekkert eftir höfuðhögginu sem hann varð fyrir í úrslitaleik deildabikarsins gegn Arsenal í gær. Það síðasta sem Terry man var þegar hann gekk út úr búningsklefanum í hálfleik en síðan vissi hann ekki af sér fyrr en hann kominn á sjúkrahús. Allur tími þar á milli, eða rúm klukkustund, er horfið úr minni Terry. Enski boltinn 26.2.2007 19:43
Ullrich hættir keppni Þýski hjólreiðakappinn Jan Ullrich hefur tilkynnt að hann sé hættur að keppa opinberlega. Ullrich, sem er 33 ára, bindur þannig enda á nokkurra vikna vangaveltur sem hafa verið á kreiki í heimalandi hans. Ullrich er þekktastur fyrir að hafa unnið Tour de France hjólreiðakeppnina árið 1997. Sport 26.2.2007 16:46
Beckham fær fjórfalt hærri laun en næsti maður Launin sem David Beckham mun fá hjá LA Galaxy fyrir það eitt að spila fótbolta eru um 370 milljónir á ári, eða rúmlega fjórum sinnum meira en næstlaunahæsti leikmaður deildarinnar, Juan Francisco Palencia hjá Chivas USA, fær á þessu tímabili. Fótbolti 26.2.2007 13:06
Radmanovic laug til um meiðsli Vladimir Radmanovic, framherji LA Lakers, sagði ósatt þegar hann útskýrði fyrir forráðamönnum félagsins hvernig hann hefði hlotið axlarmeiðslin sem hann varð fyrir um síðustu helgi. Radmanovic sagðist hafa dottið en sannleikurinn er að hann datt á snjóbretti. Hann verður frá í tvo mánuði og má búast við sekt frá félaginu fyrir uppátækið. Körfubolti 26.2.2007 13:03
Mauresmo vill lengja leiki kvenna í tennis Amelie Mauresmo, stigahæsta tenniskona heims, telur að viðureignir kvenna á stórmótum í tennis eigi að geta farið upp í fimm sett ef þörf er á, rétt eins venja er í karlaflokki. Í kvennaflokki er það iðulega sá spilari sem fyrr vinnur tvær lotur sem fer með sigur af hólmi. Sport 26.2.2007 16:42
Stenson algjörlega búinn á því “Ég er of þreyttur til að geta fagnað,” sagði hinn sænski Henrik Stenson, nýkrýndur heimsmeistari í holukeppni, eftir að hafa lagt Ástralann Geoff Ogilvy af velli í úrslitum í gær. Stenson spilaði 120 holur á fimm dögum í Arizona og segir sá sænski að mótið hafi verið hans mesta þolraun til þessa á ferlinum. Golf 26.2.2007 13:04
Arsenal bauð í Robinho Umboðsmaður brasilíska sóknarmannsins Robinho hjá Real Madrid hefur greint frá því að Arsenal og AC Milan hafi viljað fá leikmanninn í sínar raðir þegar leikmannaglugginn var opinn í upphafi ársins. Forráðamenn Real Madrid komu hins vegar í veg fyrir að Robinho færi því félagið ku ekki vera tilbúið að selja Brasilíumanninn. Fótbolti 26.2.2007 13:00
Sigurður valdi 20 stúlkur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið 20 stúlkur til að taka þátt í Algarve-mótinu í knattspyrnu sem hefst í Portgúal þann 5. mars nk. Átta leikmenn Vals eru í hópi Sigurðar. Fótbolti 26.2.2007 15:00
Lewis mun ekki stíga aftur í hringinn Lennox Lewis, fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, hefur útilokað endurkomu í hringinn á þessu ári, en sögusagnir þess efnis fóru eins og eldur um sinu í hnefaleikaheiminum í gær. Þungavigtarkappinn fyrrverandi, sem er orðinn 41 árs að aldri, segist aldrei hafa gengið á bak orða sinna – og því ætli hann ekki að byrja á nú. Sport 26.2.2007 12:58
Carl Lewis óánægður með þróun mála Fyrrum frjálsíþróttakappinn Carl Lewis segir að íþróttin eigi við mikinn vanda að stríða um þessar mundir og fer hann ekki fögrum orðum um þá íþróttamenn sem neyta ólöglegra lyfja til að bæta árangur sinn. Lewis segir þá örfáu útvöldu, sem kjósa að eyðileggja fyrir öllum hinum, eiga ekkert gott skilið. Sport 26.2.2007 12:56
Ibanez: Real Madrid er lélegt lið Pablo Ibanez, varnarmaður Atletico Madrid, segist sjaldan hafa séð eins lélega frammistöðu hjá Real Madrid eins og þegar liðin mættust á föstudagskvöld í spænsku úrvalsdeildinni. Ibanez segir með ólíkindum að Atletico hafi ekki náð að vinna leikinn, en hann endaði með 1-1 jafntefli. Fótbolti 26.2.2007 12:54
Totti heldur áfram að klúðra vítaspyrnum Francesco Totti, fyrirliði Roma á Ítalíu, mun halda áfram að taka vítaspyrnur liðsins þrátt fyrir að hafa klúðrað sinni sjöttu vítaspyrnu á leiktíðinni gegn Reggina um helgina. Á sama tíma hefur Totti aðeins skorað úr fjórum vítaspyrnum. Eins ótrúlegt og það hljómar þá ætlar þjálfari liðsins ekki að breyta um vítaskyttu. Fótbolti 26.2.2007 12:36
Ronaldinho: Ég hef aldrei verið í betra formi Ronaldinho, brasilíski snillingurinn hjá Barcelona, kveðst aldrei hafa verið í betra formi og að hann hafi verið staðráðinn í að sýna það í leiknum gegn Atletico Bilbao í gær. Ronaldinho var stórkostlegur í leiknum, en fyrir nokkrum dögum voru birtar myndir sem gáfu til kynna að hann hefði fitnað um nokkur kíló. Fótbolti 26.2.2007 12:28
Adebayor: Ég gerði ekkert rangt Emmanuel Adebayor, framherji Arsenal, kveðst ekki skilja af hverju hann fékk að líta rauða spjaldið fyrir þátt sinn í ryskingunum sem áttu sér stað undir lok bikarúslitaleiksins gegn Chelsea í gær. Adebayor segist ekki hafa gert neitt rangt. Enski boltinn 26.2.2007 11:49