Enski boltinn

Jol ætlar að vinna titla með Tottenham

Martin Jol ætlar að koma Tottenham í hóp bestu liða Englands.
Martin Jol ætlar að koma Tottenham í hóp bestu liða Englands. MYND/Getty

Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, mun ekki una sér hvíldar fyrr en hann hefur unnið einhverja titla með félaginu. Jol hefur verið nefndur sem hugsanlegur arftaki Jose Mourinho hjá Chelsea en sjálfur segist hann ekki ætla að fara frá Tottenham fyrr en hann hefur náð þessu markmiði sínu. Tottenham mætir Chelsea í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar á morgun.

“Frá því að ég kom hingað fyrst hef ég verið með ákveðna framtíðarsýn. Við erum ekki ennþá komnir þangað sem við viljum vera, að vera að berjast um titla en við færumst sífellt nær. Ég mun ekki slaka á fyrr en ég næ þessu markmiði,” segir Jol.

Hollenski stjórinn segir það alls ekki ómögulegt fyrir leikmenn Tottenham að sækja sigur á Stamford Bridge á morgun. “Við stefnum á sigur og ef allir spila eins og þeir geta best þá tel ég okkur eiga góða möguleika. Okkur langar í bikarmeistaratitilinn,” sagði Jol.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×