Íþróttir Hvers virði er hestamennskan? Ágætur vinur minn til margra ára hringdi í mig eftir vikulanga dvöl í Rússlandi, búinn að lesa allt um sigurgöngu íslenska hestsins þar í landi. Danni getur þú ekki reddað mér ógurlegum gæðing? Sagði hann við mig í síma. Þessi ágæti maður er einn af þessum nýríku strákum sem hafa hagnast ógurlega á verðbréfaviðskiptum og halda að allt sé fallt fyrir aurinn, meira að segja hvernig eigi að sitja hest. Sport 20.5.2007 21:32 Heimsmet á kynbótasýningu í Þýskalandi Garri frá Reykjavík toppaði Stála frá Kjarri og setti þar með nýtt heimsmet, en klárinn hjá Jóa Skúla sem sýndur var nú í yfirliti á kynbótasýningu í Þýskalandi kom út með 8,77 í aðaleinkunn. Jói sagði í samtali við Hestafréttir nú rétt í þessu að munurinn á þessum stóðhestum gæti ekki hafa verið minni en það munar á þeim 0.01, en Stáli er með 8.76 í aðaleinkunn. Sport 20.5.2007 14:04 Elli Sig rétt að byrja Erling Sigurðsson er búinn að vera viðloðandi hestamennsku í hálfa öld, hvort sem það er á keppnisvellinum eða í kennslu. Elli Sig eins og flestir þekkja hann keppti fyrst í stökki árið 1958 og þá byrjaði eiginlegur ferill Ella Sig. Það voru tímamót í lífi þessa stórsnillings í dag þegar hann keppti í síðasta skipti á hesti sínum Feld frá Lauganesi. Sport 19.5.2007 20:41 Mótahald um helgina Mikið er um mótahald nú um helgina og má þar nefna þrjú íþróttamót. Eitt er haldið hjá Herði í Mosfellsbæ, hjá Andvara í Garðabæ og hjá Gusturum í Kópavogi. Íþróttamót hefst síðan á morgun sunnudag hjá Geysi á Hellu. Sport 19.5.2007 17:46 Hestarnir alltaf vinsælastir Stöð 2 hélt heljarinnar veislu í Húsdýragarðinum í dag og var talið að um 20.000 manns hafi lagt leið sína í garðinn. Þrátt fyrir skemmtilegar lestaferðir, hoppukastala og annað afþreyingarefni þá var röðin í hestana sú allra lengsta. Sport 19.5.2007 17:35 Detroit í úrslit Austandeildar NBA Detroit Pistons tryggði sér sæti í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í gærkvöldi. Þá fór fram sjötti leikur Detroit og Chicago Bulls. Richard Hamilton hjá Detroit með 23 stig. Leikurinn endaði 85 - 95 en hann fór fram í Chicago. Körfubolti 18.5.2007 10:49 Lorenzo og íslenski hesturinn Á hestasýningu sem haldin var um síðustu helgi í Pétursborg í Rússlandi var sýndur í fyrsta skipti þar í landi íslenskur hestur og vakti hann gríðalega athygli. Hestasnillingurinn Lorenzo sem var stjarna sýningarinnar heillaðist svo af íslenska hestinum að hann óskaði eftir því sjálfur við íslensku sendinefndina að fá að fara á bak honum. Sport 17.5.2007 13:26 Sterkasta kynbótasýning til þessa í þýskalandi Ein sterkasta og stærsta kynbótasýning til þessa í þýskalandi var haldin á búgarðinum Lipperthof Wurz um síðustu helgi. Um 150 hross voru þar sýnd í dóm. Naskur von Oed stóð efstur í flokki 6 vetra stóðhesta með aðaleinkunina 8.58. Djáknar frá Hvammi stóð efstur í flokki 7 vetra stóðhesta með 8.46. Urður frá Gunnarsholti fékk einnig mjög góðan dóm en hún fékk 8.48. Sport 17.5.2007 09:58 Úrslit fyrstu skeiðleika 2007 Þá er keppni lokið á fyrstu Skeiðleikum Skeiðfélagsins og Glitnis. Verslunin Baldvin og Þorvaldur gaf gjafabréf fyrir reiðhjálmi í fyrsta sætið í 250m skeiði. Veðrið lék við gesti Skeiðleikanna en meðfylgjandi eru úrslit öll úrslit mótsins. Sport 17.5.2007 09:56 Óhapp á sýningu íslenska hestsins í Rússlandi Óhapp varð í sýningu hjá íslenska hópnum í Pétursborg í Rússlandi en þar féll hestur Páls Braga í lokaatriðinu. Hestur hans steig í aðra hófhlífina með þeim afleiðingum að hesturinn hrasaði með svakalegustu byltu sem sögur fara af. Sport 12.5.2007 19:36 Stór dagur í Rússlandi fyrir íslenska hestinn Rétt í þessu var að ljúka sýnikennslu íslenska hópsins og blaðamannafundi þar sem Hafliði Halldórsson, Gunnar Arnarsson og fleiri úr íslensku nefndinni svöruðu spurningum blaðamanna frá öllum heimshornum. Eftir sýnikennsluna kom óvænt heimsmeistari í dressure reiðmennsku á íslenskum klár ríðandi inní höllina við mikinn fögnuð áhorfenda þar sem að flest allir gestir hússins könnuðust við þennan knapa. Sport 12.5.2007 19:05 Einar Árni til Breiðabliks Körfuknattleiksdeild Breiðabliks og Einar Árni Jóhannsson hafa komist að samkomulagi um að Einar Árni þjálfi lið meistaraflokks karla hjá Breiðablik ásamt með að vera yfirþjálfari unglingaflokka hjá félaginu. Körfubolti 11.5.2007 19:11 Sér eftir að hafa barið hestinn Í þættinum Kompás sem sýndur var nú í kvöld á Stöð 2 var sýnt átakanlegt myndband af manni sem lemur hest sinn ítrekað og sparkar undir kvið hans og lemur hann margoft í hausinn. Hestafréttir höfðu upp á manninum sem um ræðir og heitir hann Hilmar Hróason og heldur hann hesta á Vatnsenda í Kópavogi. Sport 29.4.2007 21:12 Íslandsmet í armbeygjum Íslandsmet var sett í armbeygjum á Skólahreysti í Laugardalshöll í gærkvöldi. Fríða Rún Einarsdóttir sló met Kristjönu Sæunnar Ólafsdóttur frá því í fyrra með því að taka 65 armbeygjur. Metið var 60. Fríða var í vinningsliði Skólahreystis úr Lindarskóla. Þau settu einnig Íslandsmet í hraðaþraut. Í öðru sæti í keppninni varð Hagaskóli og í því þriðja Breiðholtsskóli. Sport 27.4.2007 11:33 Siggi stöðvaði sigurgöngu Þorvaldar á “Þeir allra sterkustu” Hrossabóndinn Sigurður Sigurðarson í Þjóðólfshaga sigraði töltkeppnina á “Þeir allra sterkustu” í Skautahöllinni í Laugardal í gærkveldi á Freyð frá Hafsteinsstöðum. Gríðarlega hörð keppni var á milli fimm efstu hestanna en Sævar Örn Sigurvinsson reið sig upp úr B-úrslitum á Þotu frá Neðra-Seli. Sport 15.4.2007 10:50 Ítalir herma eftir Englendingum Ítalir hafa ákveðið að taka upp öryggiskerfi á knattspyrnuleikjum sem byggir á enskri fyrirmynd. Sem stendur sér lögreglan um gæslu á leikjum á Ítalíu en í Englandi sjá sérstakir gæslumenn um öryggisvörslu á leikjum. Fótbolti 13.4.2007 12:08 Slúðrið í enska í dag Slúðrið er vinsælt í boltanum og hérna er yfirlit yfir það helsta sem að BBC tíndi til frá hinum ýmsu bresku fjölmiðum í dag. Fótbolti 13.4.2007 11:02 Diddi Bárðar sigraði tvöfalt í dag í Meistaradeild VÍS Sigurbjörn Bárðarson sigraði tvöfalt í dag þegar hann vann gæðingaskeiðið og 150 m skeiðið í Meistaradeild VÍS sem haldin var að þessu sinni á Gaddstaðaflötum á Hellu. Það var kalt í veðri og rigningin lét sig ekki vanta en það fékk ekkert á knapa og hesta og var keppnin hörð í báðum greinum. Sport 9.4.2007 19:49 Þorvaldur Árni sigraði Ístölt 2007 Þorvaldur Árni Þorvaldsson sigraði Ístöltið í gærkveldi á Rökkva frá Hárlaugsstöðum fyrir fullu húsi í Skautahöllinni í Laugardal. Það sem kom á óvart var að hestar á borð við Þórodd frá Þóroddsstöðum, Markús frá Langholtsparti og Leikni frá Vakurstöðum voru allir í B-úrslitum. Sport 1.4.2007 13:20 NBA - Tveir leikir í framlengingu Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tveir þeirra fóru í framlengingu. New Orleans tók á móti New York Knicks í Oklahoma í hnífjöfnum leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystu gegnum allan leikinn. Liðin eru bæði í mikilli baráttu um laus sæti í úrslitakeppninni og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Sport 1.4.2007 10:08 Keflavík komið í úrslitin Kvennalið Keflavíkur tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Iceland Express deild kvenna í körfubolta þegar það bar sigur af Grindavík í fjórðu viðureign liðanna. Keflavík sigraði 91 - 76 og vann einvígið því 3 - 1. Keflvíkingar munu þar mæta sigurliðinu úr einvígi Hauka og ÍS en þau lið eigast við í hreinum úrslitaleik á Ásvöllum á morgun. Körfubolti 30.3.2007 22:01 Kiel í úrslit meistaradeildarinnar Þýska liðið Kiel bar í kvöld sigurorð af spænska liðinu Portland-San Antonio í undanúrslitum meistaradeildarinnar í handbolta, 37 - 34. Þetta var seinni leikur liðanna og vann Kiel samtals 65 - 64. Jafnt var með liðunum framan af leik en þegar líða tók á seinni hálfleikinn seig Kiel fram úr. Góð markvarsla og nýting á færum var það sem skildi á milli liðanna á þeim kafla. Áhorfendur voru vel með á nótunum en leikurinn fór fram á heimavelli Kiel. Handbolti 30.3.2007 19:10 Hulda Gústafsdóttir sigraði fimmganginn í Meistaradeild VÍS Hulda Gústafsdóttir sigraði fimmganginn í Meistaradeild VÍS sem haldin var í gærkveldi á Galdri frá Flagbjarnarholti fyrir fullu húsi í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Keppnin var gríðalega hörð og réðust úrslit í bráðabana á milli Huldu og Viðars Ingólfssonar á hestinum Riddara frá Krossi og varð honum að falli skeiðið í bráðabananum. Sport 30.3.2007 11:15 Öllu tjaldað til í kvöld í Meistaradeild VÍS Í kvöld fer fram fimmta keppnisgreinin af níu og mun keppnin í kvöld væntanlega marka þau skil milli keppenda að fræðilega ómögulegt verður fyrir þorra þeirra að sigra eftir kvöldið. Það er ljóst að knapar tjalda öllu sem til er í kvöld. Þorvaldur Árni, Siggi Sig og Viðar Ingólfs skipuðu þrjú efstu sætin í fimmgangi í fyrra og munu þeir allir mæta með sömu hross í kvöld, en þau eru í sömu röð Þokki frá Kýrholti, Skugga-Baldur og Riddari frá Krossi. Sport 29.3.2007 10:42 Tveir öflugir á Ístölt 2007 Mikil spenna ríkir fyrir að fá að sjá þá Daníel Jónsson á stóðhestinum fræga Þóroddi frá Þóroddsstöðum og Hinrik Bragason á Skúmi frá Neðri-Svertingsstöðum næsta laugardag þann 31. mars 2007 á Ístöltinu í Skautahöllinni í Laugardal. Þóroddur er búinn að sanna sig á kynbóta-og keppnisbrautinni. Hann hefur unnið fjölda sigra og er með 8,28 fyrir sköpulag og einkunnina 9,04 fyrir hæfileika. Sport 29.3.2007 08:20 Spánverjar báru sigurorð af Íslendingum Íslenska landsliðið tapaði 1-0 fyrir því spænska í leik liðanna á Mallorca í undankeppni EM í kvöld. Sigur Spánverja var fyllilega verðskuldaður og hefði orðið miklu stærri ef ekki hefði verið fyrir stórleik Árna Gauts Arasonar í íslenska markinu. Það var miðjumaðurinn Andres Iniesta sem skoraði sigurmark spænska liðsins þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Innlent 28.3.2007 22:02 Gæðingaveisla annað kvöld í Meistaradeild VÍS Gæðingar á borð við Þokka frá Kýrholti, Stakk frá Halldórsstöðum, Riddara frá Krossi, Skugga-Baldur frá Litla-Dal, Hrannar frá Þorlákshöfn, Eitil frá Vindási, Hrönn frá Hvammi, Þyt frá Kálfhóli, Leyni frá Erpsstöðum, Galdur frá Flagbjarnarholti, Díönu frá Heiði, Tjörva frá Ketilsstöðum svo einherjir séu nefndir, eiga eftir að gleðja augu áhorfenda á fimmtudagskvöld í Ölfushöll. Sport 28.3.2007 20:40 Tóti á Ístölt Tvöfaldur Íslandsmeistari keppir á Ístölti 2007 Þórarinn Eymundsson og Kraftur frá Bringu munu mæta á Ístölt 2007. Þeir eru tvöfaldir Íslandsmeistarar frá því í fyrra. Tóti og Kraftur hömpuðu Íslandsmeistaratitli í tölti og fimmgangi. Sport 28.3.2007 20:38 Heimsmeistarinn mætir á Ístölt 2007 Þá hefur Sigurður Sigurðarson staðfest komu sína á Ístölt 2007 og mun hann keppa á Hektori frá Dalsmynni. Hektor er stórglæsilegur gæðingur með mikið fas og mikla útgeislun. Sport 28.3.2007 20:37 Meistarar á “Þeir allra sterkustu” Enn fleiri stjörnur hafa bæst í hóp keppenda á “Þeir allra sterkustu” 14. apríl. En það eru Hjalti Guðmundsson, Norðurlandameistari í tölti, Sigurbjörn Bárðarson, Landsmótssigurvegari 2006 í tölti, Sigurður Sigurðarsson, heimsmeistari í fjórgangi og Þórarinn Eymundsson, Íslandsmeistari í fimmgangi- og tölti. Sport 28.3.2007 20:35 « ‹ 58 59 60 61 62 63 64 65 66 … 334 ›
Hvers virði er hestamennskan? Ágætur vinur minn til margra ára hringdi í mig eftir vikulanga dvöl í Rússlandi, búinn að lesa allt um sigurgöngu íslenska hestsins þar í landi. Danni getur þú ekki reddað mér ógurlegum gæðing? Sagði hann við mig í síma. Þessi ágæti maður er einn af þessum nýríku strákum sem hafa hagnast ógurlega á verðbréfaviðskiptum og halda að allt sé fallt fyrir aurinn, meira að segja hvernig eigi að sitja hest. Sport 20.5.2007 21:32
Heimsmet á kynbótasýningu í Þýskalandi Garri frá Reykjavík toppaði Stála frá Kjarri og setti þar með nýtt heimsmet, en klárinn hjá Jóa Skúla sem sýndur var nú í yfirliti á kynbótasýningu í Þýskalandi kom út með 8,77 í aðaleinkunn. Jói sagði í samtali við Hestafréttir nú rétt í þessu að munurinn á þessum stóðhestum gæti ekki hafa verið minni en það munar á þeim 0.01, en Stáli er með 8.76 í aðaleinkunn. Sport 20.5.2007 14:04
Elli Sig rétt að byrja Erling Sigurðsson er búinn að vera viðloðandi hestamennsku í hálfa öld, hvort sem það er á keppnisvellinum eða í kennslu. Elli Sig eins og flestir þekkja hann keppti fyrst í stökki árið 1958 og þá byrjaði eiginlegur ferill Ella Sig. Það voru tímamót í lífi þessa stórsnillings í dag þegar hann keppti í síðasta skipti á hesti sínum Feld frá Lauganesi. Sport 19.5.2007 20:41
Mótahald um helgina Mikið er um mótahald nú um helgina og má þar nefna þrjú íþróttamót. Eitt er haldið hjá Herði í Mosfellsbæ, hjá Andvara í Garðabæ og hjá Gusturum í Kópavogi. Íþróttamót hefst síðan á morgun sunnudag hjá Geysi á Hellu. Sport 19.5.2007 17:46
Hestarnir alltaf vinsælastir Stöð 2 hélt heljarinnar veislu í Húsdýragarðinum í dag og var talið að um 20.000 manns hafi lagt leið sína í garðinn. Þrátt fyrir skemmtilegar lestaferðir, hoppukastala og annað afþreyingarefni þá var röðin í hestana sú allra lengsta. Sport 19.5.2007 17:35
Detroit í úrslit Austandeildar NBA Detroit Pistons tryggði sér sæti í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í gærkvöldi. Þá fór fram sjötti leikur Detroit og Chicago Bulls. Richard Hamilton hjá Detroit með 23 stig. Leikurinn endaði 85 - 95 en hann fór fram í Chicago. Körfubolti 18.5.2007 10:49
Lorenzo og íslenski hesturinn Á hestasýningu sem haldin var um síðustu helgi í Pétursborg í Rússlandi var sýndur í fyrsta skipti þar í landi íslenskur hestur og vakti hann gríðalega athygli. Hestasnillingurinn Lorenzo sem var stjarna sýningarinnar heillaðist svo af íslenska hestinum að hann óskaði eftir því sjálfur við íslensku sendinefndina að fá að fara á bak honum. Sport 17.5.2007 13:26
Sterkasta kynbótasýning til þessa í þýskalandi Ein sterkasta og stærsta kynbótasýning til þessa í þýskalandi var haldin á búgarðinum Lipperthof Wurz um síðustu helgi. Um 150 hross voru þar sýnd í dóm. Naskur von Oed stóð efstur í flokki 6 vetra stóðhesta með aðaleinkunina 8.58. Djáknar frá Hvammi stóð efstur í flokki 7 vetra stóðhesta með 8.46. Urður frá Gunnarsholti fékk einnig mjög góðan dóm en hún fékk 8.48. Sport 17.5.2007 09:58
Úrslit fyrstu skeiðleika 2007 Þá er keppni lokið á fyrstu Skeiðleikum Skeiðfélagsins og Glitnis. Verslunin Baldvin og Þorvaldur gaf gjafabréf fyrir reiðhjálmi í fyrsta sætið í 250m skeiði. Veðrið lék við gesti Skeiðleikanna en meðfylgjandi eru úrslit öll úrslit mótsins. Sport 17.5.2007 09:56
Óhapp á sýningu íslenska hestsins í Rússlandi Óhapp varð í sýningu hjá íslenska hópnum í Pétursborg í Rússlandi en þar féll hestur Páls Braga í lokaatriðinu. Hestur hans steig í aðra hófhlífina með þeim afleiðingum að hesturinn hrasaði með svakalegustu byltu sem sögur fara af. Sport 12.5.2007 19:36
Stór dagur í Rússlandi fyrir íslenska hestinn Rétt í þessu var að ljúka sýnikennslu íslenska hópsins og blaðamannafundi þar sem Hafliði Halldórsson, Gunnar Arnarsson og fleiri úr íslensku nefndinni svöruðu spurningum blaðamanna frá öllum heimshornum. Eftir sýnikennsluna kom óvænt heimsmeistari í dressure reiðmennsku á íslenskum klár ríðandi inní höllina við mikinn fögnuð áhorfenda þar sem að flest allir gestir hússins könnuðust við þennan knapa. Sport 12.5.2007 19:05
Einar Árni til Breiðabliks Körfuknattleiksdeild Breiðabliks og Einar Árni Jóhannsson hafa komist að samkomulagi um að Einar Árni þjálfi lið meistaraflokks karla hjá Breiðablik ásamt með að vera yfirþjálfari unglingaflokka hjá félaginu. Körfubolti 11.5.2007 19:11
Sér eftir að hafa barið hestinn Í þættinum Kompás sem sýndur var nú í kvöld á Stöð 2 var sýnt átakanlegt myndband af manni sem lemur hest sinn ítrekað og sparkar undir kvið hans og lemur hann margoft í hausinn. Hestafréttir höfðu upp á manninum sem um ræðir og heitir hann Hilmar Hróason og heldur hann hesta á Vatnsenda í Kópavogi. Sport 29.4.2007 21:12
Íslandsmet í armbeygjum Íslandsmet var sett í armbeygjum á Skólahreysti í Laugardalshöll í gærkvöldi. Fríða Rún Einarsdóttir sló met Kristjönu Sæunnar Ólafsdóttur frá því í fyrra með því að taka 65 armbeygjur. Metið var 60. Fríða var í vinningsliði Skólahreystis úr Lindarskóla. Þau settu einnig Íslandsmet í hraðaþraut. Í öðru sæti í keppninni varð Hagaskóli og í því þriðja Breiðholtsskóli. Sport 27.4.2007 11:33
Siggi stöðvaði sigurgöngu Þorvaldar á “Þeir allra sterkustu” Hrossabóndinn Sigurður Sigurðarson í Þjóðólfshaga sigraði töltkeppnina á “Þeir allra sterkustu” í Skautahöllinni í Laugardal í gærkveldi á Freyð frá Hafsteinsstöðum. Gríðarlega hörð keppni var á milli fimm efstu hestanna en Sævar Örn Sigurvinsson reið sig upp úr B-úrslitum á Þotu frá Neðra-Seli. Sport 15.4.2007 10:50
Ítalir herma eftir Englendingum Ítalir hafa ákveðið að taka upp öryggiskerfi á knattspyrnuleikjum sem byggir á enskri fyrirmynd. Sem stendur sér lögreglan um gæslu á leikjum á Ítalíu en í Englandi sjá sérstakir gæslumenn um öryggisvörslu á leikjum. Fótbolti 13.4.2007 12:08
Slúðrið í enska í dag Slúðrið er vinsælt í boltanum og hérna er yfirlit yfir það helsta sem að BBC tíndi til frá hinum ýmsu bresku fjölmiðum í dag. Fótbolti 13.4.2007 11:02
Diddi Bárðar sigraði tvöfalt í dag í Meistaradeild VÍS Sigurbjörn Bárðarson sigraði tvöfalt í dag þegar hann vann gæðingaskeiðið og 150 m skeiðið í Meistaradeild VÍS sem haldin var að þessu sinni á Gaddstaðaflötum á Hellu. Það var kalt í veðri og rigningin lét sig ekki vanta en það fékk ekkert á knapa og hesta og var keppnin hörð í báðum greinum. Sport 9.4.2007 19:49
Þorvaldur Árni sigraði Ístölt 2007 Þorvaldur Árni Þorvaldsson sigraði Ístöltið í gærkveldi á Rökkva frá Hárlaugsstöðum fyrir fullu húsi í Skautahöllinni í Laugardal. Það sem kom á óvart var að hestar á borð við Þórodd frá Þóroddsstöðum, Markús frá Langholtsparti og Leikni frá Vakurstöðum voru allir í B-úrslitum. Sport 1.4.2007 13:20
NBA - Tveir leikir í framlengingu Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tveir þeirra fóru í framlengingu. New Orleans tók á móti New York Knicks í Oklahoma í hnífjöfnum leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystu gegnum allan leikinn. Liðin eru bæði í mikilli baráttu um laus sæti í úrslitakeppninni og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Sport 1.4.2007 10:08
Keflavík komið í úrslitin Kvennalið Keflavíkur tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Iceland Express deild kvenna í körfubolta þegar það bar sigur af Grindavík í fjórðu viðureign liðanna. Keflavík sigraði 91 - 76 og vann einvígið því 3 - 1. Keflvíkingar munu þar mæta sigurliðinu úr einvígi Hauka og ÍS en þau lið eigast við í hreinum úrslitaleik á Ásvöllum á morgun. Körfubolti 30.3.2007 22:01
Kiel í úrslit meistaradeildarinnar Þýska liðið Kiel bar í kvöld sigurorð af spænska liðinu Portland-San Antonio í undanúrslitum meistaradeildarinnar í handbolta, 37 - 34. Þetta var seinni leikur liðanna og vann Kiel samtals 65 - 64. Jafnt var með liðunum framan af leik en þegar líða tók á seinni hálfleikinn seig Kiel fram úr. Góð markvarsla og nýting á færum var það sem skildi á milli liðanna á þeim kafla. Áhorfendur voru vel með á nótunum en leikurinn fór fram á heimavelli Kiel. Handbolti 30.3.2007 19:10
Hulda Gústafsdóttir sigraði fimmganginn í Meistaradeild VÍS Hulda Gústafsdóttir sigraði fimmganginn í Meistaradeild VÍS sem haldin var í gærkveldi á Galdri frá Flagbjarnarholti fyrir fullu húsi í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Keppnin var gríðalega hörð og réðust úrslit í bráðabana á milli Huldu og Viðars Ingólfssonar á hestinum Riddara frá Krossi og varð honum að falli skeiðið í bráðabananum. Sport 30.3.2007 11:15
Öllu tjaldað til í kvöld í Meistaradeild VÍS Í kvöld fer fram fimmta keppnisgreinin af níu og mun keppnin í kvöld væntanlega marka þau skil milli keppenda að fræðilega ómögulegt verður fyrir þorra þeirra að sigra eftir kvöldið. Það er ljóst að knapar tjalda öllu sem til er í kvöld. Þorvaldur Árni, Siggi Sig og Viðar Ingólfs skipuðu þrjú efstu sætin í fimmgangi í fyrra og munu þeir allir mæta með sömu hross í kvöld, en þau eru í sömu röð Þokki frá Kýrholti, Skugga-Baldur og Riddari frá Krossi. Sport 29.3.2007 10:42
Tveir öflugir á Ístölt 2007 Mikil spenna ríkir fyrir að fá að sjá þá Daníel Jónsson á stóðhestinum fræga Þóroddi frá Þóroddsstöðum og Hinrik Bragason á Skúmi frá Neðri-Svertingsstöðum næsta laugardag þann 31. mars 2007 á Ístöltinu í Skautahöllinni í Laugardal. Þóroddur er búinn að sanna sig á kynbóta-og keppnisbrautinni. Hann hefur unnið fjölda sigra og er með 8,28 fyrir sköpulag og einkunnina 9,04 fyrir hæfileika. Sport 29.3.2007 08:20
Spánverjar báru sigurorð af Íslendingum Íslenska landsliðið tapaði 1-0 fyrir því spænska í leik liðanna á Mallorca í undankeppni EM í kvöld. Sigur Spánverja var fyllilega verðskuldaður og hefði orðið miklu stærri ef ekki hefði verið fyrir stórleik Árna Gauts Arasonar í íslenska markinu. Það var miðjumaðurinn Andres Iniesta sem skoraði sigurmark spænska liðsins þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Innlent 28.3.2007 22:02
Gæðingaveisla annað kvöld í Meistaradeild VÍS Gæðingar á borð við Þokka frá Kýrholti, Stakk frá Halldórsstöðum, Riddara frá Krossi, Skugga-Baldur frá Litla-Dal, Hrannar frá Þorlákshöfn, Eitil frá Vindási, Hrönn frá Hvammi, Þyt frá Kálfhóli, Leyni frá Erpsstöðum, Galdur frá Flagbjarnarholti, Díönu frá Heiði, Tjörva frá Ketilsstöðum svo einherjir séu nefndir, eiga eftir að gleðja augu áhorfenda á fimmtudagskvöld í Ölfushöll. Sport 28.3.2007 20:40
Tóti á Ístölt Tvöfaldur Íslandsmeistari keppir á Ístölti 2007 Þórarinn Eymundsson og Kraftur frá Bringu munu mæta á Ístölt 2007. Þeir eru tvöfaldir Íslandsmeistarar frá því í fyrra. Tóti og Kraftur hömpuðu Íslandsmeistaratitli í tölti og fimmgangi. Sport 28.3.2007 20:38
Heimsmeistarinn mætir á Ístölt 2007 Þá hefur Sigurður Sigurðarson staðfest komu sína á Ístölt 2007 og mun hann keppa á Hektori frá Dalsmynni. Hektor er stórglæsilegur gæðingur með mikið fas og mikla útgeislun. Sport 28.3.2007 20:37
Meistarar á “Þeir allra sterkustu” Enn fleiri stjörnur hafa bæst í hóp keppenda á “Þeir allra sterkustu” 14. apríl. En það eru Hjalti Guðmundsson, Norðurlandameistari í tölti, Sigurbjörn Bárðarson, Landsmótssigurvegari 2006 í tölti, Sigurður Sigurðarsson, heimsmeistari í fjórgangi og Þórarinn Eymundsson, Íslandsmeistari í fimmgangi- og tölti. Sport 28.3.2007 20:35