Íþróttir

Fréttamynd

Pétur Pétursson

Átján ára gamall varð hann Íslandsmeistari með ÍA og um leið markakóngur deildarinnar með sextán mörk. Ári síðar bætti hann um betur, skoraði nítján mörk í deildinni en það met stendur enn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vofa Mourinho mun alltaf elta Grant

Avram Grant, þjálfari Chelsea, segist gera sér grein fyrir því að hann muni aldrei fá stuðningsmenn Chelsea til að gleyma Jose Mourinho jafnvel þótt hann vinni titla með félaginu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Utah rassskellti San Antonio

Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar hæst LA Lakers vann Dallas og New Orleans Hornets festi tak sitt á efsta Vesturstrandarinnar með sigri á New York Knicks, 118-110, á meðan San Antonio Spurs var rassskellt af Utah Jazz.

Körfubolti
Fréttamynd

Hermann með gegn West Brom

Hermann Hreiðarsson verður í leikmannahópi Portsmouth sem mætir West Brom í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley á morgun. Þetta staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Hermanns, við Vísi í kvöld.

Enski boltinn
Fréttamynd

KR með tveggja stiga forystu í Keflavík

KR-stúlkur leiða með tveimur stigum, 45-43, í hálfleik gegn Keflavík í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Candace Futrell hefur skorað 18 stig fyrir KR en TaKesha Watson er með 9 stig fyrir Keflavík.

Körfubolti
Fréttamynd

Beckham fær 500 milljónir á ári

David Beckham er langlaunahæsti leikmaður bandarísku MLS-deildarinnar í knattspyrnu en leikmannasamtök deildarinnar birtu í dag lista yfir laun leikmanna. Beckham þénar um 500 milljónir króna á ári, sem er rúmlega tvöfalt meira en næsti maður.

Fótbolti
Fréttamynd

Birgir Leifur á pari eftir tólf holur

Birgir Leifur Hafþórsson er á pari eftir tólf holur á öðrum hring á Estoril meistaramótinu í Portúgal. Birgir Leifur hangir enn sem komið er inni fyrir niðurskurð eftir hring dagsins en aðeins munar einu höggi á honum og þeim sem á eftir honum koma.

Golf
Fréttamynd

Alveg til í fara í sumarfrí með bikarinn í kvöld

Keflavíkurstúlkur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld þegar þær mæta KR-stúlkum í Toyota-höllinni í Keflavík. Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, segist vera klár í að fara í sumarfrí með bikarinn í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Einar Örn til Hauka í sumar

Handknattleikskappinn Einar Örn Jónsson mun snúa heim í sumar og ganga til liðs við Hauka á ný. Hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við Hafnarfjarðarliðið sem tekur gildi í sumar.

Handbolti
Fréttamynd

Elías Már til Hauka

Elías Már Halldórsson er genginn til liðs við Hauka í N1-deildinni. Elías kemur frá þýska liðinu Empor Rostock en áður lék hann með Stjörnunni og HK.

Handbolti
Fréttamynd

Vorum hreint út sagt ömurlegir

„Við vorum bara hræðilega lélegir. Ég ætla ekki að taka neitt af Grindavík, þeir spiluðu vel og allt það en við vorum hreint út sagt ömurlegir," sagði Sigurður Ingimundarson.

Körfubolti
Fréttamynd

Hrafnhildur í B-úrslit í Hollandi

Fyrsti keppnisdagur var á opnu stórmóti sem fer fram í Hollandi um helgina. Hrafnhildur Lúthersdóttir náði góðum árangri í 200 m bringusundi.

Sport
Fréttamynd

Boston Red Sox unnu titilinn

Boston Red Sox urðu í nótt meistarar í hafnabolta í Bandaríkjunum, eftir 4-3 sigur á Colorado Rockies í nótt.

Sport
Fréttamynd

Marion Jones viðurkennir steranotkun

Bandaríska hlaupadrottningin Marion Jones hefur viðurkennt að hafa notað steralyfið THG sem hún fékk frá hinni umdeildu BALCO-rannsóknarstofu. Þetta kemur fram í dagblaðinu Washington Post sem hefur bréf hennar til ættingja og vina undir höndum.

Sport
Fréttamynd

Hrímnir frá Hrafnagili er fallinn 32 vetra

Einn mesti gæðingur allra tíma er fallinn. Hrímnir frá Hrafnagili var heigður við húsvegg heima á Varmalæk í dag. Hrímnir hefur verið við góða heilsu fram til þessa og verið undir nánu eftirliti Björns eiganda síns dag hvern. Hrímnir var ásamt öðrum hesti í garðinum heima á Varmalæk og veiktist skyndilega í morgun.

Sport
Fréttamynd

Óttuðust að Blæ frá Torfunesi væri ekki hugað líf

"Ljóst er að hesturinn hefur mátt sæta illri meðferð og hefur nú verið settur í umsjá dýralækna þar sem reynt verður að byggja upp fyrra þrek og þol“. Mál Blæs frá Torfunesi hefur verið tilkynnt til dýraverndunaryfirvalda með vísan til Dýraverndunarlaga nr. 15/1994 og Búfjárlaga nr. 103/2002 og verður rekið í þeim farvegi". Segir í tikynningu frá Blær ehf.

Sport
Fréttamynd

Símaviðtal við Jens Einarsson nýráðin ritstjóra LH Hestar

Eins og fram hefur komið þá hefur Landssamband hestamannafélaga gert samning við 365 miðla um útgáfu á átta síðna blaði um hesta og hestamennsku, sem mun koma sem innblað í Fréttablaðinu einu sinni í mánuði. Ritstjóri þessa nýja blaðs er Jens Einarsson, einn mesti hestapenni landsins, Hestafréttir sló á þráðinn til Jens og ræddi við hann um nýja verkefnið.

Sport
Fréttamynd

Siggi Sig með yfirburða sigur í skeiðinu

Sigurður Sigurðarson átti stórleik á Glitnismóti Dreyra sem lauk í gær. Sigurður sigraði gæðingaskeið meistara á henni Drífu sinn á tímanum 8.50. Næstur Sigurði var nafni hans V. Matthíasson á tímanum 7.92 á Birting frá Selá. Þarna sést vel hversu yfirburðar skeiðhestur hún Drifa er.

Sport
Fréttamynd

Viðar Ingólfs sigrar tölt meistara á Tuma

Stórsnillingurinn Viðar Ingólfsson sigraði tölt meistara sem var síðasta greinin á vel heppnuðu Glitnismóti Dreyra sem haldið var nú um helgina. Viðar keppti á stórgæðingnum Tuma frá Stórahofi með einkunnina 8.50. Það var svo hrossabóndinn og spekúlantinn Sigurður Sigurðarson á Þjóðólfshaga sem sigraði tölt 1. flokkinn á Kjarnorku frá Kjarnholtum með 7.83 í einkunn.

Sport
Fréttamynd

Enn annar glímukappi látinn

Brian Adams, sem gerði garðinn frægann í bandarískri fjölbragðaglímu á árum áður, fannst látinn á heimili sínu í gær. Hann var 43 ára. Alls hafa því 108 bandarískir glímukappar látist fyrir aldur fram á 10 árum.

Sport
Fréttamynd

Stian Pedersen tvöfaldur heimsmeistari

Gríðarlega harðri keppni var að ljúka í töltinu á HM í Hollandi og var það Stian Pedersen sem sigraði eftir dramatíska keppni með 8.56 í aðaleinkunn á Jarl frá Miðkrika og er hann því tvöfaldur heimsmeistari en hann sigraði fjórganginn fyrr í dag.

Sport
Fréttamynd

Jolly Schrenk er heimsmeistari í slaktaumatölti

Jolly Schrenk er heimsmeistari í slaktaumatölti á Laxness vom Stördal með 8.50, en keppni var að ljúka núna á HM í Hollandi. Jolly átti frábæra sýningu og ekki vantaði fagnið hjá þjóðverjunum í áhorfendastúkunni þegar úrslitin voru kunn. Í öðru sæti varð Eyjólfur Þorsteinsson á Hárek frá Vindási með 8.29.

Sport
Fréttamynd

Mannlífið á HM íslenska hestsins

Mannlífið á HM í Hollandi er engu líkt og er talið að um 13.000 manns séu á svæðinu þennan loka dag mótsins. Fjölnir Þorgeirsson ljósmyndari Hestafrétta tók púlsinn á fólkinu og er ekki annað að sjá en að allir séu í topp formi og allir glaðir.

Sport
Fréttamynd

Bergþór tvöfaldur heimsmeistari í skeiði

Bergþór Eggertsson var í þessu að vinna 100m skeiðið á Lótus van Aldenghoor með 7.63. Þetta er annar heimsmeistaratitill Begga en hann vann einnig 250m skeiðið. Í öðru sæti varð Emelie Romland á Mjölnir frá Dalbæ með tímann 7.71 og í þriðja sæta höfnuðu Nicole Mertz og Óðinn von Moorflur með tímann7.73. Siggi Sig endaði í fimmta sæti á Flugari frá Holtsmúla.

Sport