Fótbolti

Beckham fær 500 milljónir á ári

David Beckham er langlanglaunahæsti leikmaðurinn í bandarísku MLS-deildinni.
David Beckham er langlanglaunahæsti leikmaðurinn í bandarísku MLS-deildinni.

David Beckham er langlaunahæsti leikmaður bandarísku MLS-deildarinnar í knattspyrnu en leikmannasamtök deildarinnar birtu í dag lista yfir laun leikmanna. Beckham þénar um 500 milljónir króna á ári, sem er rúmlega tvöfalt meira en næsti maður.

Beckham, sem spilar með LA Galaxy, fær mun meira en allir aðrir leikmenn liðsins til samans. Allir aðrir 18 leikmenn liðsins fá 195 milljónir í árslaun, um 300 milljónum minna en Beckham einn.

Mexíkóski framherjinn Cuauhtémoc Blanco, sem leikur með Chicago Fire, er næstlaunahæsti leikmaður MLS-deildarinnar með um 198 milljónir á ári. Marcelo Gallardo hjá D.C. United er launahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins og fær um 138 milljónir í árslaun.

Miðjumaðurinn Claudio Reyna, sem leikur með New York, er launahæsti Bandaríkjamaðurinn í deildinni. Reyna fær 93 milljónir í árslaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×