Íþróttir

Fréttamynd

Nánast fullkominn dagur

Kvennasveit Íslands varð um helgina Evrópumeistari í hópfimleikum og varði þar með titilinn sem Gerplustelpur unnu fyrir tveimur árum. Stúlknasveit Íslands vann einnig gull í Árósum og blönduðu liðin náðu einnig góðum árangri.

Sport
Fréttamynd

Árni fagnaði sigri í Belfast

Árni Ísaksson, sem keppir í blandaðri bardagalist, mætti í gær Englendingnum Wayne Murrie í Belfast á Norður-Írlandi og vann góðan sigur.

Sport
Fréttamynd

Ísland varði Evrópumeistaratitilinn

Kvennasveit Íslands varð í dag Evrópumeistari í hópfimleikum og varði þar með titilinn sem stelpurnar unnu fyrir tveimur árum síðan. Ísland vann með þó nokkrum yfirburðum.

Sport
Fréttamynd

Stúlknasveitin vann gull

Stúlknasveit Íslands varð í dag Evrópumeistari í hópfimleikum. Stúlkurnar fylgdu þar með eftir góðum árangri í undankeppninni þar sem þær voru einnig efstar.

Sport
Fréttamynd

Nike slítur tengsl við Armstrong

Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur tilkynnt að öllum samningum við fyrrum hjólreiðakappann Lance Armstrong hefur verið sagt upp.

Sport
Fréttamynd

Fimleikalandsliðið á leið á Norður-Evrópumeistaramótið

Íslenska landsliðið í áhaldafimleikum er á leiðinni á Norður Evrópumeistaramótið sem haldið er í Glasgow, Skotlandi, dagana 19. til 21.október. Fimm konur og fjórar karlar voru valdir í liðið að þessu sinni og á Gerpla flesta í liðinu eða fimm.

Sport
Fréttamynd

Það er ekki kalt á okkar toppi

Íslenska landsliðið í hópfimleikum er á leiðinni á Evrópumótið og Íris Mist Magnúsdóttir segir að stelpurnar ætli að verja gullið sem þær unnu fyrir tveimur árum. "Liðið er miklu betra núna,“ segir Íris.

Sport
Fréttamynd

Ísland í undankeppni HM í blaki í fyrsta sinn

Blaksamband Íslands hefur skráð A landslið karla og kvenna til þátttöku í undankeppni Heimsmeistaramóts 2014. Aldrei áður hafa blaklandslið tekið þátt í HM og verður það því í fyrsta sinn sem liðin taka þátt. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins.

Sport
Fréttamynd

Ásdís fyrst Íslendinga til að klára Járnkarlinn á Hawaii

Ásdís Kristjánsdóttir úr 3SH var meðal 1800 keppenda í þríþrautarkeppninni Ironman eða Járnkarlinum sem fer fram árlega á Havaí. Keppnin er einskonar heimsmeistaramót í þríþraut og þangað koma allir sterkustu þríþrautarmenn og konur heims.

Sport
Fréttamynd

Lindsey Vonn vill fá að keppa með körlunum

Lindsey Vonn, Ólympíumeistari og margfaldur heimsbikarmeistari á skíðum, er að leita sér að nýrri áskorun og vil nú fá tækifæri til að keppa við karlana á næsta tímabili. Vonn vann fjóra heimsbikarmeistaratitla á síðasta tímabili og hefur unnuð 53 Heimsbikarmót á ferlinum. Hún vann Heimsbikarinn i samanlögðu þriðja árið í röð á síðasta vetri.

Sport
Fréttamynd

Spilaði hálsbrotinn í fimmtán ár

August Tornberg, tvítugur íshokkíleikmaður í Svíþjóð, hefur alltaf verið að drepast í hálsinum í mörg ár en sjúkraþjálfarar liðsins hans hafa aldrei fundið hvað væri að. Þegar kappinn fór í myndatöku eftir að hafa fengið högg á andlitið í leik kom í ljós að hann var búinn að vera hálsbrotinn í fimmtán ár.

Sport
Fréttamynd

Bardagi Gunnars gegn Johnson í heild sinni á Vísi

Gunnar Nelson hóf innreið sína í UFC um helgina svo eftir var tekið í heimi bardagaíþrótta um allan heim. Gunnar vann yfirburðasigur á Bandaríkjamanninum DaMarques Johnson og hlaut mikið lof fyrir frammistöðuna. Hér má sjá bardagann í heild sinni en hann var sýndur á Stöð 2 sport í beinni útsendingu.

Sport
Fréttamynd

Gunnar Nelson: Ljónsbaninn reyndist vel

Gunnar Nelson hóf innreið sína í UFC um helgina svo eftir var tekið í heimi bardagaíþrótta um allan heim. Gunnar vann yfirburðasigur á Bandaríkjamanninum DaMarques Johnson og hlaut mikið lof fyrir frammistöðuna.

Sport
Fréttamynd

Gunnar tók Johnson í nefið | Myndir

Gunnar Nelson stimplaði sig inn í UFC-bardagasamtökin með stæl í gær þegar hann bar sigurorð af DaMarques Johnson í Nottingham á Englandi í gær.

Sport
Fréttamynd

Forseti UFC: "Gunnar Nelson er stórkostlegur"

Menn halda vart vatni úti í hinum stóra heimi yfir frammistöðu bardagakappans Gunnars Nelssonar í gær en hann sigraði fyrsta andstæðing sinn í UFC blönduðum bardagaíþróttum með hengingartaki í fyrstu lotu.

Sport
Fréttamynd

Ótrúlegir taktar í bandaríska hafnaboltanum

Pablo Sandoval, leikmaður San Francisco Giants, sýndi mögnuð tilþrif í bandaríska hafnaboltanum þegar hann greip bolta þrátt fyrir að hafa fallið um girðingu og ofan á áhorfendur sem sátu í fremstu röð.

Sport
Fréttamynd

Gunnar: Er ekki mikið að spá í bardagann

Hinn rólegi og yfirvegaði bardagamaður Gunnar Nelson segir það ekki raska ró sinni að það hafi verið skipt um andstæðing á dögunum. Hann er á leið í sinn fyrsta UFC-bardaga aðra helgi.

Sport
Fréttamynd

Árni samdi við írska Cage Contender sambandið

Bardagaíþróttakappinn Árni Ísaksson hjá Mjölni hefur gert þriggja bardaga samning í blönduðum bardagaíþróttum við írska Cage Contender sambandið. Árni hefur áður barist í Cage Contender en Gunnar Nelson hjá Mjölni hefur einnig tvisvar barist undir merkjum Cage Contender.

Sport
Fréttamynd

Carl Petterson í forystu á PGA

Svíinn Carl Pettersson er með forystu eftir fyrsta hring á PGA meistaramótinu í Bandaríkjunum og lék fyrsta hring mótsins á sex höggum undir pari vallarins. Hann hefur eins höggs forskot á landa sinn Alex Noren , Spánverjann Gonzalo Fernandez-Castano, Norður Írann Rory McIlroy og Bandaríkjamanninn Gary Woodland.

Golf
Fréttamynd

Freyr leikjahæstur hjá FH-sló met Harðar í gær

Freyr Bjarnason varð í gærkvöld leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild frá upphafi. Freyr lék sinn 175. leik fyrir FH í úrvalsdeildinni í gærkvöld þegar liðið burstaði Selfoss, 5-2. Metið átti markaskorarinn, Hörður Magnússon en hann lék á sínum tíma 174 leiki fyrir FH í efstu deild.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tryggvi og Eyþór í agabanni gegn KR í kvöld

Tryggvi Guðmundsson og Eyþór Helgi Birgisson, leikmenn ÍBV verða hvorugir í leikmannahópi félagsins sem mætir KR í Pepsideild karla í knattspyrnu í kvöld. Báðir brutu þeir agareglur liðsins um síðustu helgi og verða því fjarri góðu gamni í leiknum mikilvæga gegn Íslandsmeisturunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

"Hlægilegt hjá greyið manninum"

Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, gefur ekki mikið fyrir þau orð sem Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, lét falla eftir leik liðanna í Pepsideildinni í gærkvöld. Þar sakaði Þórður, Kjartan um "óþverraskap" þegar sá síðarnefndi steig ofan á hönd Guðjóns Sveinssonar með þeim afleiðingum að 18 spor þurfti til að sauma saman sárið.

Íslenski boltinn