Freyr leikjahæstur hjá FH-sló met Harðar í gær Hjörtur Hjartarson skrifar 9. ágúst 2012 14:09 Freyr Bjarnason er leikjahæstur FH-inga frá upphafi með 175 leiki Mynd/Stefán Freyr Bjarnason varð í gærkvöld leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild frá upphafi. Freyr lék sinn 175. leik fyrir FH í úrvalsdeildinni í gærkvöld þegar liðið burstaði Selfoss, 5-2. Metið átti markaskorarinn, Hörður Magnússon en hann lék á sínum tíma 174 leiki fyrir FH í efstu deild. Freyr gekk í raðir FH fyrir 12 árum þegar liðið lék í næstefstu deild. Síðan þá hefur Freyr og FH unnið samtals 18 titla, ef allt er talið, þar af Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum. Freyr gat ekki í sínum villtustu draumum séð fyrir slíka sigurgöngu. "Nei, ég gat ekki ímyndað mér það. Þetta er búið að vera draumi líkast þessi tími minn hjá FH og ég er bara gríðarlega ánægður að hafa náð öllum þessum leikjum og sigrum með félaginu", sagði Freyr. Freyr er uppalinn Skagamaður en fékk hinsvegar fá tækifæri með félaginu eftir að í meistaraflokk var komið. Hann ákvað því að söðla um þegar hann var 23 ára og ganga í raðir FH. "Logi Ólafs tók við FH fyrir tímabilið 2000 og vildi fá til félagsins. Hann sannfærði mig um að ég fengi að spila og það var það sem ég þurfti á að halda og ég tók bara slaginn." Margir Skagamenn hafa horft hýru auga til Freys undanfarin ár og átt þá ósk heitasta að hann snéri aftur á heimaslóðir. Sjálfur segist hann aldrei hafa leitt hugann að því að leika í gulu treyjunni á ný. "Ef ég á að segja alveg eins og er þá hef ég bara haft það svo gott hjá FH að ég hef ekki haft neinn áhuga að fara frá liðinu. Mér hefur alltaf liðið mjög vel í Hafnarfirðinum og Kaplakrikanum. Það er langt síðan ég tók stefnuna á að enda ferilinn hjá FH og þannig verður það." Freyr er 35 ára og því farið að styttast í annan endann á ferlinum. Hann vonast þó til að eiga einhver tímabil inni. "Það er mjög erfitt að hætta hjá FH á meðan liðið er að berjast um alla titla á hverju sumri. En maður verður að hlusta á skrokkinn í þessu sambandi líka. Ég tek stöðuna í haust og met í kjölfarið hvert framhaldið verður", sagði Freyr Bjarnason. Engin hætta er á að Freyr slái markamet Harðar Magnússonar hjá FH enda ekki skorað nema átta mörk fyrir félagið á sínum ferli. Svo gæti þó farið að að Hörður þurfi engu að síður að sjá á eftir metinu í sumarþ. Hörður kom boltanum 84 sinnum í net andstæðinganna fyrir FH en Atli Viðar Björnsson er skammt undan með 77 mörk. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Freyr Bjarnason varð í gærkvöld leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild frá upphafi. Freyr lék sinn 175. leik fyrir FH í úrvalsdeildinni í gærkvöld þegar liðið burstaði Selfoss, 5-2. Metið átti markaskorarinn, Hörður Magnússon en hann lék á sínum tíma 174 leiki fyrir FH í efstu deild. Freyr gekk í raðir FH fyrir 12 árum þegar liðið lék í næstefstu deild. Síðan þá hefur Freyr og FH unnið samtals 18 titla, ef allt er talið, þar af Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum. Freyr gat ekki í sínum villtustu draumum séð fyrir slíka sigurgöngu. "Nei, ég gat ekki ímyndað mér það. Þetta er búið að vera draumi líkast þessi tími minn hjá FH og ég er bara gríðarlega ánægður að hafa náð öllum þessum leikjum og sigrum með félaginu", sagði Freyr. Freyr er uppalinn Skagamaður en fékk hinsvegar fá tækifæri með félaginu eftir að í meistaraflokk var komið. Hann ákvað því að söðla um þegar hann var 23 ára og ganga í raðir FH. "Logi Ólafs tók við FH fyrir tímabilið 2000 og vildi fá til félagsins. Hann sannfærði mig um að ég fengi að spila og það var það sem ég þurfti á að halda og ég tók bara slaginn." Margir Skagamenn hafa horft hýru auga til Freys undanfarin ár og átt þá ósk heitasta að hann snéri aftur á heimaslóðir. Sjálfur segist hann aldrei hafa leitt hugann að því að leika í gulu treyjunni á ný. "Ef ég á að segja alveg eins og er þá hef ég bara haft það svo gott hjá FH að ég hef ekki haft neinn áhuga að fara frá liðinu. Mér hefur alltaf liðið mjög vel í Hafnarfirðinum og Kaplakrikanum. Það er langt síðan ég tók stefnuna á að enda ferilinn hjá FH og þannig verður það." Freyr er 35 ára og því farið að styttast í annan endann á ferlinum. Hann vonast þó til að eiga einhver tímabil inni. "Það er mjög erfitt að hætta hjá FH á meðan liðið er að berjast um alla titla á hverju sumri. En maður verður að hlusta á skrokkinn í þessu sambandi líka. Ég tek stöðuna í haust og met í kjölfarið hvert framhaldið verður", sagði Freyr Bjarnason. Engin hætta er á að Freyr slái markamet Harðar Magnússonar hjá FH enda ekki skorað nema átta mörk fyrir félagið á sínum ferli. Svo gæti þó farið að að Hörður þurfi engu að síður að sjá á eftir metinu í sumarþ. Hörður kom boltanum 84 sinnum í net andstæðinganna fyrir FH en Atli Viðar Björnsson er skammt undan með 77 mörk.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki