Sport

Ásdís fyrst Íslendinga til að klára Járnkarlinn á Hawaii

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásdís Kristjánsdóttir eftir að hún kom í mark.
Ásdís Kristjánsdóttir eftir að hún kom í mark.
Ásdís Kristjánsdóttir úr 3SH var meðal 1800 keppenda í þríþrautarkeppninni Ironman eða Járnkarlinum sem fer fram árlega á Hawaii. Keppnin er einskonar heimsmeistaramót í þríþraut og þangað koma allir sterkustu þríþrautarmenn og konur heims.

Ásdís kom í mark í Ironman-þríþrautinni á 13 klukkutímum, 35 mínútum og 30 sekúndum og er þar með fyrst Íslendinga til að ljúka keppni í Ironmann á heimsmeistaramóti. Ásdís keppti í flokki 45 til 49 ára kvenna.

Ásdís var búin að vera í æfingabúðum seinnipart sumars og í haust, fyrst í Danmörku og síðan í Ísrael. Hún var einnig búin að vera úti á Hawaii í viku fyrir keppnina.

Brautin var mjög erfið vegna mikils vinds sem oft er á hjólaleggnum og vegna mikils hita þegar leið á daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×