Íþróttir

Fréttamynd

Reyes liggur á bæn

Spánverjinn Jose Antonio Reyes segist enn ekki vera búinn að gefa upp alla von um að losna frá Arsenal og aftur til heimalands síns, þar sem hann segir draum sinn að vera genginn í raðir Real Madrid fyrir 23. afmælisdag sinn á föstudaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Wigan samþykkir tilboð Tottenham í Chimbonda

Nú er útlit fyrir að sápuóperan í kring um bakvörðinn Pascal Chimbonda hjá Wigan sé loks á enda, en félagið hefur nú samþykkt kauptilboð Tottenham í leikmanninn. Chimbonda fór fram á sölu í vor og hefur Tottenham verið að þrátta við Wigan um kaupverðið í nokkra mánuði. Talsmenn Wigan segja að hér sé um að ræða hæstu fjárhæð sem greidd hefur verið fyrir leikmann í sögu félagsins.

Sport
Fréttamynd

Tyrkir létu jarðskjálfta ekki hafa áhrif á sig

Það verða Tyrkir og Frakkar sem keppa um fimmta sætið á HM í körfubolta eftir leiki dagsins á mótinu í Japan. Tyrkir lögðu Litháa 95-84 í framlengdum leik, þar sem jarðskjálfti upp á 4,8 á Richter skók höllina í hálfleik og Frakkar lögðu Þjóðverja síðar í dag 75-73 þar sem Mickael Gelabale skoraði sigurkörfuna í lokin. Joseph Gomis skoraði 22 stig fyrir Frakka en Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Þjóðverja, þar af 21 í síðari hálfleik.

Körfubolti
Fréttamynd

Keane fær kunnuglegt andlit til Sunderland

Roy Keane, nýráðinn knattspyrnustjóri 1. deildarliðs Sunderland, er nú við það að ganga frá kaupum á sínum fyrsta leikmanni síðan hann tók við liðinu á dögunum. Hér er um að ræða framherjann Dwight Yorke sem spilaði með Keane hjá Manchester United um árabil. Yorke fór á kostum með landsliði Trinidad á HM í sumar og hefur verið á mála hjá liði Sydney FC í Ástralíu.

Sport
Fréttamynd

Malbranque til Tottenham

Franski miðjumaðurinn Steed Malbranque gekk í dag í raðir Tottenham Hotspur frá Fulham, en í skiptum hefur Fulham fengið miðjumanninn Wayne Routledge að láni í eitt ár. Malbranque kom sér út í kuldann hjá Fulham með því að neita að skrifa undir nýjan samning og hafði Chris Coleman stjóri Fulham lýst því yfir að Frakkinn ætti aldrei aftur eftir að spila fyrir liðið.

Sport
Fréttamynd

Cole til Portsmouth

Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth gekk í morgun frá kaupum á fyrrum landsliðsframherjanum Andy Cole frá Manchester City. Cole er 34 ára gamall og kaupverðið er sagt um hálf- til ein milljón punda, háð því hve mikið hann fær að spila. Cole hefur skrifað undir tveggja ára samning við Portsmouth og sagt er að hann fái 40 þúsund pund í vikulaun.

Sport
Fréttamynd

Tevez og Mascherano til West Ham

Í kvöld rennur út frestur liða í Evrópu til að ganga frá félagaskiptum og segja má að Lundúnalið West Ham hafi stolið fyrirsögnunum í dag, en fullyrt er að argentínsku leikmennirnir Carlos Teves og Javier Mascherano hjá Corinthians séu við það að ganga í raðir félagsins.

Sport
Fréttamynd

Fær nýjan þjálfara

Peter Neururer, þjálfara Hannover í þýsku úrvalsdeildinni, hefur verið sagt upp störfum. Einungis eru búnir þrír leikir af leiktíðinni en Hannover hefur tapað þeim öllum. Íslenski sóknarmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikur með Hannover en hefur ekkert fengið að spreyta sig það sem af er tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Skilaði Neistanum 1,1 milljón

Markheppni leikmanna í síðustu umferðum Landsbankadeilda karla og kvenna skilaði Neistanum, Félagi hjartveikra barna, rúmlega milljón krónum. Landsbankinn hafði heitið á liðin sem leika í úrvalsdeild karla og kvenna í knattspyrnu að skora sem flest mörk en fyrir hvert mark sem skorað var í úrvalsdeild kvenna greiðir Lansdbankinn 30.000 krónur. Upphæðin fyrir markið í karladeildinni var 25.000 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Saviola hafði ekki áhuga á að fara til Aston Villa

Umboðsmaður argentínska framherjans Javier Saviola hjá Barcelona hefur gefið það upp að leikmaðurinn hafi hafnað tilboði um að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa. Saviola hefur ekki spilað af neinu viti fyrir spænska liðið í tvö ár og útlit fyrir að hann verði annað hvort seldur eða lánaður frá félaginu enn eina ferðina.

Fótbolti
Fréttamynd

Federer valtaði yfir Wang

Stigahæsti tennisleikar heims, Roger Federer, var ekki í vandræðum með kínverska spilarann Yeu-Tzuoo Wang í fyrstu umferð opna bandaríska meistaramótsins í kvöld og vann auðveldan sigur 6-4, 6-1 og 6-0. "Ég reyndi bara að setja pressu á hann strax og spila minn leik og það tókst fullkomlega," sagði Federer og var ánægður með byrjun sína á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Rossi lánaður til Newcastle

Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle gekk í dag frá lánssamningi við ítalska framherjann Giuseppe Rossi hjá Manchester United og mun njóta krafta hans fram í janúar. Rossi hefur verið iðinn við kolann í markaskorun með varaliði United, en hefur ekki fengið mörg tækifæri með aðalliðinu. Hann er 19 ára gamall og er nýbúinn að framlengja samning sinn við United til ársins 2010.

Sport
Fréttamynd

Andy Cole á leið til Portsmouth?

Breska sjónvarpsstöðin Sky fullyrðir á vefsíðu sinni í kvöld að framherjinn Andy Cole hafi verið í læknisskoðun hjá Portsmouth í kvöld og eigi aðeins eftir að ganga frá formsatriðum í samningi við félagið. Cole hefur sjálfur sagt að hann hafi áhuga á að fara frá Manchester City til Portsmouth, en það kemur væntanlega í ljós á morgun hvort af félagaskiptunum verður.

Sport
Fréttamynd

Pongolle til Spánar

Franski framherjinn Florent Sinama-Pongolle hjá Liverpool er genginn í raðir spænska liðsins Recreativo sem vann sér sæti í úrvalsdeildinni í vor. Pongolle hefur skrifað undir eins árs samning við ítalska liðið, en hann náði ekki að festa sig í sessi hjá Liverpool og var hjá Blackburn sem lánsmaður á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus mætir Rimini í fyrsta leik

Í dag var loksins gefin út leikjaniðurröðun í ítalska boltanum, en miklar tafir hafa orðið á því í kjölfar knattspyrnuskandalsins sem tröllriðið hefur Ítalíu í sumar. Stórlið Juventus spilar sinn fyrsta leik í B-deildinni á útivelli 9 september gegn smáliði Rimini sem var í fallbaráttu í deildinni á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Titillinn er formsatriði hjá Valsstúlkum

Þrettánda og næst síðasta umferðin í Landsbankadeild kvenna fór fram í kvöld. Valsstúlkur tryggðu sér nánast Íslandsmeistaratitilinn með því að leggja Keflavík 4-0 á útivelli og það þýðir að Breiðablik, sem vann Fylki 6-2 í kvöld, þarf að vinna lokaleik sinn með yfir 30 marka mun og treysta á að Valur tapi í lokaumferðinni til að eiga möguleika á að verja titil sinn frá því í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Sex leikir fóru fram í kvöld

Sex leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld og þar voru Íslendingar í eldlínunni á nær öllum vígstöðvum eins og venjulega.

Sport
Fréttamynd

Ullrich og T-Mobile komast að samkomulagi

Forráðamenn hjólreiðaliðsins T-Mobile hafa komist að samkomulagi við hjólreiðamanninn Jan Ullrich um að rifta samningi hans í kjölfar þess að hann var sakaður um að hafa misnotað lyf fyrr í sumar. Ullrich var í fyrstu rekinn umsvifalaust frá liðinu, en Ullrich var mjög ósáttur við þá niðurstöðu og eftir stíf fundarhöld hefur nú náðst samkomulag milli hans og liðsins.

Sport
Fréttamynd

Nadal í aðra umferð

Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal komst í dag í aðra umferð opna bandaríska meistaramótsins í tennis þegar hann lagði Mark Philippoussis 6-4, 6-4 og 6-4. Þá eru fyrrum sigurvegarar á mótinu Lleyton Hewitt og Marat Safin einnig komnir áfram eftir góða sigra.

Sport
Fréttamynd

Thatcher fær sekt og bann hjá City

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City hafa tilkynnt að varnarmaðurinn Ben Thatcher hafi verið settur í sex leikja bann og verið gert að greiða sem nemur sex vikna launum hjá félaginu fyrir líkamsárás hans á Pedro Mendes, leikmann Portsmouth í leik liðanna á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Charlton kaupir Diawara

Enska úrvalsdeildarfélagið Charlton hefur fest kaup á senegalska landsliðsmanninum Souleymane Diawara frá franska félaginu Sochaux fyrir 3,7 milljónir punda og hefur hann skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Hann er áttundi leikmaðurinn sem gengur í raðir Charlton í sumar.

Sport
Fréttamynd

Landsliðið leikur sjö æfingaleiki fyrir HM

Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur væntanlega sjö landsleiki í undirbúningi sínum fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Þýskalandi í janúar á næsta ári, en mikil eftirvænting ríkir nú þar í landi fyrir mótinu og aðgöngumiðar renna út eins og heitar lummur.

Sport
Fréttamynd

Framtíð Carlos Tevez enn óljós

Bresku slúðurblöðin hafa mikinn áhuga á máli argentínska framherjans Carlos Tevez hjá Corinthians í Brasilíu, en framherjinn ungi og öflugi hefur verið orðaður við Manchester United og Arsenal á síðustu dögum. Blöðunum ber ekki saman um hvar hann kemur til með að enda, en nú styttist óðum í að félagaskiptaglugginn lokist í Evrópu.

Sport
Fréttamynd

Ferdinand æfði einn í dag

Miðvörðurinn Rio Ferdinand hjá Manchester United æfði ekki með félögum sínum í enska landsliðinu á fyrstu æfingu liðsins fyrir leikina gegn Andorra og Makedóníu í undankeppni EM, heldur æfði hann einn síns liðs. Ferdinand er enn ekki orðinn góður af támeiðslunum sem hann varð fyrir í leik Manchester United og Watford á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Andi Zidane svífur enn yfir okkur

Franska landsliðið er nú að leggja lokahönd á undirbúning sinn fyrir fyrstu tvo leiki sína í undankeppni EM 2008, en eins og allir vita verður liðið án aðalstjörnu sinnar Zinedine Zidane sem lagði skóna á hilluna eftir skrautlegt heimsmeistaramót í sumar.

Sport
Fréttamynd

Stutt gaman hjá Boskamp í Belgíu

Ferill hollenska knattspyrnuþjálfarans Johan Boskamp hjá liði Standard Liege í Belgíu varð ekki sérlega langur eða glæsilegur, því á blaðamannafundi í dag verður tilkynnt að honum hafi verið sagt upp störfum. Liðið hafnaði í öðru sæti í deildinni á síðustu leiktíð en undir stjórn Boskamp hefur það aðeins fengið tvö stig úr fyrstu fjórum leikjunum í sumar. Boskamp var áður stjóri Stoke City á Englandi.

Sport
Fréttamynd

Neil Mellor farinn til Preston

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool seldi í dag sóknarmanninn Neil Mellor til 1. deildarliðs Preston en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Mellor er 23 ára gamall og hefur átt við mikil og erfið meiðsli að stríða undanfarið. Hann gerði garðinn frægan með varaliði Liverpool þar sem hann skoraði grimmt, en náði aldrei að festa sig í sessi með aðalliðinu þrátt fyrir lipra spretti.

Sport
Fréttamynd

Portsmouth gerir tilboð í Andy Cole

Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth hefur nokkuð óvænt gert Manchester City kauptilboð í fyrrum landsliðsframherjann Andy Cole hjá Manchester City. Cole er 34 ára gamall og er nýstiginn upp úr erfiðum hnémeiðslum sem hann hlaut undir lok tímabilsins í vor.

Sport
Fréttamynd

Gravesen til Celtic

Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen hefur gengið frá þriggja ára samningi við Glasgow Celtic í Skotlandi, en félagið festi í dag kaup á honum frá spænska félaginu Real Madrid. Í gær bárust þær fréttir að slitnað hefði upp úr viðræðum milli leikmannsins og forráðamanna Celtic, en þær reyndust ekki á rökum reistar.

Fótbolti
Fréttamynd

Lee verður áfram hjá Tottenham

Suður-Kóreumaðurinn Lee Young-Pyo verður áfram í herbúðum Tottenham eftir að uppúr slitnaði í samningaviðræðum hans og forráðamanna ítalska félagsins Roma. Félögin höfðu komist að samkomulagi um kaupverðið og ekkert því til fyrirstöðu að leikmaðurinn færi til Ítalíu, en hann bakkaði út úr viðræðum á síðustu stundu og hætti við allt saman.

Sport