Sport

Wigan samþykkir tilboð Tottenham í Chimbonda

Pascal Chimbonda
Pascal Chimbonda NordicPhotos/GettyImages

Nú er útlit fyrir að sápuóperan í kring um bakvörðinn Pascal Chimbonda hjá Wigan sé loks á enda, en félagið hefur nú samþykkt kauptilboð Tottenham í leikmanninn. Chimbonda fór fram á sölu í vor og hefur Tottenham verið að þrátta við Wigan um kaupverðið í nokkra mánuði. Talsmenn Wigan segja að hér sé um að ræða hæstu fjárhæð sem greidd hefur verið fyrir leikmann í sögu félagsins.

Chimbonda er 27 ára gamall franskur landsliðsmaður og sló rækilega í gegn með Wigan á síðustu leiktíð eftir að hafa verið tiltölulega óþekktur fyrir ári síðan. "Ég hef alltaf verið með ákveðna upphæð í huga varðandi söluna á Chimbonda og nú liggur fyrir að við munum fá hana fyrir leikmanninn, svo ég er sæmilega sáttur við það," sagði Paul Jewell, stjóri Wigan.

Chimbonda verður þar með annar leikmaðurinn sem Tottenham kaupir í dag, eftir að félagið gekk frá kaupum á landa hans Steed Malbranque. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverð á leikmönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×