Íþróttir Áttum að gera út um leikinn "Þetta er súrt, það er ekki hægt að neita því," sagði Guðmundur Magnússon, þjálfari Breiðabliks. "Mér fannst við hafa undirtökin í venjulegum leiktíma og áttum að gera út um leikinn í byrjun seinni hálfleiks. Þegar líða fór á varð þetta jafn baráttuleikur. Hörkugaman fyrir áhorfendur en hundleiðinlegt fyrir okkur. Það er klárt mál að þetta tímabil er mikil vonbrigði fyrir okkur og ekki það sem við ætluðum okkur. En við verðum bara að bíta í það súra epli," sagði Guðmundur, hundsvekktur eftir leikinn. Sport 9.9.2006 20:56 Náðum að rífa okkur upp "Þetta var frábær endir á stórkostlegu tímabili," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir sigurinn í gær. "Þetta var hörkuleikur, er þetta ekki það sem áhorfendur vilja? Það er alltaf verið að gagnrýna kvennaboltann en ég held að fólk geti dregið þau orð til baka. Tvö frábær lið mættust í leik sem hefði getað endað á hvorn veginn sem var," sagði Margrét en þess má geta að 819 áhorfendur sáu þennan stórskemmtilega leik í Laugardalnum í gær. Sport 9.9.2006 20:56 Valsstúlkur hömpuðu bikarnum Margrét Lára Viðarsdóttir var svo sannarlega á skotskónum þegar Valur vann Breiðablik í bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvelli. Leikurinn var æsispennandi og tryggði Valur sér sigurinn í vítaspyrnukeppni. Sport 9.9.2006 20:56 Við vinnum fyrir laununum okkar NFL-stjarnan Dhani Jones segir í einkaviðtali við Fréttablaðið að lífið í NFL-deildinni sé ekki bara gleði og glaumur. Ferillinn hefur tekið sinn toll af þessum 29 ára varnarmanni. Körfubolti 9.9.2006 20:56 Leikmaður lést í miðjum leik Knattspyrnumaður að nafni Matt Gadsby lést í miðjum leik í gær. Gadsby var varnarmaður í neðrideildarliðinu Hinkley United og tók þátt í deildarleik gegn Harrogate Town á útivelli en liðin leika í norðurhluta Englands. Leiknum var þegar í stað aflýst. Sport 9.9.2006 20:56 Heiðar endaði í 9. - 12. sæti Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr Kili, hafnaði í 9.-12. sæti á Thermia mótinu í gær en það er hluti af sænsku mótaröðinni. Heiðar lék á höggi undir pari fyrsta keppnisdaginn en lék síðan illa á öðrum degi eða á fimm höggum yfir pari vallarsins. Hann náði hinsvegar að laga stöðu sína umtalsvert í gær þegar hann lék á tveimur höggum undir pari. Golf 9.9.2006 20:56 Bullard verður lengi frá Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham, segir að Jimmy Bullard leikmaður liðsins verði frá keppni í marga mánuði eftir að hafa hlotið alvarleg hnémeiðsli í sigurleiknum gegn Newcastle í dag. Sport 9.9.2006 17:38 Það vantar neistann Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers og bandaríska landsliðsins í körfubolta, segir að liðinu skorti neistann sem þarf til að ná árangri á alþjóðlegum vettvangi. Bandaríkin náðu aðeins 3. sæti á nýafstöðnu Heimsmeistaramóti og olli liðið miklum vonbrigðum. Körfubolti 9.9.2006 16:46 Lampard verður áfram vítaskytta Frank Lampard misnotaði vítaspyrnu í leik Chelsea og Charlton í dag og hefur nú aðeins nýtt eina af síðustu fjórum vítaspyrnum sínum. Þrátt fyrir það ætlar Jose Mourinho, stjóri Chelsea, að láta Lampard halda áfram að taka vítin. Sport 9.9.2006 17:54 Eiður Smári kom ekki við sögu Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekk Barcelona þegar liðið gjörsigraði Osasuna, 3-0, í viðureign liðanna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn var eins og lauflétt æfing fyrir Spánarmeistarana sem gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Sport 9.9.2006 19:52 Hannes lék allan leikinn Landsliðsmaðurinn Hannes Þ. Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Bröndby sem gerði jafntefli við AaB í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sport 9.9.2006 19:45 Íslendingarnir stóðu sig vel Íslensku handboltamennirnir í þýska handboltanum voru í sviðsljósinu í dag þegar fimm leikir fóru fram. Sport 9.9.2006 19:14 Ísland tapaði fyrir Georgíu Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði fyrir Georgíu ytra í dag, 80-65. Þetta var annar leikur liðsins í undankeppni Evrópumótsins en á miðvikudaginn tapaði liðið fyrir Finnum í Laugardalshöllinni. Körfubolti 9.9.2006 19:43 Jafntefli hjá Juve í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Juventus náði aðeins 1-1 jafntelfi gegn Rimini í fyrsta leik sínum í Serie-B deildinni á Ítalíu í dag. Til að gera jafnteflið enn meira niðurlægjandi var Rimini einum leikmanni færra stóran hluta leiksins. Fótbolti 9.9.2006 18:57 Valur meistari Valsstúlkur eru bikarmeistarar eftir magnaðan sigur á Breiðablik eftir vítaspyrnukeppni í maraþon-úrslitaleik VISA-bikarsins. Það var Guðný Óðinsdóttir sem tryggði Val sigur með því að skora úr síðustu spyrnu liðsins en hetja liðsins var markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir en hún varði tvær spyrnur frá Blikum. Sport 9.9.2006 19:08 Vissi að Man. Utd. og Celtic myndu dragast saman Roy Keane, fyrrum leikmaður Man. Utd. og Celtic og núverandi stjóri Sunderland, kveðst hafa séð það fyrir að hans fyrrum félög myndust dragast í sama riðil í Meistaradeildinni. Keane segist hafa mikinn áhuga á að spila í leik liðanna. Sport 9.9.2006 11:54 Framlengt í Laugardalnum Eftir venjulegan leiktíma í úrslitaleik Vals og Breiðabliks í VISA-bikar kvenna er staðan 2-2. Blikar höfðu 2-1 yfir í hálfleik en Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði metin með sínu öðru marki í leiknum. Það þarf því að framlengja á Laugardalsvellinum. Sport 9.9.2006 18:21 Sigurganga Man. Utd. heldur áfram Mark frá Ryan Giggs á 9. mínútu var það sem skildi að Manchester United og Tottenham þegar uppi var staðið í leik liðanna á Old Trafford sem var að ljúka rétt í þessu. Manchester hefur unnið alla fjóra leiki sína það sem af er keppni í ensku úrvalsdeildinni og er í efsta sæti. Sport 9.9.2006 18:11 Eiður Smári á bekknum Eiður Smári Guðjohnsen byrjar á varamannabekk Barcelona sem tekur á móti Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni. Ronaldinho, Messi og Eto´o eru í fremstu víglínu Barca en athygli vekur að fyrirliðinn Carlos Puyol þarf að sætta sig við að hefja leik á bekknum. Leikurinn er að hefjast og er í beinni útsendingu á Sýn. Fótbolti 9.9.2006 17:50 Breiðablik yfir í hálfleik Breiðablik hefur 2-1 forystu á Val þegar flautað hefur verið til hálfleiks í úrslitaleik VISA-bikar kvenna sem fram fer á Laugardalsvellinum. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Valsstúlkum yfir strax á 4. mínútu með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu en Elín Anna Steinarsdóttir jafnaði á 26. mínútu. Það var síðan Ólína G. Viðarsdóttir sem kom Blikum yfir skömmu síðar. Bæði mörkin komu eftir hornspyrnu. Sport 9.9.2006 17:16 Sheringham til Djurgarden? Gamla kempan Teddy Sheringham gæti verið á leið til sænsku meistaranna í Djurgarden, ef eitthvað er að marka orð stjórnarformanns félagsins. Sem kunnugt er leika Íslendingarnir Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen með liðinu. Sport 9.9.2006 11:47 Sigur hjá Keane í fyrsta leik Sunderland, undir stjórn Roy Keane, bar sigurorð af Derby County á útivelli, 2-1, í leik liðana í ensku Champinship-deildinni í dag. Þetta var aðeins annar sigur Sunderland á leiktíðinni. Keane klæddist jakkafötum á hliðarlínunni. Sport 9.9.2006 16:37 HK mistókst að tryggja úrvalsdeildarsætið HK tapaði mjög óvænt fyrir Víkingi Ólafsvík á heimavelli sínum í Kópavogi í dag, 0-1. Ósigurinn þýðir að liðið hefur enn ekki tryggt sér sæti í Landsbankadeild að ári en þeim til happs náði Fjölnir aðeins markalausu jafntefli gegn Leikni á heimavelli og því munar enn þremur stigum á liðunum þegar ein umferð er óleikin. Ósigur HK þýðir jafnframt að Fram hafnar í 1. sæti deildarinnar þrátt fyrir 1-0 tap gegn Þór á Akureyri. Sport 9.9.2006 16:22 Carrick í byrjunarliðinu Michael Carrick er í byrjunarliði Manchester United sem tekur á móti Tottenham á heimavelli sínum eftir nokkrar mínútur. Carrick kom til Man. Utd. frá Tottenham fyrir tímabilið og var jafnvel talið að Sir Alex Ferguson myndi ekki treysta Carrick til að byrja leikinn. Sport 9.9.2006 16:09 Eiður Smári í hópnum Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Barcelona sem mætir Osasuna á heimavelli sínum Nou Camp í spænsku úrvalsdeildinni eftir skamma stund. Ronaldinho hefur hins vegar snúið aftur í hóp Evrópumeistaranna og því er afar ólíklegt að Eiður Smári fái tækifæri í byrjunarliðinu. Fótbolti 9.9.2006 09:24 Carvalho hetja Chelsea Chelsea þurfti að hafa mikið fyrir 2-1 sigri sínum á Charlton í ensku úrvalsdeildinni í dag en það var varnarmaðurinn Richardo Carvalho sem skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik. Ashley Cole lék sinn fyrsta leik fyrir Chelsea og það gerði William Gallas einnig fyrir Arsenal gegn Middlesbrough. Nokkur óvænt úrslit urðu í leikjum dagsins. Sport 9.9.2006 15:55 Ég er á hátindi ferilsins Andy Johnson, framherji Everton, sagði eftir sigurleikinn í dag að hann væri á hátindi ferils síns sem knattspyrnumaður. Sport 9.9.2006 15:17 Flensborg vann toppslaginn Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í Flensborg höfðu betur gegn Alfreði Gíslasyni og lærisveinum hans í Gummersbach í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Lokatölur urðu 36-29. Sport 9.9.2006 14:56 Ótrúleg tilþrif Á heimasíðunnu Youtube.com getur fólk sett inn myndbönd af sjálfu sér við hinar ýmsu athafnir og er meðal annars fjöldi myndbanda sem sýnir ótrúlega tækni og fleiri tilþrif í fótbolta. Sport 9.9.2006 09:38 Raikkönen á ráspól Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen verður á ráspól í Ítalíu-kappakstrinum í formúlu 1 sem fram fer á morgun. Raikkönen var fyrstur í tímatökum sem var að ljúka rétt í þessu, aðeins 0,002 sekúndum fljótari en Michael Schumacher sem kom næstur. Formúla 1 9.9.2006 14:47 « ‹ 144 145 146 147 148 149 150 151 152 … 334 ›
Áttum að gera út um leikinn "Þetta er súrt, það er ekki hægt að neita því," sagði Guðmundur Magnússon, þjálfari Breiðabliks. "Mér fannst við hafa undirtökin í venjulegum leiktíma og áttum að gera út um leikinn í byrjun seinni hálfleiks. Þegar líða fór á varð þetta jafn baráttuleikur. Hörkugaman fyrir áhorfendur en hundleiðinlegt fyrir okkur. Það er klárt mál að þetta tímabil er mikil vonbrigði fyrir okkur og ekki það sem við ætluðum okkur. En við verðum bara að bíta í það súra epli," sagði Guðmundur, hundsvekktur eftir leikinn. Sport 9.9.2006 20:56
Náðum að rífa okkur upp "Þetta var frábær endir á stórkostlegu tímabili," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir sigurinn í gær. "Þetta var hörkuleikur, er þetta ekki það sem áhorfendur vilja? Það er alltaf verið að gagnrýna kvennaboltann en ég held að fólk geti dregið þau orð til baka. Tvö frábær lið mættust í leik sem hefði getað endað á hvorn veginn sem var," sagði Margrét en þess má geta að 819 áhorfendur sáu þennan stórskemmtilega leik í Laugardalnum í gær. Sport 9.9.2006 20:56
Valsstúlkur hömpuðu bikarnum Margrét Lára Viðarsdóttir var svo sannarlega á skotskónum þegar Valur vann Breiðablik í bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvelli. Leikurinn var æsispennandi og tryggði Valur sér sigurinn í vítaspyrnukeppni. Sport 9.9.2006 20:56
Við vinnum fyrir laununum okkar NFL-stjarnan Dhani Jones segir í einkaviðtali við Fréttablaðið að lífið í NFL-deildinni sé ekki bara gleði og glaumur. Ferillinn hefur tekið sinn toll af þessum 29 ára varnarmanni. Körfubolti 9.9.2006 20:56
Leikmaður lést í miðjum leik Knattspyrnumaður að nafni Matt Gadsby lést í miðjum leik í gær. Gadsby var varnarmaður í neðrideildarliðinu Hinkley United og tók þátt í deildarleik gegn Harrogate Town á útivelli en liðin leika í norðurhluta Englands. Leiknum var þegar í stað aflýst. Sport 9.9.2006 20:56
Heiðar endaði í 9. - 12. sæti Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr Kili, hafnaði í 9.-12. sæti á Thermia mótinu í gær en það er hluti af sænsku mótaröðinni. Heiðar lék á höggi undir pari fyrsta keppnisdaginn en lék síðan illa á öðrum degi eða á fimm höggum yfir pari vallarsins. Hann náði hinsvegar að laga stöðu sína umtalsvert í gær þegar hann lék á tveimur höggum undir pari. Golf 9.9.2006 20:56
Bullard verður lengi frá Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham, segir að Jimmy Bullard leikmaður liðsins verði frá keppni í marga mánuði eftir að hafa hlotið alvarleg hnémeiðsli í sigurleiknum gegn Newcastle í dag. Sport 9.9.2006 17:38
Það vantar neistann Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers og bandaríska landsliðsins í körfubolta, segir að liðinu skorti neistann sem þarf til að ná árangri á alþjóðlegum vettvangi. Bandaríkin náðu aðeins 3. sæti á nýafstöðnu Heimsmeistaramóti og olli liðið miklum vonbrigðum. Körfubolti 9.9.2006 16:46
Lampard verður áfram vítaskytta Frank Lampard misnotaði vítaspyrnu í leik Chelsea og Charlton í dag og hefur nú aðeins nýtt eina af síðustu fjórum vítaspyrnum sínum. Þrátt fyrir það ætlar Jose Mourinho, stjóri Chelsea, að láta Lampard halda áfram að taka vítin. Sport 9.9.2006 17:54
Eiður Smári kom ekki við sögu Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekk Barcelona þegar liðið gjörsigraði Osasuna, 3-0, í viðureign liðanna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn var eins og lauflétt æfing fyrir Spánarmeistarana sem gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Sport 9.9.2006 19:52
Hannes lék allan leikinn Landsliðsmaðurinn Hannes Þ. Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Bröndby sem gerði jafntefli við AaB í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sport 9.9.2006 19:45
Íslendingarnir stóðu sig vel Íslensku handboltamennirnir í þýska handboltanum voru í sviðsljósinu í dag þegar fimm leikir fóru fram. Sport 9.9.2006 19:14
Ísland tapaði fyrir Georgíu Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði fyrir Georgíu ytra í dag, 80-65. Þetta var annar leikur liðsins í undankeppni Evrópumótsins en á miðvikudaginn tapaði liðið fyrir Finnum í Laugardalshöllinni. Körfubolti 9.9.2006 19:43
Jafntefli hjá Juve í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Juventus náði aðeins 1-1 jafntelfi gegn Rimini í fyrsta leik sínum í Serie-B deildinni á Ítalíu í dag. Til að gera jafnteflið enn meira niðurlægjandi var Rimini einum leikmanni færra stóran hluta leiksins. Fótbolti 9.9.2006 18:57
Valur meistari Valsstúlkur eru bikarmeistarar eftir magnaðan sigur á Breiðablik eftir vítaspyrnukeppni í maraþon-úrslitaleik VISA-bikarsins. Það var Guðný Óðinsdóttir sem tryggði Val sigur með því að skora úr síðustu spyrnu liðsins en hetja liðsins var markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir en hún varði tvær spyrnur frá Blikum. Sport 9.9.2006 19:08
Vissi að Man. Utd. og Celtic myndu dragast saman Roy Keane, fyrrum leikmaður Man. Utd. og Celtic og núverandi stjóri Sunderland, kveðst hafa séð það fyrir að hans fyrrum félög myndust dragast í sama riðil í Meistaradeildinni. Keane segist hafa mikinn áhuga á að spila í leik liðanna. Sport 9.9.2006 11:54
Framlengt í Laugardalnum Eftir venjulegan leiktíma í úrslitaleik Vals og Breiðabliks í VISA-bikar kvenna er staðan 2-2. Blikar höfðu 2-1 yfir í hálfleik en Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði metin með sínu öðru marki í leiknum. Það þarf því að framlengja á Laugardalsvellinum. Sport 9.9.2006 18:21
Sigurganga Man. Utd. heldur áfram Mark frá Ryan Giggs á 9. mínútu var það sem skildi að Manchester United og Tottenham þegar uppi var staðið í leik liðanna á Old Trafford sem var að ljúka rétt í þessu. Manchester hefur unnið alla fjóra leiki sína það sem af er keppni í ensku úrvalsdeildinni og er í efsta sæti. Sport 9.9.2006 18:11
Eiður Smári á bekknum Eiður Smári Guðjohnsen byrjar á varamannabekk Barcelona sem tekur á móti Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni. Ronaldinho, Messi og Eto´o eru í fremstu víglínu Barca en athygli vekur að fyrirliðinn Carlos Puyol þarf að sætta sig við að hefja leik á bekknum. Leikurinn er að hefjast og er í beinni útsendingu á Sýn. Fótbolti 9.9.2006 17:50
Breiðablik yfir í hálfleik Breiðablik hefur 2-1 forystu á Val þegar flautað hefur verið til hálfleiks í úrslitaleik VISA-bikar kvenna sem fram fer á Laugardalsvellinum. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Valsstúlkum yfir strax á 4. mínútu með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu en Elín Anna Steinarsdóttir jafnaði á 26. mínútu. Það var síðan Ólína G. Viðarsdóttir sem kom Blikum yfir skömmu síðar. Bæði mörkin komu eftir hornspyrnu. Sport 9.9.2006 17:16
Sheringham til Djurgarden? Gamla kempan Teddy Sheringham gæti verið á leið til sænsku meistaranna í Djurgarden, ef eitthvað er að marka orð stjórnarformanns félagsins. Sem kunnugt er leika Íslendingarnir Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen með liðinu. Sport 9.9.2006 11:47
Sigur hjá Keane í fyrsta leik Sunderland, undir stjórn Roy Keane, bar sigurorð af Derby County á útivelli, 2-1, í leik liðana í ensku Champinship-deildinni í dag. Þetta var aðeins annar sigur Sunderland á leiktíðinni. Keane klæddist jakkafötum á hliðarlínunni. Sport 9.9.2006 16:37
HK mistókst að tryggja úrvalsdeildarsætið HK tapaði mjög óvænt fyrir Víkingi Ólafsvík á heimavelli sínum í Kópavogi í dag, 0-1. Ósigurinn þýðir að liðið hefur enn ekki tryggt sér sæti í Landsbankadeild að ári en þeim til happs náði Fjölnir aðeins markalausu jafntefli gegn Leikni á heimavelli og því munar enn þremur stigum á liðunum þegar ein umferð er óleikin. Ósigur HK þýðir jafnframt að Fram hafnar í 1. sæti deildarinnar þrátt fyrir 1-0 tap gegn Þór á Akureyri. Sport 9.9.2006 16:22
Carrick í byrjunarliðinu Michael Carrick er í byrjunarliði Manchester United sem tekur á móti Tottenham á heimavelli sínum eftir nokkrar mínútur. Carrick kom til Man. Utd. frá Tottenham fyrir tímabilið og var jafnvel talið að Sir Alex Ferguson myndi ekki treysta Carrick til að byrja leikinn. Sport 9.9.2006 16:09
Eiður Smári í hópnum Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Barcelona sem mætir Osasuna á heimavelli sínum Nou Camp í spænsku úrvalsdeildinni eftir skamma stund. Ronaldinho hefur hins vegar snúið aftur í hóp Evrópumeistaranna og því er afar ólíklegt að Eiður Smári fái tækifæri í byrjunarliðinu. Fótbolti 9.9.2006 09:24
Carvalho hetja Chelsea Chelsea þurfti að hafa mikið fyrir 2-1 sigri sínum á Charlton í ensku úrvalsdeildinni í dag en það var varnarmaðurinn Richardo Carvalho sem skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik. Ashley Cole lék sinn fyrsta leik fyrir Chelsea og það gerði William Gallas einnig fyrir Arsenal gegn Middlesbrough. Nokkur óvænt úrslit urðu í leikjum dagsins. Sport 9.9.2006 15:55
Ég er á hátindi ferilsins Andy Johnson, framherji Everton, sagði eftir sigurleikinn í dag að hann væri á hátindi ferils síns sem knattspyrnumaður. Sport 9.9.2006 15:17
Flensborg vann toppslaginn Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í Flensborg höfðu betur gegn Alfreði Gíslasyni og lærisveinum hans í Gummersbach í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Lokatölur urðu 36-29. Sport 9.9.2006 14:56
Ótrúleg tilþrif Á heimasíðunnu Youtube.com getur fólk sett inn myndbönd af sjálfu sér við hinar ýmsu athafnir og er meðal annars fjöldi myndbanda sem sýnir ótrúlega tækni og fleiri tilþrif í fótbolta. Sport 9.9.2006 09:38
Raikkönen á ráspól Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen verður á ráspól í Ítalíu-kappakstrinum í formúlu 1 sem fram fer á morgun. Raikkönen var fyrstur í tímatökum sem var að ljúka rétt í þessu, aðeins 0,002 sekúndum fljótari en Michael Schumacher sem kom næstur. Formúla 1 9.9.2006 14:47