Körfubolti

Það vantar neistann

Kobe Bryant er staddur í Taívan þessa stundina til að hitta aðdáendur körfubolta þar í landi.
Kobe Bryant er staddur í Taívan þessa stundina til að hitta aðdáendur körfubolta þar í landi.

Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers og bandaríska landsliðsins í körfubolta, segir að liðinu skorti neistann sem þarf til að ná árangri á alþjóðlegum vettvangi. Bandaríkin náðu aðeins 3. sæti á nýafstöðnu Heimsmeistaramóti og olli liðið miklum vonbrigðum.

"Það skiptir engu máli þótt við leikmennirnir spiluðum og æfðum saman alla daga ársins, ef þessi neisti er ekki til staðar munum við ekki vinna allra bestu lið Evrópu," sagði Bryant.

Hann bætti þó við að leikmennirnir væru staðráðnir í að sýna getu sína á ÓL í Peking eftir tvö ár og að það ætti vel að vera hægt að finna neistann á þeim tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×