Íþróttir

Fréttamynd

Heiðar minnkar muninn fyrir Fulham

Lið Fulham hefur komið einbeittara til leiks í síðari hálfleiknum gegn Wycombe á heimavelli sínum því Heiðar Helguson er búinn að minnka muninn í 2-1 með góðum skalla strax á 47. mínútu leiksins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Aston Villa yfir gegn Scunthorpe

Fimm leikir eru á dagskrá kvöldsins í enska deildarbikarnum og annað kvöldið í röð eru litlu liðin að stríða úrvalsdeildarliðunum. Aston Villa er ekki eitt þeirra, en liðið hefur 1-0 forystu gegn Scunthorpe í leik sem sýndur er beint á Sýn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Orðlaus yfir smekklausum stuðningsmönnum West Ham

Glenn Roader, stjóri Newcastle og fyrrum stjóri West Ham, segist hafa trúað sínum eigin eyrum þegar hann mætti á Upton Park með nýja liðið sitt á dögunum, en þá sungu stuðningsmenn niðrandi texta um lífshættuleg veikindi sem hann átti við að stríða þegar hann stýrði West Ham á sínum tíma.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fram - Stjarnan að hefjast

Leikur Fram og Stjörnunnar í meistarakeppni HSÍ hefst nú klukkan 19 í Framhúsinu, en þetta er árleg viðureign Íslands- og bikarmeistaranna í handboltanum og markar hann upphaf leiktíðarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Níels Dungal í Fjölni

Bakvörðurinn Níels Páll Dungal hefur ákveðið að ganga í raðir Fjölnis í Iceland Express deild karla í körfubolta. Níels er 23 ára gamall og var lykilmaður hjá KR-ingum á síðustu leiktíð. Hann spilaði 26 mínútur að meðaltali í leik og skoraði um 9 stig að meðaltali. Þetta kemur fram á heimasíðu Fjölnis.

Körfubolti
Fréttamynd

Kevin Bond ætlar í mál við BBC

Kevin Bond, þjálfari hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle, ætlar að höfða skaðabótamál á hendur breska sjónvarpinu eftir að honum þótti hann borinn þungum og röngum sökum í þættinum Panorama sem sýndur var í breska sjónvarpinu í gærkvöld og er að gera allt vitlaust í knattspyrnuheiminum á Englandi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Boa Morte verður frá í sex vikur

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Fulham hafa nú staðfest að portúgalski landsliðsmaðurinn Luis Boa Morte verði frá keppni í sex vikur eins og óttast var í upphafi eftir að hann lenti í samstuði við harðjaxlinn og samherja sinn Heiðar Helguson í leik gegn Tottenham um síðustu viku.

Enski boltinn
Fréttamynd

Aðgangur að öllum mörkum í farsímanum

Og Vodafone hefur nú aukið þjónustu sína við knattspyrnuáhugamenn til muna en nú geta farsímanotendur séð öll mörkin úr meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni í gegn um netið í farsímum sínum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Scunthorpe - Aston Villa í beinni

Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá viðureign Scunthorpe og Aston Villa í enska deildarbikarnum í kvöld. Útsending hefst klukkan 18:30, en fimm leikir eru á dagskrá í keppninni í kvöld. Líklegt þykir að tékkneski framherjinn Milan Baros spili sinn fyrsta leik á tímabilinu með Aston Villa í kvöld, en þeir fá eflaust harða mótspyrnu frá liði Scunthorpe sem er um miðja næst efstu deild á Englandi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Blackwell rekinn frá Leeds

1. deildarfélagið Leeds United rak í dag knattspyrnustjórann Kevin Blackwell úr starfi, en hann tók við liðinu vorið 2004. Mikil pressa hafði verið á stjóranum að undanförnu, en eftir að Leeds missti naumlega af sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð er það nú við botninn í deildinni og það er óásættanlegt. Fyrrum landsliðsmaðurinn Gylfi Einarsson leikur með Leeds.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hættur viðræðum við Þrótt

Ólafur Þórðarson, fyrrum þjálfari Skagamanna, staðfesti í samtali við NFS í dag að hann væri hættur viðræðum við knattspyrnudeild Þróttar og gaf þá skýringu að félagið hefði ekki verið tilbúið að veita nauðsynlegan tíma til að vinna úr sínum málum áður en hann gæfi svör um framhaldið. NFS hefur heimildir fyrir því að Ólafur hafi verið í viðræðum við Fram, en Ólafur segist vera í viðræðum við tvö félög og neitar að nokkuð upp um hver þau eru.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tapar Liverpool þriðja leiknum í röð?

Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld, en þá tekur Liverpool á móti Newcastle á Anfield. Liverpool hefur tapað tveimur leikjum í röð í deildinni, en talið er líklegt að Rafa Benitez tefli fram sama byrjunarliði í kvöld og í síðasta leik og yrði það þá í fyrsta sinn í 92 leiki sem það gerðist.

Enski boltinn
Fréttamynd

Stóri-Sam neitar ásökunum

Sam Allardyce hefur staðfastlega neitað öllum ásökunum sem hann var borinn í sjónvarpsþættinum Panorama í breska sjónvarpinu í gær, en þar kom fram að hann hefði tekið við mútugreiðslum frá tveimur umboðsmönnum í leikmannakaupum. "Ég vísa öllum ásökunum sem fram komu í þættinum á bug og málið er nú í höndum lögmanna minna," sagði Allardyce í dag, en neitar annars að tjá sig um málið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Skuldir Arsenal jukust um 100 rúmar milljónir punda

Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, tilkynnti í dag að skuldir félagsins hefðu aukist úr 153 milljónum punda í 262 milljónir. Þessi gríðarlega aukning er fyrst og fremst komin til vegna flutnings liðsins á nýja heimavöllinn, Emirates Stadium, en innkoma hjá félaginu var að öðru leiti nokkuð jákvæð enda náði liðið langt í meistaradeild Evrópu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Falsaðar nektarmyndir af konu Woods í umferð

Ameríski kylfingurinn Tiger Woods á nú í erfiðleikum með að einbeita sér að keppni á Ryder Cup mótinu, eftir að bresk og írsk blöð birtu í dag falsaðar nektarmyndir af konu hans sem höfðu verið í umferð á netinu.

Golf
Fréttamynd

Marion Jones ætti að hætta keppni

Heimsmethafinn í 200 og 400 metra hlaupi, Michael Johnson, segir að landa sín Marion Jones ætti að sjá sóma sinn í því að hætta keppni eftir að hún slapp með skrekkinn við að falla á lyfjaprófi á dögunum. Jones hefur lengi verið sökuð um að nota ólögleg lyf til að bæta árangur sinn á hlaupabrautinni, en enn hefur ekkert slíkt sannast á hana.

Sport
Fréttamynd

Úrvalsdeildarliðin sluppu með skrekkinn

Úrvalsdeildarliðin Watford og Reading sluppu með skrekkinn í kvöld þegar þau lögðu lægra skrifaða andstæðinga sína í enska deildarbikarnum eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni. Brynjar Björn Gunnarsson spilaði 120 mínútur fyrir Reading þegar liðið vann Darlington í vítakeppni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Haukar lögðu ÍBV

Haukastúlkur fögnuðu í kvöld sigri í meistarakeppni HSÍ þegar þær lögðu Eyjastúlkur örugglega í Eyjum 33-24 eftir að hafa verið yfir 14-11 í hálfleik. Þetta var árlegur leikur Íslands- og bikarmeistaranna í kvennaflokki og annað kvöld fer fram meistarakeppnin í karlaflokki þar sem Íslandsmeistarar Fram tekur á móti Stjörnunni í Safamýrinni.

Handbolti
Fréttamynd

Sam Allardyce sakaður um spillingu

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton og einn þeirra sem hvað líklegastir þóttu til að taka við stöðu landsliðsþjálfara Englendinga í sumar, var þungamiðjan í þætti breska sjónvarpsins Panorama, sem sýndur var þar í landi í kvöld, þar sem umfjöllunarefnið var meint spilling í knattspyrnuheiminum á Englandi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Högglengsti kylfingur Íslands

Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs mun um næstu helgi standa fyrir keppninni Högglengsti kylfingur Íslands á Vífilstaðavelli, en keppt verður í karla- og kvennaflokki og allir nota sömu tegund af bolta.

Golf
Fréttamynd

Everton marði Peterborough

Everton vann í kvöld nauman sigur á þriðjudeildarliði Peterborough í annari umferð enska deildarbikarsins. Það var varamaðurinn Tim Cahill sem tryggði úrvalsdeildarliðinu sigur með marki á 87. mínútu. Úrvalsdeildarliðin sem voru í eldlínunni í kvöld lentu fleiri í vandræðum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Curbishley hefur ekki áhuga á WBA

Alan Curbishley, fyrrum knattspyrnustjóri Charlton, hefur staðfest við breska sjónvarpið að hann hafi ekki í huga að taka við stjórn 1. deildarliði West Brom, en hann hafði verið nefndur til sögunnar sem arftaki Bryan Robson sem sagði af sér í gær. Curbishley vill taka við liði í ensku úrvalsdeildinni og er strax farið að kitla að komast aftur í slaginn eftir að hafa látið af störfum hjá Charlton í vor.

Enski boltinn
Fréttamynd

Óvæntir hlutir að gerast

Nú er kominn hálfleikur í viðureignum kvöldsins í enska deildarbikarnum. Everton hefur yfir 1-0 gegn Peterborough í sjónvarpsleiknum á Sýn með marki frá James Beatty, en á öðrum vígstöðvum eru að eiga sér stað nokkuð óvæntir hlutir eins og svo oft í þessari skemmtilegu keppni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Langt í land í máli ÍR og KA/Þórs

Skrifstofa KSÍ hefur viðurkennt að hafa gert mistök með því að veita markverði kvennaliðs ÍR keppnisleyfi fyrir úrslitaleikina gegn Þór-KA um laust sæti í Landsbankadeild kvenna, því markvörðurinn var þar með að spila með sínu þriðja liði í sumar sem er bannað. Þetta kom fram í íþróttafréttum NFS í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kveikir í mér að sjá konuna í búningnum

Enska knattspyrnugoðið David Beckham viðurkenndi í viðtali við útvarpsmanninn og félaga sinn Chris Moyles að það kveikti í sér þegar konan hans gengi um í búningum af sér. Hann segir konu sína Victoriu gjarnan ganga um í keppnistreyjum sínum í húsi þeirra hjóna og viðurkennir að stundum fái hann morgunmat í rúmið frá konunni í treyju hans einni fata.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrír Blikar í banni í lokaumferðinni

Þrír leikmanna Breiðabliks munu taka út leikbann í lokaumferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu um helgina samkvæmt úrskurði aganefndar KSÍ. Þetta eru þeir Nenad Zivanovic, Guðmann Þórisson og Olgeir Sigurgeirsson, en þeir fá allir eins leiks bann eftir að hafa krækt í 6 gul spjöld í deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Shevchenko hefur engar afsakanir

Jose Mourinho segir að stjörnuframherjinn Andriy Shevchenko hafi engar afsakanir fyrir því að skora ekki mörk í ensku úrvalsdeildinni, því Chelsea sé að spila nákvæmlega sama leikkerfi og Shevchenko hafi spilað allan sinn feril hjá AC Milan.

Enski boltinn
Fréttamynd

Boris náði ekki í úrslit

Kristinn Óskar Haraldsson, "Boris", varð að bíta í það súra epli að verða annað árið í röð hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í úrslitum í keppninni um sterkasta mann heims sem fram fer í Kína.

Sport
Fréttamynd

Peterborough - Everton í beinni í kvöld

Nokkrir leikir fara fram í enska deildarbikarnum í kvöld og verður leikur Peterborough og Everton sýndur beint á Sýn klukkan 18:30. Peterborough leikur í þriðju deildinni á Englandi og er þar um miðja deild, svo ljóst er að erfitt verkefni bíður liðsins í kvöld gegn einu heitasta liðinu í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Meiðsli hjá Manchester City

Enska úrvalsdeildarliðið Manchester City hefur tilkynnt að markvörðurinn Andreas Isaksson og varnarmaðurinn Hatem Trabelsi verði frá keppni næsta mánuðinn vegna meiðsla og eykur það enn á ófarir liðsins í upphafi leiktíðar, en City er í sautjánda sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig að loknum fimm leikjum.

Enski boltinn