Íþróttir

Fréttamynd

Martröðin heldur áfram hjá Delaney

Meiðslakálfurinn Mark Delaney hjá Aston Villa þarf enn að bíða eftir því að geta unnið sér sæti í liðinu eftir að í ljós kom að hann þarf að fara í annan hnéuppskurðinn á skömmum tíma. Delaney gat lítið sem ekkert spilað með Villa á síðustu leiktíð, en spilaði landsleik fyrir Wales í síðasta mánuði. Það vildi ekki betur til en að nú þarf kappinn í uppskurð á ný.

Enski boltinn
Fréttamynd

Á von á stórleik frá Rooney og Ronaldo

Alex Ferguson á von á stórleik frá þeim Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney í meistaradeildinni í kvöld þegar Manchester United sækir Benfica heim, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 18:30.

Fótbolti
Fréttamynd

Ég verð að dreifa álaginu

Rafa Benitez hefur nú enn á ný þurft að bera hendur fyrir höfuð sér vegna sífelldra breytinga sem hann gerir á byrjunarliði Liverpool, en ljóst þykir að hann muni stokka upp í hópnum fyrir leikinn gegn Galatasaray annað kvöld og verður það 93. leikurinn í röð þar sem Liverpool teflir fram breyttu byrjunarliði.

Fótbolti
Fréttamynd

Landsliðsferlillinn virðist vera búinn

Ruud Van Nistelrooy segir það skrítna tilfinningu að tala um feril sinn sem landsliðsmaður í þátíð, en hann á alls ekki von á því að fá að spila annan landsleik undir stjórn núverandi landsliðsþjálfara, Marco Van Basten.

Sport
Fréttamynd

Benfica - Man Utd í beinni á Sýn í kvöld

Það verður mikið um dýrðir á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld eins og venjulega þegar spilað er í meistaradeild Evrópu. Aðalleikur kvöldsins verður viðureign Benfica og Manchester United sem sýndur er á Sýn, en auk þess verða leikir Arsenal - Porto og Real Madrid og Dynamo Kiev sýndir beint á aukarásum Sýnar klukkan 18:30.

Fótbolti
Fréttamynd

Spike Lee leikstýrir auglýsingu fyrir Dwyane Wade

Kvikmyndaleikstjórinn og körfuboltaáhugamaðurinn Spike Lee hefur nú lokið tökum á nýjustu auglýsingaherferð fyrir nýja Converse-skó sem Dwyane Wade hjá Miami Heat mun nota á næsta tímabili. Wade var kjörinn verðmætasti leikmaður lokaúrslitanna í NBA í sumar þegar lið Miami vann meistaratitilinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Björgólfur bestur í síðustu umferðunum

Framherjinn Björgólfur Takefusa hjá KR var í dag útnefndur besti leikmaður 13.-18 umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Teitur Þórðarson hjá KR var kjörinn besti þjálfarinn og Garðar Örn Hinriksson var kjörinn besti dómarinn. Þá þóttu stuðningsmenn Víkings þeir bestu í síðustu umferðunum og Skagamenn áttu flesta leikmenn í úrvali umferðanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Renault segir pressuna mikla á Schumacher

Pat Symonds, yfirmaður tæknimála hjá Renault, segir að Fernando Alonso standist pressu betur en Michael Schumacher og telur meistaralið Renault eiga betri möguleika til að ná góðum árangir um næstu helgi þegar keppt verður í Kína.

Formúla 1
Fréttamynd

Umboðsmaður Cole settur í bann og sektaður

Jonathan Barnett, umboðsmaður Ashley Cole hjá Chelsea, hefur verið settur í 18 mánaða bann, þar af 9 skilorðsbundna, fyrir þátt sinn í því þegar Chelsea ræddi ólöglega við leikmanninn þegar hann var samningsbundinn Arsenal á sínum tíma. Cole og Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hafa þegar tekið út refsingu sína vegna þessa. Barnett var auk þessa gert að greiða 100 þúsund punda sekt.

Enski boltinn
Fréttamynd

Newcastle að landa Waterreus

Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle er nú við það að landa til sín fyrrum landsliðsmarkverði Hollendinga, Ronald Waterreus, sem áður lék m.a. með Celtic og Manchester City. Waterreus er 36 ára gamall og verður ætlað að vera varamarkvörður Steve Harper sem fyllir skarð Shay Given eftir að sá þurfti í uppskurð á dögunum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Meistaradeildin er óklárað verkefni

Arsene Wenger segir hungur í velgengni í meistaradeildinni svo mikið að það yrði ekki nóg fyrir sig að vinna keppnina þrjú ár í röð. Arsenal krækti í silfurverðlaun á síðustu leiktíð, en það er fjarri því að nægja Wenger. Arsenal mætir Porto í keppninni í kvöld og verður leikurinn í beinni á Sýn Extra klukkan 18:30.

Fótbolti
Fréttamynd

Mannabreytingar hjá ÍA

Ný rekstrarstjórn hefur tekið við ÍA en fráfarandi stjórn hefur óskað eftir því að vera leyst undan störfum. Félagið sendi frá sér fréttatilkynningu þessa efnis nú fyrir skömmu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Í dái og berst fyrir lífi sínu

Dario Silva, fyrrum leikmaður Portsmouth og úrúgvæska landsliðsins, lenti nýverið í bílslysi í heimalandi sínu og er illa haldinn. Hann hefur þegar gengist undir aðgerð og er haldið sofandi en læknir á spítalanum þar sem Silva dvelst sagði hann berjast fyrir lífi sínu þessa stundina. Fyrrverandi landsliðsfélagar Silva, Elbio Pappa og Dardo Pereira, voru einnig í bílnum en sluppu með minni háttar meiðsli. Silva keppti á HM 2002 með landsliði sínu en yfirgaf Portsmouth í febrúar síðastliðnum og er ekki bundinn neinu félagi eins og er.

Sport
Fréttamynd

Pabbinn nýbakaði var hvíldur

Svíinn Zlatan Ibrahimovic var hvíldur um helgina er Inter vann Chievo, 4-3, í ítölsku úrvalsdeildinni í fyrradag. Á föstudag fæddist honum sonur sem var nefndur Maximilian og ákvað Roberto Mancini, þjálfari Inter, að hvíla hann í leiknum. Mino Raiola, umboðsmaður Zlatan, sagði að það hefði engum tilgangi þjónað. "Hann er ekki þreyttur enda var það ekki hann sem fæddi barnið," sagði Raiola.

Sport
Fréttamynd

Björgólfur og Ólafur bestir

Íþróttafréttamenn Fréttablaðsins og Sýnar völdu í gærkvöld í sérstökum Landsbankadeildarþætti á Sýn bestu einstaklingana í síðari hluta Íslandsmótsins.

Sport
Fréttamynd

Dani genginn í raðir félagsins

Valsmenn eru ekkert að bíða með að bæta við sig mannskap fyrir næsta sumar í Landsbankadeild karla því að í gær gekk félagið frá tveggja ára samningi við danska leikmanninn Rene Carlsen.

Sport
Fréttamynd

Manchester United vill hefna ófara síðasta árs

Árið 1966 skoraði átján ára unglingur að nafni George Best þrennu fyrir Manchester United gegn portúgalska liðinu Benfica í Evrópukeppni meistaraliða. Þá þaggaði hann í áhorfendum á leikvangi ljóssins í Portúgal sem fyrir rest stóðu upp og hylltu afrek hans. Tveimur árum síðar skoraði hann aftur gegn liðinu, þá í úrslitaleik keppninnar og tryggði ensku liði í fyrsta sinn Evrópumeistaratitil.

Sport
Fréttamynd

Gladbach og Aachen sektuð

Þýsku úrvalsdeildar­­félögin Aachen og Borussia Mönchengladbach hafa verið sektuð af þýska knattspyrnusambandinu eftir að stuðningsmenn liðanna viðhöfðu niðrandi ummæli sem fólu í sér kynþáttafordóma um leikmennina í leik liðanna. Aachen var sektað um 6,75 milljónir króna og Gladbach um 2,25 milljónir. FH var í sumar sektað um 30 þúsund krónur fyrir samskonar atvik í leik liðsins gegn ÍBV.

Sport
Fréttamynd

50 grunsamleg félagaskipti

Fyrr á árinu réð enska knattspyrnusambandið fyrrum yfirmann Lundúnalögreglunnar, Stevens lávarð, til að rannsaka ásakanir um mútugreiðslur í tengslum við félagaskipti leikmanna. Greint var frá því um helgina að rannsókn Stevens hefði leitt í ljós 50 grunsamleg félagaskipti sem skoða þyrfti nánar. Alls voru 362 félagaskipti skoðuð. Niðurstöðu rannsóknarinnar er að vænta á mánudag.

Sport
Fréttamynd

Vill til Noregs eða Danmerkur

Dusan Djuric, leikmaður Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni, telur ferli sínum best borgið ef hann fer til félags utan eigin heimalands. Hann hefur verið orðaður við AIK, efsta félagið í deildinni, en þangað vill hann ekki fara. "Ég vil frekar fara til eitt af betri félögunum í Noregi eða Danmörku. Til dæmis FC Kaupmannahöfn, það væri gott skref fyrir mig," sagði Djuric sem er 22 ára gamall og hefur leikið einn leik með sænska A-landsliðinu.

Sport
Fréttamynd

Newcastle vill fá Hedman

Aftonbladet greindi frá því í gær að Newcastle hefði sett sig í samband við fyrrum sænska landsliðsmarkvörðinn Magnus Hedman sem lagði skóna á hilluna fyrir fimmtán mánuðum. Hedman er 33 ára gamall og fyrirspurnin kom honum algerlega í opna skjöldu. ¿Ég átti ekki von á því að fólk myndi eftir mér þar sem ég hef ekki spilað lengi,¿ sagði Hedman. Shay Given lagðist nýverið undir hnífinn og verður frá í sex vikur.

Sport
Fréttamynd

Valsmönnum spáð sigri

Valur og Stjarnan munu standa uppi sem sigurvegarar í DHL-deild karla og kvenna ef spár forráðamanna og fyrirliða liða í deildunum rætast. Átta lið mæta til leiks í 1. deild karla og þar er Aftureldingu og FH spáð í 1. og 2. sætið.

Sport
Fréttamynd

Það var erfiðast að eiga við Ronaldo og Rooney

Ívar Ingimarsson fær 7 í einkunn hjá Sky Sports fréttastöðinni fyrir frammistöðu sína í jafnteflisleiknum gegn Manchester United á laugardaginn og Brynjar Björn Gunnarsson, sem kom inn á sem varamaður þegar um 20 mínútur voru eftir, fær 5 í einkunn. Enn fremur segir í umfjöllun að Ívar hafi verið mjög öflugur í vörninni ásamt félaga sínum Ibrahima Sonko en að Brynjar Björn hafi verið „allt í lagi“ eins og það segir orðrétt.

Enski boltinn
Fréttamynd

Skýrist í dag?

"Við erum alveg rólegir yfir þessu, það virðist vera mikill áhugi á þessu starfi," sagði Brynjar Jóhannesson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Fram, aðspurður um þjálfaramál félagsins. Ákveðið var að framlengja ekki samninginn við Ásgeir Elíasson sem stýrði Fram til sigurs í 1. deildinni í sumar og er verið að leita að manni til að stýra liðinu í Landsbankadeildinni á næsta ári.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ronaldo getur orðið sá besti

Cristiano Ronaldo býr yfir það miklum hæfileikum að hann getur orðið besti leikmaður heims í nánustu framtíð. Þetta er mat Carlos Queiroz, aðstoðarþjálfara Manchester United. Queiroz lét orðin falla eftir jafnteflisleikinn gegn Reading á laugardag, en þá var það Ronaldo sem skoraði mark Man. Utd.

Enski boltinn
Fréttamynd

Orðsporið er varanlega skaðað

Sam Allardyce, stjóri Bolton í ensku úrvalsdeildinni, telur að sú mynd sem birtist af honum í spillingarþættinum hafi komið varanlegum skaða á orðspor sitt. Allardyce var sterklega orðaður við enska landsliðið í vor og var almennt talinn einn af heitustu knattspyrnustjórunum í landinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Þetta hefur verið versti tími lífs míns

Craig Allardyce, sonur Sam Allardyce hjá Bolton og umboðsmaðurinn sem var í aðalhlutverki í spillingarþætti BBC um ensku knattspyrnuna í síðustu viku, segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér fyrir að bregðast föður sínum og allri fjölskyldu sinni með framkomu sinni í þættinum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Létu mikið að sér kveða

Íslenskir leikmenn settu mark sitt á norska boltann um helgina en Marel Baldvinsson og Veigar Páll Gunnarsson voru báðir á skotskónum. Marel opnaði markareikning sinn hjá Molde með því að skora fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Lilleström. Sigurinn var afar dýrmætur því með honum kom Molde sér af mesta fallsvæðinu. Veigar Páll heldur áfram að spila eins og engill og í gær skoraði hann sigurmark Stabæk gegn Fredriksstad þar sem lokatölur urðu 3-2.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter skaust á toppinn

Ítalíumeistararnir í Inter unnu 4-3 sigur á Chievo í gær í ótrúlegum leik á heimavelli sínum. Með þessum sigri komst Inter á toppinn en það munaði litlu að liðið glopraði niður forskoti sínu eftir að hafa komist í 4-0. Á seinasta stundarfjórðungi leiksins skoraði Chievo þrjú mörk og fékk færi í viðbótartíma til að ná jafntefli.

Fótbolti